Skráningarfærsla handrits
AM 162 A delta fol.
Handrit hefur ekki verið myndað stafrænt
Egils saga Skallagrímssonar; Ísland, 1290-1310
[This special character is not currently recognized (U+ef97).]
[This special character is not currently recognized (U+f10d).]
[This special character is not currently recognized (U+f20e).]
Innihald
Egils saga Skallagrímssonar
„Þeir þar enn k?pskip mikit“
„þa var þar allt me ? yr ır ?o? “
Einungis brot.
Lýsing á handriti
Bl. 1 hefur skaddast nokkuð við afskurð.
Leifar af fyrirsögnum með rauðu bleki.
Leifar af upphafsstöfum í ýmsum litum.
- Á neðri spássíu 7v hefur nafnið Magnús Gunnlaugsson verið ritað með sextándu aldar hendi.
- Guðbrandur Vigfússon hefur fært inn á seðil Árna Magnússonar upplýsingar um handrit með sömu hendi og brot þetta.
Band frá 1995. Pappakápa, bl. fest á móttök inn í japanpappír.
Fastur seðill (221 mm x 113 mm) með hendi Árna Magnússonar og Guðbrands Vigfússonar: „Það fyrsta af þessum blöðum tók með sér frá Íslandi Monsieur Þorsteinn Sigurðsson, 1715 en það kom hingað 1716. Hafði hann það fengið Norður í landi, en eigi í Austfjörðum.“
Uppruni og ferill
Blöðin eru tímasett um 1300 í Katalog I, bls. 115 (sjá einnig ONPregistre, bls. 434).
Bl. 1 fékk Árni Magnússon 1716 frá Þorsteini Sigurðssyni, sem hafði fengið það að norðan og flutt til Kaupmannahafnar 1715.
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 19. september 1996.
Aðrar upplýsingar
Tekið eftir Katalog I, bls. 114-17 (nr. 198). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í desember 1885. Haraldur Bernharðsson tölvuskráði í febrúar 2001.
Gert við og bundið í Kaupmannahöfn í júní til nóvember 1995. Í öskju með brotum úr níu öðrum handritum. Með fylgdi nákvæm lýsing á viðgerðum og ljósmyndun.
- Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
- Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
- Svart-hvítar ljósmyndir á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi.