Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 157 h fol.

Sögubók ; Ísland, 1600-1700

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-15v)
Gunnlaugs saga ormstungu
Titill í handriti

Hér hefur sögu af Hrafni og Gunnlaugi ormstungu eftir fyrirsögn Ara prests hins fróða Þorgilssonar.

Upphaf

Þorsteinn hét m(!)maður, hann var Egilsson, Skallagrímssonar, Kvöldúlfssonar, hersir yfir Noregi …

Niðurlag

… og þótti öllum mikið fráfall Helgu sem von var að.

Baktitill

Og lýkur hér nú sögu Gunnlaugs ormstungu.

2 (15v-16r)
Heiðarvíga saga
Titill í handriti

Þorgils Arason sagði svo fyrir griðum eftir áeggjan Snorra goða á Helgafelli.

Upphaf

Það er upphaf griða mála vorra …

Niðurlag

… sá er rýfur réttartryggðir en hylli sá er heldur, höfum heilir sæst en Guð sé við oss altíð sáttur.

Athugasemd

Hluti sögunnar: Tryggðamál (Griðamál).

3 (17r-23v)
Valla-Ljóts saga
Titill í handriti

Hér hefur sögu af Vallna-Ljót. Kapituli 1.

Upphaf

Sigurður hét maður, hann var son Karls hins rauða …

Niðurlag

… og þótti Vallna-Ljótur hinn mesti höfðingi en Guðmundur hélt virðingu sinni allt til dauðadags. Og lýkur hér þessari frásögu.

4 (23v)
Illuga saga Gríðarfóstra
Titill í handriti

Söguþáttur af Illuga Gríðarfóstra. Kapituli 1.

Upphaf

Kóngur var réður fyrir Danmörk er Hringur hét …

Niðurlag

… hann væri hinn mesti kappi og mundi honum trúr sem sér og skildu…

Athugasemd

Einungis fyrsti kapituli sögunnar og upphaf annars; strikað hefur verið yfir upphafið (sjá blað 23v).

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

Vatnsmerki 1. Aðalmerki: Skjaldarmerki Amsterdam ( 2 , 5-6 , 8 , 10 , 12 , 14 , 16-17 , 19 , 21 , 23 ) // Mótmerki: Fangamark PD ( 1 , 3-4 , 7 , 9 , 11 , 13 , 15 , 18 , 20 , 22 ).

Blaðfjöldi
i + 23 blöð + i. Tvær stærðir blaða: 1)saurblöð og blöð 1-6 og 11-23 eru ca: (280 mm x 185 mm); 2) blöð 7-10 eru ca: (280 mm x 210 mm). Blað 16r er autt að mestu, blað 16v er autt.
Tölusetning blaða

  • Síðari tíma blaðmerking með blýanti, 1-23.

Kveraskipan

5 kver:

  • I: spjaldblað - fremra saurblað (eitt tvinn)
  • II: bl. 1-8 (4 tvinn: 1+8, 2+7, 3+6, 4+5)
  • III: bl. 9-16 (4 tvinn: 9+16, 10+15, 11+14, 12+13)
  • IV: bl. 17-23 (eitt blað + 4 tvinn: 17, 18+23, 19+22, 20+21)
  • V: aftara saurblað - spjaldblað (eitt tvinn)

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 230-255 mm x 135-150 mm.
  • Línufjöldi er ca 33-39.
  • Síðutitlar.
  • Griporð (undantekning blað 15r).

Ástand

  • Strikað hefur verið yfir upphaf Illuga sögu Gríðarfóstra; í handriti er aðeins kapituli 1 og upphaf kapitula 2 (sjá blað 23v).
  • Vegna afskurðar blaða eru síðutitlar og spássíugreinar skertar (sjá t.d. blöð 11v, 17v-23v).

Skrifarar og skrift

Að mestu með hendi Páls Sveinssonar (blöð 1r-16r), kansellíkrift.

Blöð 17r-23v eru annaðhvort með hendi Páls Sveinssonar eða Kolbeins Hannessonar (sbr. AM 435 b 4to, blöð 7v og 9r (útg. bls. 72)), kansellískrift.

Skreytingar

  • Blekdregnir skrautstafir með flúri í upphafi sagna og kafla (sbr. t.d. 1r-v, 15v og 17r).

  • Skrautbekkir á blaði 1r.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Band

Band frá 1976 (288 null x 230 null x 11 null). Pappaspjöld klædd fínofnum líndúk, grófari dúkur á kili og hornum. Saumað á móttök. Saurblöð tilheyra þessu bandi.

Fylgigögn

  • Laus miði með upplýsingum um forvörslu.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er sennilega skrifað á Íslandi á 17. öld af fyrrnefndum skrifurum Páli Sveinssyni í Flóa og e.t.v. einnig Kolbeini Hannessyni (sbr. Katalog I , bls. 110 og AM 435 b 4to, blað 7v og 9r (útg. bls. 72)).

Handritið var áður hluti af stærri bók sem innihélt einnig AM 6 fol., AM 10 fol., AM 143 fol. og AM 193 d fol. og að auki tvö handrit sem nú eru glötuð, Háttalykil Lofts ríka með hendi Páls Sveinssonar og Droplaugarsona sögu með hendi Guðmundar Guðmundssonar (sbr. AM 435 b 4to, blað 7v og 9r (útg. bls. 72 og leiðréttingar)).

Ferill

Bókin sem handritið tilheyrði var nr. XVI í safni Þormóðs Torfasonar. Allar sögurnar í bókinni ásamt fleirum (sjá AM 147 fol.) komu til Þormóðar árið 1685 með kaupmanninum á Eyrarbakka, Andrese Laridtssyne Beck , frá sr. Torfa Jónssyni í Gaulverjabæ, nema tvær fyrstu og sú síðast talda sem kom til hans frá Árna Magnússyni. Árni tók bókina í sundur árið 1720 (sbr. AM 435 b 4to, blað 9r-10 (útg. bls. 72-73)).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 12. maí 1976.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Kålund gekk frá handritinu til skráningar 3. desember 1885, Katalog I; bls. 110-111 (nr. 193), DKÞ grunnskráði 21. júní 2002, VH skráði handritið samkvæmt TEIP5 reglum 3. desember 2008; lagfærði í nóvember 2010. ÞÓS skráði vatnsmerki 22. júní 2020. EM uppfærði kveraskipan 20. júní 2023.

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Birgitte Dall í mars 1976. Eldra band fylgir.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Negatíf filma frá 1989 á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, ljósmyndari Jóhanna Ólafsdóttir (askja 342).

Notaskrá

Höfundur: Slay, Desmond
Titill: , The manuscripts of Hrólfs saga kraka
Umfang: XXIV
Titill: Valla-Ljóts saga,
Ritstjóri / Útgefandi: Jónas Kristjánsson
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn