Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 156 fol.

Sögubók ; Ísland, 1625-1672

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1v-7v (bls.1-13))
Þorsteins saga hvíta
Titill í handriti

Saga af Þorsteini hvíta. 1. kapituli.

Upphaf

Maður hét Ölver hinn hvíti …

Niðurlag

… og varð úr fullur fjandskapur sem segir í Vopnfirðinga sögu.

Baktitill

Og lýkur hér sögu Þorsteins hins hvíta.

Athugasemd

  • Krassað hefur verið yfir niðurlag annarrar sögu á blaði 1r. Blað 1bis (1 a) hefur verið límt yfir krassið en síðan losað frá.

2 (7v (13))
Þorsteins þáttur Austfirðings
Titill í handriti

Af Þorsteini Austfirðingi.

Athugasemd

Krassað hefur verið yfir upphaf sögunnar á blaði 7v og blaðið 7bis sem áður var límt yfir textann hefur verið losað frá.

3 (8r-12v)
Þorsteins þáttur stangarhöggs
Titill í handriti

Af Þorsteini stangarhögg.

Upphaf

Maður hét Þórarinn er bjó í Sunnudal, gamall maður og sjónlítill.

Niðurlag

Og lýkur þar að segja frá Þorsteini stangarhögg.

Athugasemd

Krassað er yfir upptalningu neðst á blaði 12v. Blað 12bis, ónúmeraður blaðbútur aftan við blað 12v hefur upphaflega verið límdur yfir krotið en losaður frá.

4 (13r-28r)
Hrafnkels saga Freysgoða
Titill í handriti

Hér byrjar Hrafnkels sögu. 1. kapituli.

Upphaf

[Þ]að var á dögum Haralds konungs hins hárfagra

Niðurlag

og þóttu miklir menn fyrir sér og lýkur þar frá Hrafnkeli að segja.

Athugasemd

Blað 28v er autt.

5 (29r-35v)
Gunnars þáttur Þiðrandabana
Titill í handriti

Saga Gunnars Þiðrandabana. 1. kapituli.

Upphaf

Ketill hét maður

Niðurlag

og var hann í Noregi til elli æfi sinnar.

Baktitill

Og lýkur hér sögu Gunnars Þiðrandabana.

6 (36r-48v)
Gunnars saga Keldugnúpsfífls
Titill í handriti

Saga af Gunnari Keldugnúpsfífli. 1. kapituli.

Upphaf

Þorgrímur hét maður og átti tvo sonu

Niðurlag

Þótti það allt vera miklir menn fyrir sér. Og lýkur þar þessari sögu.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

Vatnsmerki 1. Aðalmerki: Akkeri // Ekkert mótmerki ( 1a , akkerið er á saurblaði fremst í handriti).

Vatnsmerki 2. Aðalmerki: Bær með þremur turnum og fangamarki HB // Ekkert mótmerki (2, 4, 6, 8, 10, 12, 20-22, 26, 29-32, 40, 42-43, 45, 47).

Vatnsmerki 3. Aðalmerki: Kanna // Ekkert mótmerki ( 14, 16, 18, 24, 38, 44).

Blaðfjöldi
i + 52 + i blöð (295 mm x 193 mm), þar með talin blöð: 1bis, 7bis og 12bis; blöð 28v og 49 eru auð.
Tölusetning blaða

  • Blaðsíðumerking: 1-93.

  • Síðari tíma blaðmerking með blýanti: 1-49.

Kveraskipan

9 kver:

  • I: spjaldblað - bl. 1 bis (eitt tvinn + eitt blað)
  • II: bl. 1-6 (3 tvinn + eitt blað: 1+5, 1 bis+4, 2+3, 6)
  • III: bl. 7-12 (eitt tvinn + eitt blað og tvö tvinn + eitt blað: 7+8, 7 bis á milli 7 og 8, 9+12, 10+11, 12 bis)
  • IV: bl. 13-20 (4 tvinn: 13+20, 14+19, 15+18, 16+17)
  • V: bl. 21-28 (4 tvinn: 21+28, 22+27, 23+26, 24+25)
  • VI: bl. 29-35 (eitt blað + 3 tvinn: 29, 30+35, 31+34, 32+33)
  • VII: bl. 36-43 (4 tvinn: 36+43, 37+42, 38+41, 39+40)
  • VIII: bl. 44-49 (3 tvinn: 44+49, 45+48, 46+47)
  • IX: aftara saurblað 1 - spjaldblað (eitt tvinn)

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 240 mm x 140 mm.
  • Línufjöldi er ca 25-28.
  • Síðutitlar.
  • Sögurnar eru kaflaskiptar fyrir utan Þorsteins þátt stangarhöggs.
  • Sögur enda í totu (sjá t.d. 12v).
  • Griporð eru á blöðum 6v, 20v og 43v.

Ástand

  • Krassað er yfir texta á blöðum 1r, 7v og 12v og yfir krassið hafa verið límd pappírsblöð sem losuð hafa verið frá.

Skrifarar og skrift

Nótur

>Nótur á bókfelli í gömlu bandi.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Leiðréttingar Árna Magnússonar á nöfnum o.fl. eru á nokkrum stöðum í Þorsteins sögu hvíta (sjá t.d. 7r) og Gunnars þætti Þiðrandabana (sjá 29r).
  • Lesbrigði með hendi Árna Magnússonar eru á spássíu blaðs 30r.
  • Spássíugrein á blaði 38r, er skert vegna afskurðar.

Band

Band (300 null x 220 null x 23 null) er frá 1970. Spjöld eru klædd fínofnum striga. Grófari strigi er á kili og hornum.

Saurblöð fylgja þessu bandi.

Band frá 1700-1730. Spjöld og kjölur klædd bókfelli úr latnesku helgisiðahandriti með nótum (nú í Acc 7).

Fylgigögn

  • Seðill (202 mm x 129 mm) með hendi Árna Magnússonar: J þessare bok eru: saga Þorsteins hvita _ _ pag. 1. af Þorsteine stangarhggs _ _ 14. Hrafnkels saga Freysgoda _ _ 24. Gunnars saga Þidranda bana _ _ 54. Gunnars saga Kelldugnups fifls _ 68. [neðst á seðlinum:] Allar med hendi Sr Jons Erlends sonar i Villinga hollte. Ur bok sem eg feck frä Jone Thorlakssyne.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi og tímasett til 17. aldar í Katalog I , bls. 108, en virkt skriftartímabil Jóns Erlendssonar var ca 1625-1672. Það er skrifað eftir skinnhandriti; að mestu er um sama texta að ræða og í AM 144 fol.

Handritið var áður hluti af stærri bók (sbr. seðil). Í þeirri bók voru einnig a.m.k. AM 1 a fol., AM 9 fol., AM 139 fol., AM 169 a fol., AM 169 b fol. og AM 169 d fol., AM 192 fol. og AM 202 b fol.

Ferill

Bókina sem handritið tilheyrði fékk Árni Magnússon frá Jóni Þorlákssyni sýslumanni (sbr.seðill ).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 27. júní 1973.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Kålund gekk frá handritinu til skráningar 19. ágúst 1885, Katalog I; bls. 108 (nr. 185), DKÞ færði inn grunnupplýsingar 20. júní 2002, VH skráði handritið samkvæmt TEIP5 reglum 27. nóvember 2008; lagfærði í nóvember 2010 ÞÓS skráði 19. júní 2020. EM uppfærði kveraskipan 20. júní 2023.

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið í apríl 1970.

Bundið á árunum 1700-1730.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Höfundur: Guðrún Ása Grímsdóttir, Þórður Jónsson í Hítardal
Titill: Ættartölusafnrit séra Þórðar Jónssonar í Hítardal I-II
Höfundur: Hreinn Benediktsson
Titill: Linguistic studies, historical and comparative
Titill: Austfirðinga sögur,
Ritstjóri / Útgefandi: Jakobsen, Jakob
Umfang: 29
Titill: Austfirðinga sögur,
Ritstjóri / Útgefandi: Jón Jóhannesson
Umfang: 9
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Höfundur: Andersen, Merete Geert
Titill: , Colligere fragmenta, ne pereant
Umfang: s. 1-35
Höfundur: Foote, Peter
Titill: Skömm er óhófs ævi. On Glaucia, Hrafnkell and others, Kreddur
Umfang: s. 128-143
Lýsigögn
×

Lýsigögn