Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

AM 126 fol.

Skoða myndir

Laxdæla og Eyrbyggja; Ísland, 1635-1648

Nafn
Þórður Magnússon 
Starf
 
Hlutverk
Ljóðskáld 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Jón Gissurarson 
Fæddur
1590 
Dáinn
5. nóvember 1648 
Starf
Lögréttumaður 
Hlutverk
Höfundur; Skrifari; Þýðandi 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Árni Magnússon 
Fæddur
13. nóvember 1663 
Dáinn
7. janúar 1730 
Starf
Prófessor 
Hlutverk
Fræðimaður; Höfundur; Skrifari; Ljóðskáld 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Jón Gíslason 
Starf
Is refered to as "Grandfather Jón" ("Jón afi") in AM 64 8vo. 
Hlutverk
Óákveðið 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Sveinn Torfason 
Starf
 
Hlutverk
Eigandi 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Gaulverjabær 
Sókn
Gaulverjabæjarheppur 
Sýsla
Árnessýsla 
Svæði
Sunnlendingafjórðungur 
Land
Ísland 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Kålund, Kristian Peter Erasmus 
Fæddur
19. ágúst 1844 
Dáinn
4. júlí 1919 
Starf
Bókavörður 
Hlutverk
Fræðimaður 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Ólöf Benediktsdóttir 
Fædd
4. febrúar 1947 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Valgerður Hilmarsdóttir 
Fædd
15. maí 1956 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Þuríður Ósk Sigurbjörnsdóttir 
Fædd
4. apríl 1997 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Dall, Birgitte 
Fædd
1912 
Dáin
1989 
Starf
Forvörður 
Hlutverk
Bókbindari 
Ítarlegri upplýsingar
Tungumál textans
Íslenska

Innihald

1(1r-64r)
Laxdæla saga
Titill í handriti

„Þessi saga kallast Laxdæla af gömlum Íslendingum“

Upphaf

[K]etill flatnefur hét maður, sonur Bjarnar bunu …

Niðurlag

„… Bolli fékk Sigríði gjaforð göfugt og lauk vel við hana og höfum vér ei heyrt þessa sögu lengri.“

Aths.

Laxdæla saga með Bollaþætti.

2(64r)
Kappakvæði
Aths.

Einungis tvö erindi úr kvæðinu; þau sömu og eru í AM 125 fol. og AM 127 fol.

Efnisorð
2.1(64r)
Vísa um Kjartan Ólafsson
Titill í handriti

„Vísa um Kjartan Ólafsson er orti Þórður Magnússon.“

Upphaf

Kært var kóngi björtum / Kjartans til í hjarta …

Niðurlag

„… stórt hann afl ei skorti.“

Efnisorð
2.2(64r)
Vísa um Bolla
Titill í handriti

„Önnur um Bolla.“

Upphaf

Bolli snilldar snilli / snjallur á bar hjalli …

Niðurlag

„… allmjög frænda falli.“

Efnisorð
3(66r-116r)
Eyrbyggja saga
Titill í handriti

„Saga af nokkrum Íslendingum og er kölluð Eyrbyggja“

Upphaf

Ketill flatnefur hét einn ágætur hersir í Noregi …

Niðurlag

„… Nú lýkur hér sögu Þórsnesinga, Eyrbyggja og Álftfirðinga.“

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

Vatnsmerki 1. Aðalmerki: Skjaldarmerki 1, skipt niður í 5 hluta með ýmsum dýramyndum. Miðjuhluti skjaldarins er skiptur í 4 hluta sem bera krossmerki. IS5000-02-0126_6v IS5000-02-0126_64v // Ekkert mótmerki ( 6-7 , 13-14 , 21-24 , 26 , 28 , 32 , 46 , 52 , 62 , 64 ).

Vatnsmerki 2. Aðalmerki: Skjaldarmerki 2, skipt niður í 5 hluta með ýmsum dýramyndum. Miðjuhluti skjaldarins er skiptur í 4 hluta sem bera krossmerki IS5000-02-0126_8r // Ekkert mótmerki ( 5 , 8-9 , 15 , 27 , 33-36 , 41 , 47-49 , 54 , 58 , 63 ).

Vatnsmerki 3. Aðalmerki: Lítið skjaldarmerki 1, tré með þremur akörnum, fangamark PK, umlukið ramma með kórónu efst IS5000-02-0126_67 // Ekkert mótmerki ( 67 , 72-73 , 75 , 83-84 , 90 , 92 , 101 , 103 , 112 , 114 ).

Vatnsmerki 4. Aðalmerki: Lítið skjaldarmerki 2, tré með þremur akörnum, fangamark PK, umlukið ramma með kórónu efst IS5000-02-0126_69r // Ekkert mótmerki ( 69 , 71 , 76 , 79 , 87-88 , 94 , 96-97 , 99 , 109 , 111 , 113 , 115 ).

Blaðfjöldi
i + 116 + i blöð (287 mm x 190 mm). Blöð 64v og 65 eru auð. Blað 116r er að mestu autt (8 línur skrifaðar); blað 116v er autt.
Tölusetning blaða

 • Blaðmerkt er með dökku bleki, 1, 10, 20… 100, 110, 115. Ranglega er blaðmerkt, 10, 20… 100, 110, 115. Villan felst í því að blað 11 er ranglega merkt blað 10 og hefur það áhrif á blaðtalið í framhaldinu.
 • Leifar af blaðmerkingu í rauðum lit eru í hægra horni rektóhliða blaða. Seinni tíma blaðmerking er skrifuð ofan í þá fyrri með blýanti, 1-116.

Kveraskipan

Fimmtán kver:

 • Kver I: 1r-8v, 3 tvinn + 2 stök blöð.
 • Kver II: 9r-16v, 4 tvinn.
 • Kver III: 17r-24v, 4 tvinn.
 • Kver IV: 25r-32v, 4 tvinn.
 • Kver V: 33r-40v, 4 tvinn.
 • Kver VI: 41r-50v, 5 tvinn.
 • Kver VII: 51r-58v, 4 tvinn.
 • Kver VIII: 59r-64v, 1 tvinn + 4 stök blöð.
 • Kver IX: 65r-72v, 4 tvinn.
 • Kver X: 73r-80v, 4 tvinn.
 • Kver XI: 81r-88v, 4 tvinn.
 • Kver XII: 89r-96r, 4 tvinn.
 • Kver XIII: 97r-104v, 3 tvinn + 2 stök blöð.
 • Kver XIV: 105r-114v, 5 tvinn.
 • Kver XV: 115r-116v, 2 stök blöð.
Umbrot

 • Einálka.
 • Leturflötur er ca 240-250 mm x 140-150 mm.
 • Línufjöldi er ca 36-49.
 • Eyða fyrir upphafsstaf á blaði 1r.
 • Kaflanúmer eru á spássíu.
 • Laxdæla saga endar í totu (sjá blað 64r).

Skrifarar og skrift

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

 • Síðustu 8 línum Eyrbyggja sögu á blaði 116r, hefur verið bætt við með hendi frá því um 1700, í stað upprunalegs endis sem hefur sennilega skemmst vegna raka.
 • Kaflanúmer og efnistilvísanir eru víða á spássíum.

Band

 • Band frá 1973 (297 mm x 227 mm x 33 mm). Pappaspjöld eru klædd fínofnum líndúk; skinn er á kili og hornum og blöð saumuð á móttök. Ný saurblöð.

 • Bókfellsband frá tíma Árna Magnússonar (297 mm x 195 mm x 27 mm). Eldri saurblöð fylgja eldra bandi.

 • Á kjöl eldra bands eru skrifaðir titlarnir: Laxdæla saga; Eyrbyggja saga.

 • Blár safnmarksmiði er á kili.

Fylgigögn

 • Fastur Seðill (133 mm x 183 mm) með hendi Árna Magnússonar: „Laxdæla saga. Eyrbyggja saga með hendi Jóns Gissurarsonar, úr bók í folio (eldri en 1643) er ég fékk af Sveini Torfasyni 1704.“
 • Laus miði með upplýsingum um forvörslu.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi en Jón Gissurarson er talinn hafa skrifað það ca 1635-1648. Það er tímasett til fyrri hluta 17. aldar í Katalog I.

Spássíutilvitnanir í handriti eru samskonar og í AM 125 fol.

Í sama handriti og AM 126 fol. voru AM 136 fol., AM 138 fol., AM 165 f og m fol.

Ferill

Handritið var í bók sem Árni Magnússon fékk árið 1704 frá Sveini Torfasyni frá Gaulverjabæ (sjá seðil), sonarsyni skrifarans (sbr. Katalog I>bls. 91).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar tók við handritinu 30. maí 1974.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Kålund gekk frá handritinu til skráningar í 16. nóvember 1885 Katalog I;bls. 90-91(155), ÓB skráði 31. ágúst 2001, VH endurskráði handritið 18.-19. nóvember 2008; lagfærði í nóvember 2010. ÞÓS skráði 15. júní 2020.

Viðgerðarsaga

Bundið af Birgitte Dall 1973. Eldra band fylgir.

Bundið í Kaupmannahöfn ca 1700-1730.

Myndir af handritinu

 • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
 • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

HöfundurTitillRitstjóri / ÚtgefandiUmfang
Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamlinged. Kristian Kålund
Wilhelm Heizmann„Kannte der Verfasser der Laxdæla saga Gregors des Großen Moralia in Iob?“, s. 194-207
Laxdæla saga, ed. Kristian Kålund1889; 19
Ólafur Halldórsson„Gægst á ársalinn Þórgunnu“, Davíðsdiktur sendur Davíð Erlingssyni fimmtugum1986; s. 39-43
Forrest S. ScottEyrbyggja saga. The vellum tradition, 2003; 18
Forrest S. ScottA paper manuscript of Eyrbyggja saga ÍB 180 8vos. 161-181
Desmond SlayThe manuscripts of Hrólfs saga kraka, 1960; XXIV
Sveinbjörn Rafnsson„Heimild um Heiðarvíga sögu“, Gripla1979; 3: s. 85-95
« »