Skráningarfærsla handrits

AM 169 b fol.

Þorsteins þáttur bæjarmagns ; Ísland, 1625-1672

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-13v)
Þorsteins þáttur bæjarmagns
Titill í handriti

Saga af Þorsteine | Bæiar magn

Tungumál textans
íslenska

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

Vatnsmerki 1. Aðalmerki: Tveir turnar með tveimur egglaga gluggum 1 ( 1, 7-8, 11 ) // Mótmerki: Vatnsmerki 2.

Vatnsmerki 2. Aðalmerki: Tveir turnar með tveimur egglaga gluggum (vatnsmerki 1 og 3) // Mótmerki: Fangamark PH ( 2-4, 6, 10, 12, 14 ).

Vatnsmerki 3. Aðalmerki: Tveir turnar með tveimur egglaga gluggum 2 ( 9, 13 ) // Mótmerki: Vatnsmerki 2.

Blaðfjöldi
14 blöð (312-318 mm x 192-195 mm). Bl. 13v er að mestu autt, en bl. 14 er autt.
Tölusetning blaða

Blaðmerking með svörtu bleki, 1-13.

Kveraskipan

4 kver:

  • I: spjaldblað - fylgigögn 1 (tvö blöð)
  • II: bl. 1-10 (5 tvinn: 1+10, 2+9, 3+8, 4+7, 5+6)
  • III: bl. 11-14 (tvö blöð + eitt tvinn: 11, 12, 13+14)
  • IV: spjaldblað (eitt blað)

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er 230 mm x 125 mm.
  • Línufjöldi er 23-26.
  • Griporð á bl. 10v.
  • Eyður fyrir stóra upphafsstafi (2-4 línur).

Ástand

  • Blettótt.
  • Bleksmitun.
  • Sum blöð eru dekkri.

Skrifarar og skrift

Ein hönd, Jón Erlendsson, kansellíbrotaskrift.

Skreytingar

Eyður fyrir stóra upphafstafi, en minni upphafstafir (1-2 línur) eru skrautstafir.

Fyrsta lína oft skrifuð með stærri skrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Spássíugreinar hér og þar.
  • Á bl. 13v, fyrirsögn, síðari tíma hönd.

Band

Pappaband, sennilega frá tíma Jens Jacob Weber (1771-1780). Á bókarkápu, No 169 B. Saga af Þorsteine Bæarmagn. er skrifuð með svörtu bleki. Tveir límmiðar eru á kili, safnmark og númer.

Fylgigögn
Fastur seðill (84 mm x 153 mm) með fyrirsögn með hendi Árna Magnússonar, en afgangur með hendi skrifara: Af Þorsteini bæjarmagn. Með hendi síra Jóns í Villingahollti. Léð mér af Jóni Þorlákssyni 1709 og síðan seld 1710. Var til forna í innbundinni bók.

Uppruni og ferill

Uppruni

Skrifað á Íslandi, af Jóni Erlendssyni og tímasett til 17. aldar í Katalog I, bls. 140, en virkt skriftartímabil Jóns var ca 1625-1672. Var áður hluti af stærri bók (sbr. seðil). Í þeirri bók voru einnig AM 1 a fol., AM 9 fol., AM 139 fol., AM 156 fol., AM 169 a fol., AM 169 d fol., AM 192 fol. og AM 202 b fol.

Ferill

Árni Magnússon fékk handritið lánað hjá Jóni Þorlákssyni árið 1709 og keypti það af honum árið 1710 (sbr. seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 12. maí 1976.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog I, bls. 140 (nr. 250). Kålund gekk frá handritinu til skráningar 7. janúar 1886.

DKÞ skráði 20. mars 2001.

ÞÓS skráði 25. júní 2020.

EM skráði kveraskipan 20. júní 2023.

MJG fór yfir skráningu með gögnum frá BS, 13. febrúar 2024.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Negatíf örfilma frá október 1993 á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi (askja 394).

Notaskrá

Höfundur: Guðrún Ása Grímsdóttir, Þórður Jónsson í Hítardal
Titill: Ættartölusafnrit séra Þórðar Jónssonar í Hítardal I-II
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn