Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

AM 163 g fol.

Skoða myndir

Þórðar saga hreðu; Ísland, 1675-1700

Nafn
Þórður Þórðarson 
Starf
 
Hlutverk
Communicator; Skrifari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Jón Sigurðsson 
Fæddur
23. ágúst 1702 
Dáinn
2. júlí 1757 
Starf
Prestur 
Hlutverk
Skrifari; Ljóðskáld 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Árni Magnússon 
Fæddur
13. nóvember 1663 
Dáinn
7. janúar 1730 
Starf
Prófessor 
Hlutverk
Fræðimaður; Höfundur; Skrifari; Ljóðskáld 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Guðmundur Jónsson 
Fæddur
1667 
Dáinn
8. mars 1716 
Starf
Prestur 
Hlutverk
Eigandi 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Kålund, Kristian Peter Erasmus 
Fæddur
19. ágúst 1844 
Dáinn
4. júlí 1919 
Starf
Bókavörður 
Hlutverk
Fræðimaður 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Drífa Kristín Þrastardóttir 
Fædd
2. júní 1976 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Valgerður Hilmarsdóttir 
Fædd
15. maí 1956 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Þuríður Ósk Sigurbjörnsdóttir 
Fædd
4. apríl 1997 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Larsen Bloch, Matthias 
Starf
Conservator 
Hlutverk
Bókbindari 
Ítarlegri upplýsingar
Tungumál textans
Íslenska

Innihald

(1r-14r)
Þórðar saga hreðu
Titill í handriti

„Hér byrjar sögu af Þórði hreðu.“

Upphaf

Maður hét Þórður. Hann var sonur Hörðu-Kára …

Niðurlag

„… Þórður hreða varð sóttdauður. Höfum vér ekki fleira heyrt sagt með sannindum af honum. “

Baktitill

„Lýkur hér nú söguna af Þórði hreðu.“

Aths.

Eyða í texta forrits er auðkennd á blaði 9r.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

Vatnsmerki 1. Aðalmerki: Skjaldarmerki Amsterdam ( 1 , 4 , 6 , 8-9 , 11 , 13 ) // Mótmerki: Fangamark ( 2-3 , 5 , 7 , 10 , 12 ).

Blaðfjöldi
14 blöð (293 mm x 190 mm). Nokkrar línur eru auðar á efri hluta blaðs 9r. Meirihluti blaðs 14r er auður og blað 14v er autt.
Tölusetning blaða

 • Síðari tíma blaðmerking með svörtu bleki 1-14.

Kveraskipan

Tvö kver.

 • Kver I: blöð 1-10, 5 tvinn.
 • Kver II: blöð 11-14, 2 tvinn.

Ástand

 • Blekblettur á blaði 1r skemmir textann lítillega.

Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca 245 mm x 150 mm.
 • Línufjöldi er ca 36-42.
 • Griporð afmörkuð með pennaflúri.
 • Síðutitlar ná yfir opnu, sbr. t.d. blöð 2v-3r þar sem skrifað er „Þórður“ á blað 2v og „hreða“ á blað 3r.

Skrifarar og skrift

Skreytingar

 • Pennaskreyttir upphafsstafir í fyrirsögn á blaði 1r.

 • Síðutitlar eru pennaskreyttir og með stærra letri og griporð afmörkuð með pennaflúri.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

 • Niðurlag sögunnar á blaði 14r er seinni tíma viðbót.

Band

Pappaband frá árunum 1772-1780 (301 mm x 195 mm x 6 mm). Framan á kápu eru titill sögunnar og safnmark skráð. Blár safnmarksmiði er á kili.

Fylgigögn

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi á yngri árum Þórðar Þórðarsonar (sbr. seðil) og tímasett til loka 17. aldar í Katalog I, bls. 128. Það var áður hluti af stærri bók sem innihélt einnig AM 159 fol., AM 163 f fol., AM 163 s fol. og líklega AM 164 e fol.

Ferill

Bókina sem handritið var tekið úr fékk Árni Magnússon frá sr. Guðmundi Jónssyni á Helgafelli (sbr. seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 15. október 1974.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Kålund gekk frá handritinu til skráningar   19. desember 1885 í Katalog I; bls. 128 (nr. 209), DKÞ grunnskráði 2. október 2001, VH skráði handritið samkvæmt TEIP5 reglum 18. desember 2008; lagfærði í nóvember 2010. ÞÓS skráði 22. júní 2020.

Viðgerðarsaga

Bundið af Matthiasi Larsen Bloch á árunum 1772-1780.

Myndir af handritinu

 • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
 • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

HöfundurTitillRitstjóri / ÚtgefandiUmfang
Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamlinged. Kristian Kålund
Hálfs saga ok Hálfsrekka, ed. Hubert Seelow1981; 20: s. 214 p.
Desmond SlayThe manuscripts of Hrólfs saga kraka, 1960; XXIV
« »