Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

AM 163 h alfa fol.

Skoða myndir

Sögubók; Ísland, 1650-1699

Nafn
Arnór Eyjólfsson 
Fæddur
1642 
Dáinn
1695 
Starf
Bóndi; Silfur- og látúnsmiður; Lögréttumaður 
Hlutverk
Skrifari; Ljóðskáld 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Jón Sigurðsson 
Fæddur
23. ágúst 1702 
Dáinn
2. júlí 1757 
Starf
Prestur 
Hlutverk
Skrifari; Ljóðskáld 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Árni Magnússon 
Fæddur
13. nóvember 1663 
Dáinn
7. janúar 1730 
Starf
Prófessor 
Hlutverk
Fræðimaður; Höfundur; Skrifari; Ljóðskáld 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Magnús Kortsson 
Fæddur
1624 
Starf
Lögréttumaður 
Hlutverk
Eigandi 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Kålund, Kristian Peter Erasmus 
Fæddur
19. ágúst 1844 
Dáinn
4. júlí 1919 
Starf
Bókavörður 
Hlutverk
Fræðimaður 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Drífa Kristín Þrastardóttir 
Fædd
2. júní 1976 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Valgerður Hilmarsdóttir 
Fædd
15. maí 1956 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Þuríður Ósk Sigurbjörnsdóttir 
Fædd
4. apríl 1997 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Dall, Birgitte 
Fædd
1912 
Dáin
1989 
Starf
Forvörður 
Hlutverk
Bókbindari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Larsen Bloch, Matthias 
Starf
Conservator 
Hlutverk
Bókbindari 
Ítarlegri upplýsingar
Tungumál textans
Íslenska

Innihald

1(1r-11r)
Kjalnesinga saga
Titill í handriti

„Hér eftir fylgir Kjalarnesinga saga sem eignuð er Búa Andríðarsyni.“

Upphaf

Helgi bjóla son Ketils flatnefs nam Kjalarnes í millum Botnsár og Leiruvoga …

Niðurlag

„… og er mikil ætt frá honum komin. “

Baktitill

„Endar hér Kjalarnesinga sögu.“

2(11r-13v)
Jökuls þáttur Búasonar
Upphaf

Það er nú þessu næst sagt að Jökli Búasyni þótti svo illt verk sitt að hann reið þegar í burtu …

Niðurlag

„… er tóku konungdóm og ríki eftir hann og endar hér þennan Jökuls þátt.“

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

Vatnsmerki 1. Aðalmerki: Stórt skjaldarmerki, skipt í fjóra hluta með fjaðraskúfi að ofan // Ekkert mótmerki ( 1-3 , 5 , 9-11 , 13 ).

Blaðfjöldi
i + 13 + i blöð (305 mm x 185 mm).
Tölusetning blaða

 • Síðari tíma blaðmerking með dökku bleki 1-13.

Kveraskipan

Þrjú kver.

 • Kver I: blöð 1-7, 3 tvinn + 1 stakt blað.
 • Kver II: blöð 8-11, 2 tvinn.
 • Kver III: blöð 12-13, 1 tvinn.

Ástand

 • Síðutitlar eru víðast hvar skertir eða alveg horfnir vegna afskurðar blaða, sbr. t.d. blöð 1v-4v.

Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca 270-275 mm x 150-155 mm.
 • Línufjöldi er ca 38-40.
 • Síðutitlar víða, sbr. 8r-9v.
 • Griporð alls staðar nema á blöðum 10r, 11v og 13r.

Skrifarar og skrift

 • Jón Sigurðsson eldri er skrifari að upphafi sögunnar á neðri spássíu blaðs 1r og niðurlagi sögunnar á blaði 13v (Katalog Ibls. 128-129 (nr. 210)).

Skreytingar

.

 • Griporð eru víðast hvar, sbr. á blaði 5r, afmörkuð með látlausu pennastriki.

 • Víða í textanum (á greinarskilum) er merki sem líkist Z-u þar sem neðri hluti endar í lykkju sem dregin er niður fyrir línu (sjá t.d. blöð 1r, 2v, 6r og víðar).

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

 • Upphaf Kjalnesinga sögu og niðurlag Jökuls þáttar eru síðari tíma viðbætur.

Band

Band frá 1974 (318 mm x 215 mm x 12 mm). Spjöld eru klædd fínofnum striga. Grófari strigi er á kili og hornum. Saumað á móttök. Saurblöð tilheyra þessu bandi.

Pappaband frá 1772-1780. Framan á kápu eru titill sögunnar og safnmark AM 163h-alfa skráð. Þar eru einnig skráðir sögutitlar AM 163h-beta hefur verið bætt við framan á kápu. Blár safnmarksmiði er á kili.

Eldra og yngra band eru varðveitt saman í pappaöskju.

Fylgigögn

 • Seðill(milli saurblaðs og blaðs 1r) með hendi Árna Magnússonar (166 mm x 110 mm): „Úr bók frá Árbæ með hendi Arnórs á Flókastöðum, er ég fékk af Hákoni Hannessyni. [Aftan á honum er strikað með einu striki yfir vers úr eftirfarandi sálmi: Maður og mildi Guð,/ miskunna þínum líð,/ að af elsku þinni,/ endurfæðumst vér,/ upplýs þú svo vort sinni,/ svo síðar æ með þér,/ hljótum heiður þann,/ aldrei endast kann.“.
 • Laus miði með upplýsingum um forvörslu.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi, líklega 1650-1678 en það er tímasett til 17. aldar í Katalog I, bls. 128. Það var áður hluti af stærri bók sem innihélt einnig AM 123 fol., AM 164 f fol., AM 163 h fol. og líklega AM 167 fol.

Ferill

Bókin sem handritið tilheyrði var í eigu Magnúsar Kortssonar í Árbæ (sbr. seðil og seðil í AM 167 fol.), en Árni Magnússon fékk hana frá Hákoni Hannessyni (sbr. seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 15. október 1974.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Kålund gekk frá handritinu til skráningar í  21. desember 1885 Katalog I;bls. 128-129 (nr. 210), DKÞ grunnskráði 3. október 2001, VH skráði handritið samkvæmt TEIP5 reglum 18. desember 2008; lagfærði í nóvember 2010. ÞÓS skráði 23. júní 2020.

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Birgitte Dall í maí 1974.

Bundið af Matthiasi Larsen Bloch á árunum 1772-1780. Það band fylgir.

Myndir af handritinu

 • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
 • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

HöfundurTitillRitstjóri / ÚtgefandiUmfang
Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamlinged. Kristian Kålund
« »