Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

AM 153 fol.

Skoða myndir

Sögubók; Ísland, 1711-1712

Nafn
Björn Jónsson 
Fæddur
1574 
Dáinn
28. júní 1655 
Starf
Bóndi; Lögréttumaður 
Hlutverk
Höfundur; Ljóðskáld; Skrifari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Jón Guttormsson 
Fæddur
1675 
Dáinn
16. júlí 1731 
Starf
Prestur 
Hlutverk
Eigandi 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Kålund, Kristian Peter Erasmus 
Fæddur
19. ágúst 1844 
Dáinn
4. júlí 1919 
Starf
Bókavörður 
Hlutverk
Fræðimaður 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Drífa Kristín Þrastardóttir 
Fædd
2. júní 1976 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Valgerður Hilmarsdóttir 
Fædd
15. maí 1956 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Tungumál textans
Íslenska

Innihald

1(1r-13v)
Harðar saga
Titill í handriti

„Saga af Hörði og hans fylgjurum þeim Hólmverjum.“

Upphaf

Á dögum Haralds kóngs hins hárfagra byggðist mest Ísland …

Niðurlag

„… svo sögu þeirra Hólmverja.“

Skrifaraklausa

„Góður Guð gefi oss öllum alla daga góða.“

2(14r-31r)
Fóstbræðra saga
Titill í handriti

„Saga af þeim fóstbræðrum Þorgeiri Hávarðssyni og Þormóði Kolbrúnarskáldi.“

Upphaf

Þorgeir Hávarðsson var systrungur Þorgils Arasonar …

Niðurlag

„… og lýkur þar nú æfi Þormóðar með þessum atburðum sem nú eru sagðir og endar hér svo þessa frásögu. Finis.“

2.1(31r)
Viðbót við söguna.
Upphaf

Hér vantar í sögu þessa

Aths.

Aftan við (á blaði 31r) er lýsing á Þorgeiri Hávarssyni í lokabardaganum, höfð eftir Birni Jónssyni á Skarðsá.

3(31v-43v)
Víga-Glúms saga
Titill í handriti

„Hér hefur sögu af Víga-Glúmi.“

Upphaf

Ingjaldur hét maður; hann var sonur Helga hins magra …

Niðurlag

„… Það er og mál manna að öllum hafi verið best 000 sig, allmargra manna hér á landi og lýkur hér sögu Glúms.“

Skrifaraklausa

„Skrifuð á Hólum við Reyðarfjörð anno 1711.“

4(44r-72v)
Grettis saga
Titill í handriti

„Hér hefur sögu af Gretti Ásmundarsyni“

Upphaf

Ásmundur hærulangur var sonur Þorgríms hærukarls …

Niðurlag

„… Þorsteinn drómundur varð á sínum efstu dögum. “

Baktitill

„Lúkum vér nú hér sögu Grettis Ásmundarsonar.“

Aths.

Án Önundar þáttar.

5(72v)
Lausavísa
Upphaf

Sterkan nefndu báls börk …

Niðurlag

„… veit ei lukkan af neitt.“

Skrifaraklausa

„Skrifað á Hólum við Reyðarfjörð; anno 1712 á 15. desember.“

Aths.

Vísa um Gretti.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 73 + i blöð (328 mm x 202 mm); blað 73r er autt.
Tölusetning blaða

 • Eldri blaðmerking er á fimmta hverju blaði 1r, 5r, 10r o.s.frv.
 • Síðari tíma blaðmerking er á hverju blaði með rauðum lit .

Kveraskipan

Tíu kver.

 • Kver I: blöð 1r-6v, 3 tvinn.
 • Kver II: blöð 7r-14v, 4 tvinn.
 • Kver III: blöð 15r-20v, 3 tvinn.
 • Kver IV: blöð 21r-30v, 5 tvinn.
 • Kver V: blöð 31r-38v, 4 tvinn.
 • Kver VI: blöð 39r-43v, 2 tvinn + 1 stakt blað.
 • Kver VII: blöð 44r-49v, 3 tvinn.
 • Kver VIII: blöð 50r-55v, 3 tvinn.
 • Kver IX: blöð 56r-63v, 4 tvinn.
 • Kver X: blöð 64r-73v, 5 tvinn.

Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca 270 mm x 147,5 mm.
 • Línufjöldi er ca 50-55.
 • Strikað er fyrir ytri spássíu á blöðum 44r-72v.
 • Í Grettis sögu eru kaflar númeraðir frá og með iii. kafla til kafla lxxxiii.

Skrifarar og skrift

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Nokkrar spássíugreinar, sumar skemmdar vegna afskurðar (sjá t.d. blað 23v).

Band

Band (329 mm x 210 mm x 21 mm) frá 1911-1913.

Bókfell er á kili. Greina má leifar af stöfum, lýsingum og skrautbekkjum, rauðan og bláan lit auk brúnleits bleklitarins.Spjöld eru pappírsklædd.

Band frá 1700-1730. Spjöld og kjölur klædd bókfelli úr kirkjulegu latnesku handriti með lýsingum (nú í Acc 7).

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi og er dagsett 1711-1712 að Hólmum við Reyðarfjörð en skrifari var þar prestur 1725-1731. Undirskrift hans „JGS“ (sbr. JS 409 4to).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 1. nóvember 1974.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Kålund gekk frá handritinu til skráningar 1. desember 1885, Katalog I; bls. 107 (nr. 182), DKÞ færði inn grunnupplýsingar 19. júní 2002, VH skráði handritið samkvæmt TEIP5 reglum 25. nóvember 2008; yfirfór handritið í september 2009; lagfærði í nóvember 2010,

Viðgerðarsaga

Bundið af Otto Ehlert á árunum 1911-1913.

Bundið á árunum 1700-1730.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

HöfundurTitillRitstjóri / ÚtgefandiUmfang
Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamlinged. Kristian Kålund
Fóstbræðra saga, ed. Björn K. Þórólfsson1925-1927; 49
Jóns saga Hólabyskups ens helga, ed. Peter Foote2003; 14
Harðar saga, ed. Sture Hast1960; 6
« »