Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

AM 165 f I-II fol.

Skoða myndir

Hænsa-Þóris saga

Nafn
Þuríður Ósk Sigurbjörnsdóttir 
Fædd
4. apríl 1997 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Þórunn Sigurðardóttir 
Fædd
14. janúar 1954 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Drífa Kristín Þrastardóttir 
Fædd
2. júní 1976 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Kålund, Kristian Peter Erasmus 
Fæddur
19. ágúst 1844 
Dáinn
4. júlí 1919 
Starf
Bókavörður 
Hlutverk
Fræðimaður 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Dall, Birgitte 
Fædd
1912 
Dáin
1989 
Starf
Forvörður 
Hlutverk
Bókbindari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Larsen Bloch, Matthias 
Starf
Conservator 
Hlutverk
Bókbindari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Jón Gissurarson 
Fæddur
1590 
Dáinn
5. nóvember 1648 
Starf
Lögréttumaður 
Hlutverk
Höfundur; Skrifari; Þýðandi 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Árni Magnússon 
Fæddur
13. nóvember 1663 
Dáinn
7. janúar 1730 
Starf
Prófessor 
Hlutverk
Fræðimaður; Höfundur; Skrifari; Ljóðskáld 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Þórður Þórðarson 
Starf
 
Hlutverk
Communicator; Skrifari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Sveinn Torfason 
Fæddur
1662 
Dáinn
1725 
Starf
 
Hlutverk
Eigandi 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Jón Erlendsson 
Dáinn
1. ágúst 1672 
Starf
Prestur 
Hlutverk
Skrifari 
Ítarlegri upplýsingar
Aths.
Tvö handrit, annað aðeins brot.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

Blaðfjöldi
i + 15 + i blöð.
Band

Band frá 1987 (345 mm x 240 mm x 12 mm). Pappaspjöld klædd fínofnum líndúk. Grófari dúkur á kili og hornum. Saumað á móttök. Saurblöð tilheyra þessu bandi.

Pappaspjald hefur nýlega verið brotið um aftara handritið í bandi.

Gamalt pappaband frá 1772-1780 fylgir. Safnmark og titill skrifað framan á kápu. Blár safnmarksmiði á kili.

Uppruni og ferill

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 17. september 1987.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið í Kaupmannahöfn af Birgitte Dall í júní 1987.

Bundið í Kaupmannahöfn af Matthiasi Larsen Bloch á árunum 1772-1780. Það band fylgir.

Myndir af handritinu

 • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
 • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Innihald

Hluti I ~ AM 165 f I fol.
(1r-13r)
Hænsa-Þóris saga
Titill í handriti

„Hér byrjast sagan af Hænsna Þórir“

Upphaf

Oddur hét maður Önundarson …

Niðurlag

„… og var hinn mesti kvenskörungur“

Baktitill

„og lýkur þar Hænsna Þóris sögu.“

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

Vatnsmerki 1. Aðalmerki: Lítið skjaldarmerki í skreyttum kringlóttum ramma. Fyrir innan er tré með þremur akörnum, fangamark PK og kóróna IS5000-02-0165fI_3r // Ekkert mótmerki ( 2-3 , 4-5 , 10? , 11-12 ).

Blaðfjöldi
13 blöð (286 mm x 187 mm). Bl. 13v er autt.
Tölusetning blaða

Handritið er blaðmerkt 1-13.

Kveraskipan

Þrjú kver og innskotsblað.

 • Kver I: bl. 1-2, tvinn.
 • Kver II: bl. 3-6, 2 tvinn.
 • Kver III: bl. 7-12, 4 tvinn.
 • Bl. 13, innskotsblað.

Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca 235-240 mm x 140-145 mm.
 • Línufjöldi er 36-38.

Skrifarar og skrift

Með hendi Jóns Gissurarsonar, léttiskrift (bl. 13r viðbót með óþekktri hendi, auk upphafslína á bl. 1r), fljótaskrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Fylgigögn

Fastur seðill fremst (77 mm x 132 mm) með hendi Árna Magnússonar: „Hænsna-Þóris saga með hendi Jóns Gissurssonar úr bók (eldri en 1643) er ég fékk af Sveini Torfasyni 1704.“

Uppruni og ferill

Uppruni

 • Handritið var skrifað á Íslandi fyrir 1646 (sbr. seðil). Það er tímasett til fyrri hluta 17. aldar í Katalog I, bls. 136.
 • Handritið var upprunalega hluti af stærri bók sem innihélt einnig AM 126 fol., AM 136 fol., AM 138 fol. og hluta AM 165 m fol.

Ferill

Bókina sem handritið tilheyrði fékk Árni Magnússon frá séra Sveini Torfasyni árið 1724 (sbr. seðil).

Hluti II ~ AM 165 f II fol.
(1r-v)
Hænsa-Þóris saga
Titill í handriti

„Af Hænsna Þórir“

Upphaf

Þegar um morguninn …

Niðurlag

„… allmjög hafa komist með …“

Aths.

Brot.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

Vatnsmerki 2. Aðalmerki: Tveir turnar með tveimur egglaga gluggum IS5000-02-0165fII_2v // Ekkert mótmerki ( 2 ).

Blaðfjöldi
2 blöð (330 mm x 206-212 mm). Bl. 2 er autt.
Tölusetning blaða

Blöðin eru ótölusett.

Kveraskipan

Eitt tvinn.

Ástand

 • Brot. Vantar framan og aftan af.
 • Vatnsskemmdir gera nokkur orð ólæsileg, m.a. stærstan hluta síðustu línunnar.

Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er 250 mm x 140 mm.
 • Línufjöldi er 24-26.
 • Síðutitill: „Af Hænsna Þórir“.

Skrifarar og skrift

Með hendi Jóns Erlendssonar, blendingsskrift.

Skreytingar

Upphafsstafur er flúraður á bl. 1r.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi á s.hl. 17. aldar en fyrir 1672 því þá lést skrifari.

Notaskrá

HöfundurTitillRitstjóri / ÚtgefandiUmfang
Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamlinged. Kristian Kålund
Borgfirðinga sögur. Hænsa-Þóris saga. Gunnlaugs saga ormstungu. Bjarnar saga Hítdælakappa. Heiðarvíga saga. Gísls þáttr Illugasonar, ed. Guðni Jónsson, ed. Sigurður Nordal1938; 3
Desmond SlayThe manuscripts of Hrólfs saga kraka, 1960; XXIV
Borgfirðinga sǫgur, ed. Guðni Jónsson, ed. Sigurður Nordal1938; III
« »