Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

AM 163 l fol.

Skoða myndir

Kjalnesinga saga; Ísland, 1675-1700

Nafn
Jón Ólafsson 
Fæddur
1644 
Dáinn
1718 
Starf
Prestur 
Hlutverk
Skrifari; Ljóðskáld 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Árni Magnússon 
Fæddur
13. nóvember 1663 
Dáinn
7. janúar 1730 
Starf
Prófessor 
Hlutverk
Fræðimaður; Höfundur; Skrifari; Ljóðskáld 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Kålund, Kristian Peter Erasmus 
Fæddur
19. ágúst 1844 
Dáinn
4. júlí 1919 
Starf
Bókavörður 
Hlutverk
Fræðimaður 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Drífa Kristín Þrastardóttir 
Fædd
2. júní 1976 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Valgerður Hilmarsdóttir 
Fædd
15. maí 1956 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Larsen Bloch, Matthias 
Starf
Conservator 
Hlutverk
Bókbindari 
Ítarlegri upplýsingar
Tungumál textans
Íslenska

Innihald

(1r-17r)
Kjalnesinga saga
Titill í handriti

„Hér eftir fylgir Kjalarnesinga saga sem eignuð er Búa Andríðarsyni.“

Upphaf

[H]elgi bjóla, son Ketils flatnefs, nam Kjalarnes …

Niðurlag

„… og er mikil ætt frá hönum komin.“

Baktitill

„Endar hér Kjalarnesinga sögu.“

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

Vatnsmerki 1. Aðalmerki: Dárahöfuð með 7 litlum bjöllum á kraga, Hermes kross og 3 stórir hringir // Ekkert mótmerki ( 1 , 6-9 , 11-12 , 15-16 ).

Vatnsmerki 2. Aðalmerki: Stakir bókstafir? // Ekkert mótmerki ( 3-5 , 10 ).

Blaðfjöldi
17 blöð (317 mm x 195 mm); blað 17r er autt að hálfu; blað 17v er autt.
Tölusetning blaða

 • Blaðmerking með svörtu bleki í hægra horni blaða (r) 1, 5, 10, 15, 17.
 • Blaðmerking með rauðu bleki fyrir miðju blaða (r) 1-17.

Kveraskipan

Tvö kver.

 • Kver I: blöð 1-11, 5 tvinn + 1 stakt blað.
 • Kver II: blöð 12-17, 3 tvinn.

Ástand

 • Texti sést sums staðar í gegn, sbr. til dæmis á blöðum 12 og 13 og á stundum eru orð illlæsileg vegna bleksmitunar, sbr. til dæmis á blaði 11v.

Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca 235 mm x 140-150 mm.
 • Línufjöldi er ca 23-29.
 • Eyða er fyrir upphafsstaf á blaði 1r.
 • Griporð, eitt eða fleiri, eru sett nálægt miðju blaða; undantekning frá þessu er á blöðum 8r og 12r þar sem griporð vantar.

Skrifarar og skrift

Skreytingar

 • Flúraðir upphafsstafir, þ.e. upphafsstafir með línudregnu skrauti (sbr. t.d. blöð 1r, 3v og 9v).

 • Skrifari setur tákn sem líkist Z að vibættri bogadreginni línu, við enda texta í greinarskilum.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

 • Athugasemd um skrifara er á neðri spássíu á blaði 1r með hendi Árna Magnússonar frá því um 1710.
 • Spássíuathugasemdir eru einnig á blöðum 7v og 14r.
 • Safnmark og upplýsingar um eldri skráningu er skrifað með hendi Kålunds á fremra band verso.

Band

Pappaband (320 mm x 180 mm x 5 mm) er frá 1772-1780.

Safnmark og titill skrifað framan á kápu. Blár safnmarksmiði á kili.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi á heimili skrifarans í Fellsmúla (sbr. blað 1r). Það er tímasett til loka 17. aldar í Katalog I, bls. 130.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 26. júní 1974.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Kålund gekk frá handritinu til skráningar 21. desember 1885 í Katalog Ibls. 130 (nr. 214). DKÞ grunnskráði 4. október 2001, VH skráði handritið samkvæmt TEIP5 reglum 2. janúar 2009; lagfærði í nóvember 2010. ÞÓS skráði 23. júní 2020.

Viðgerðarsaga

Bundið af Matthiasi Larsen Bloch á árunum 1772-1780.

Myndir af handritinu

 • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
 • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

HöfundurTitillRitstjóri / ÚtgefandiUmfang
Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamlinged. Kristian Kålund
« »