Skráningarfærsla handrits
AM 116 fol.
Skoða myndirSturlunga saga Árna saga biskups; Ísland, 1600-1699
Innihald
„Íslendinga saga hin mikla, kennd við Sturlunga og sundurdeild í nokkra bæklinga eður þætti.“
„Fyrsti þáttur. Um Hafliða Másson og Þorgils Oddason, þeirra ætt og uppruna, deilur og sættir.“
„Geirmundur heljarskinn var son Hjörs kóngs Hálfssonar …“
„… eða hittust þá stóðu þeir jafnan að málum hvor með öðrum svo lengi sem þeir lifðu.“
„Nokkrar ættartölur Íslendinga sem fram koma í þessari sögu og byrjast hér annar þáttur af Einari Þorgilssyni.“
„Sæmundur hinn fróði átti Guðrúnu dóttur Kolbeins …“
„… orti Þorvaldur kvæði um bróður sinn, þóttist svo hyggja best af harmi eftir hann.“
Prestssaga Guðmundar Arasonar Guðmundar saga dýra Haukdælaþáttur Íslendinga saga
„Þriðji þáttur. Fyrst um fæðing Guðmundar Arasonar er síðar varð biskup, hans uppfóstur og lærdóm. Hér er og getið Þorláks biskups er áður hefur kallaður verið hinn helgi. Sagan af Guðmundi dýra og hans gjörningum, hans mótstöðumannadeilur, manndráp, brenna og fleira sem um þann tíma hefur við borið.“
„Nú tek ég þar til frásagnar er Guðmundur son Ara var fæddur …“
„… Kolbeini Tumasyni líkuðu illa þær málalyktir en Sighvati verr.“
„Nokkrar ættartölur frá norskum og til Gissurar hvíta, frá honum höfðu fyrstu Skálholtsbiskupar sinn uppruna, svo og Þorvaldur Gissurarson og hans synir: Gissur son hans sem síðar varð jarl, átti hann við seinni konu, Þóru dóttur Guðmundar gríss og Sólveigar dóttur Jóns Loftssonar. 1. kapituli.“
„Ketilbjörn Ketilsson, maður norrænn, mjög frægur …“
„… Sigurður gaf þau Tuma Sighvatssyni og komst Sighvatur svo að þeim.“
„Fjórði þáttur. Af Íslendingum og er fyrst af Guðmundi biskupi, Kolbeini Tumasyni og þeirra viðskiptum. Jafnframt þessu er sagan af Þorvaldi Vatnsfirðingi og Hrafni Sveinbjarnarsyni og þeirra deilum, item hvernig þeir helstu höfðingjar settu sig mót biskupi eftir fall Kolbeins.“
„Þá er Guðmundur biskup kom út …“
„… og skildu við svo búið og endir hér þenna þátt.“
„Fimmti þáttur. Hvernig Þorvaldssynir veittu heimsókn og rændu á Sauðafelli, drápu og særðu þar marga menn og um sátt þeirra við Sturlu; af Guðmundi biskupi, hans mótgangi og ofsóknum: Sturla lætur drepa Vatnsfirðinga; hans sigling, Rómarganga og afturkoma; þræta Sighvats og Kolbeins og sætt, sigling og afturkoma; af yfirgangi Órækju og afdrifum samt öðru, þrætum og manndrápum er á þeim árum hafa til fallið.“
„Hér byrja ég sögu af sonum Þorvalds í Vatnsfirði …“
„… Á því sama ári er Þorvaldur andaðist, andaðist og Sigurður Ormsson, Flosi munkur Bjarnason og digur Helgi.“
„Sjötti þáttur. Af Sighvati á Grund og Sturlu syni hans og þeirra yfirgangi; af bardögum Sturlu og aðtektum, item hvernig Kolbeinn ungi, Gissur Þorvaldsson og fleiri aðrir safna liði: þeir feðgar í annan stað með því fleira sem fyrr og síðan gerðist; um fall þeirra feðga og annarra á Örlygsstöðum: Kolbeinn gerðist yfirvald, herra fyrir norðan; sigling Snorra og útkoma, hans afturkoma; af Órækju, drápi Klængs og fleirum tilburðum hans á landi um þann tíma.“
„Gissur Þorvaldsson bjó að Reykjum …“
„… að draga saman vináttu þeirra frænda, var það og auðvelt.“
„Sjöundi þáttur. Sturlunga saga“
„Einum vetri eftir andlát Snorra Sturlusonar hófust þeir atburðir er mörg tíðindi gerðust af síðan …“
„… Hallur var þar nær viku og reið síðan heim norður á Flugumýri.“
„Áttundi þáttur Sturlunga sögu. 1. kapituli. Uppvöxtur Þorgils skarða.“
„Böðvar son Þórðar Sturlusonar bjó á Stað …“
„… Hrafn var boðsmaður Gissurar. Endir þessa þáttar.“
„IX. þáttur Sturlunga sögu er Íslendinga saga. 1. kapituli. Þuríður Sturludóttir manar mann sinn Eyjólf, til föðurhefnda.“
„Um sumarið áður en brullaupið var á Flugumýri um haustið …“
„… stóð þetta mál þá kyrrt, dróst fundur undan og varð engi á því sumri.“
„X. þáttur af Íslendingum sérdeilis Gissuri jarli. 1. kapituli. Útkoma Gissurar jarls.“
„Nú byrja ég þar frásögu er Gissur Þorvaldsson kemur út frá Noregi með jarlsnafni …“
„… og jörðuðu það í kirkju Péturs postula, er hann hafði nær mesta elsku á haft af öllum helgum mönnum.“
„Sagan af Árna biskupi í Skálholti og hvernig bændur urðu þrengdir frá sínum óðulum með bannfæringum og ýmislegum tilfellum, hvar um þann tíma hefur tilborið hér á Íslandi einnig í Noregi.“
„Herra Árni biskup er þessi frásögn er af skrifuð var son Þorláks Guðmundssonar …“
„… þá datum 1309. Sigldi hann árið síðar eftir við til kirkjunnar og kom út á árinu næstu eftir með viðinn og margar gersemar aðrar. Hann dó anno Christi 1320.“
Vísur sr. Jóns Arasonar vantar aftan við og hafa þær hugsanlega týnst úr handritinu áður en það barst til Kaupmannahafnar. Þær er að finna í Huseby nr. 35 sem runnið er frá þessu handriti.
Þorleifur Hauksson 1972, Árna saga biskups bindi Rit 2.
Lýsing á handriti
Upprunaleg blaðsíðumerking 1-611.
Síðari tíma blaðmerking er á rektósíðum 1-306.
Fjörutíu kver.
- Kver I: blöð 1-5, 2 tvinn + 1 stakt blað.
- Kver II: blöð 6-7, 1 tvinn.
- Kver III: blöð 8-14, 3 tvinn + 1 stakt blað.
- Kver IV: blöð 15-20, 3 tvinn.
- Kver V: blöð 21-26, 3 tvinn.
- Kver VI: blöð 27-34, 4 tvinn.
- Kver VII: blöð 35-42, 4 tvinn.
- Kver VIII: blöð 43-50, 4 tvinn.
- Kver IX: blöð 51-58, 4 tvinn.
- Kver X: blöð 59-66, 4 tvinn.
- Kver XI: blöð 67-74, 4 tvinn.
- Kver XII: blöð 75-82, 4 tvinn.
- Kver XIII: blöð 83-90, 4 tvinn.
- Kver XIV: blöð 91-98, 4 tvinn.
- Kver XV: blöð 99-106, 4 tvinn.
- Kver XVI: blöð 107-114, 4 tvinn.
- Kver XVII: blöð 115-122, 4 tvinn.
- Kver XVIII: blöð 123-130, 4 tvinn.
- Kver XIX: blöð 131-138, 4 tvinn.
- Kver XX: blöð 139-146, 4 tvinn.
- Kver XXI: blöð 147-154, 4 tvinn.
- Kver XXII: blöð 155-162, 4 tvinn.
- Kver XXIII: blöð 163-170, 4 tvinn.
- Kver XXIV: blöð 171-178, 4 tvinn.
- Kver XXV: blöð 179-186, 4 tvinn.
- Kver XXVI: blöð 187-194, 4 tvinn.
- Kver XXVII: blöð 195-202, 4 tvinn.
- Kver XXVIII: blöð 203-210, 4 tvinn.
- Kver XXIX: blöð 211-218, 4 tvinn.
- Kver XXX: blöð 219-226, 4 tvinn.
- Kver XXXI: blöð 227-234 4 tvinn.
- Kver XXXII: blöð 235-244, 5 tvinn.
- Kver XXXIII: blöð 245-252, 4 tvinn.
- Kver XXXIV: blöð 253-260, 4 tvinn.
- Kver XXXV: blöð 261-268, 4 tvinn.
- Kver XXXVI: blöð 269-276, 4 tvinn.
- Kver XXXVII: blöð 277-284, 4 tvinn.
- Kver XXXVIII: blöð 285-292, 4 tvinn.
- Kver XXXIX: blöð 293-298, 3 tvinn.
- Kver XL: blöð 299-306, 4 tvinn.
- Eindálka.
- Leturflötur er ca 215 mm x 128 mm.
- Línufjöldi er ca 30-36.
- Griporð eru víða.
- Leturflötur er afmarkaður með línum dregnum með beini.
Tvær aðalhendur.
- Bl. 2r-260v eru að miklu leyti skrifuð af tveimur óþekktum skrifurum, kansellískrift.
- Bl. 261r-306v með óþekktum höndum, kansellískrift.
- Blað 1 er innskotsblað með hendi sr. Jóns Ólafssonar á Lambavatni og bætt við um 1700 fyrir Árna Magnússon, sem hefur farið yfir og leiðrétt textann eftir forriti.
- Blað 18 er innskotsblað með óþekktri hendi.
- Blöð 261r-306v eru innskotsblöð með hendi Jóns Sigurðssonar eldra, bætt við um 1700 fyrir Árna Magnússon, sem hefur farið yfir og leiðrétt textann.
- Handritið er merkt B efst á blaði 1r með hendi frá 18. öld.
- Árni Magnússon hefur skrifað fáein ártöl í lok handritsins.
- Spássíugreinar eru ekki algengar en á stöku stað má sjá einstaka orð og viðbætur við texta, sbr. á blöðum 147v, 153v, 156v og víðar.
Band frá 1980 (317 mm x 225 mm x 70 mm). Pappaspjöld klædd fínofnum líndúk. Grófari dúkur er á kili og hornum. Saumað á móttök.
Eldra band frá 1700-1730.
- Seðill (155 mm x 113 mm) með hendi Árna Magnússonar: „Sturlunga Saga. Kom fra Monsr. Orme Dadasyne 1724.“
- Tveir lausir miðar með upplýsingum um forvörslu.
Uppruni og ferill
Handritið er skrifað á Íslandi. Það er tímasett til 17. aldar í Katalog I, bls. 80. Það er skrifað eftir AM 438 4to.
Handritið hefur verið í eigu Guðrúnar Eggertsdóttur í Bæ á Rauðasandi. Árni Magnússon fékk það með milligöngu Orms Daðasonar árið 1724 (sbr. seðil).
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 3. apríl 1981.
Aðrar upplýsingar
Viðgert og bundið á verkstæði Birgitte Dall í september 1980.
Gömul viðgerð á blöðum fremst og aftast í handritinu, pappírsstrimlar límdir á kanta. Jón Sigurðsson hefur víða skrifað á strimlana þann texta sem undir þeim lenti. Strimlarnir hafa nú verið fjarlægðir og fylgja með í möppu.
Bundið í Kaupmannahöfn 1700-1730. Það band fylgir.
- Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
- Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
Notaskrá
Höfundur | Titill | Ritstjóri / Útgefandi | Umfang |
---|---|---|---|
Árna saga biskups, | ed. Þorleifur Hauksson | 1972; II | |
Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling | ed. Kristian Kålund | ||
Sturlunga saga eður Íslendinga saga hin mikla | s. xiii | ||
Sturlunga saga Including the Islendinga Saga of Lawman Sturla Thordsson and other Works | ed. Guðbrandur Vígfússon | 1878; I | |
Guðrún Ása Grímsdóttir | Heimkynni uppskrifta Sturlunga sögu, Skjöldur | 1996; 11: s. 12-16 | |
Guðrún Ása Grímsdóttir, Þórður Jónsson í Hítardal | Ættartölusafnrit séra Þórðar Jónssonar í Hítardal | ||
Antiquités Russes | ed. C. C. Rafn | II: s. 354 | |
Biskupa sögur I. | I: s. lxxiv | ||
Sturlunga saga efter membranen Króksfjarðarbók. Udfyldt efter Reykjarfjarðarbók | ed. Kristian Kålund |