„Landnáma“
Þórðarbók. Texti á blöðum 6r-6v (í vinstra horni efst) er örlítið skertur.
„Hér hefjast upp landnám í Sunnlendingafjórðungi er nú má þykja með mestum blóma og umvexti til virðingar alls vors lands, fyrir Guðs gæslu og hinu æðstu höfðingja er nú gæta með honum þessarar landsbyggðar; og í þeim fjórðungi byggja og byggt hafa bæði lærðir og leikir; þar með og fyrir landskosta sakir. “
„Austfirðingafjórðungur byggðist fyrst á Íslandi …“
„… og var kallaður Hrólfur að Ballará.“
„Hér hefjast upp Landnám í Norðlendingafjórðungi er fjöbyggðastur hefur verið af öllu Íslandi og er engi stærri ættbogi en sá eð frá þeim mönnum er kominn er þar hafa byggt. Hafa þar og flestar sögur gjörst og stærstar í þeim héruðum og ei eldist það enn á vorum dögum þótt vér eldumst og landið hrörni að sínum kostum. Nú væri af slíkum hlutum í skyldasta kyni að vita hið sanna um landabyggðir og að reka fornar ættartölur frá þeim mönnum er þann fjórðung hafa byggt.“
„Gunnsteinn meinfretur son Álfs …“
„… En þá er talið var bændaval á Íslandi, voru þar MCC bændur.“
„Þessir menn hafa land numið í Austfirðingafjórðungi er nú munu taldir vera og segir hvað að hendi (og fer hvað af hendi sem önnur bókm.) frá Langanesi suður til fjórðungamóts á Sólheimasand og er sögn manna þessi fjórðungur lands hafi fyrst albyggður verið.“
„Gunnólfur kroppa hét maður son Þóris Hauknefs hersis …“
„… enda eru svo allar vitrar þjóðir að vita vilja upphaf sinna landsbyggða eða hvers hvergi til hefjast eða kynslóðir.“
Finnur Jónsson 1921, Landnámabók Melabók AM 106, 112 fol. s. xxxiv;
Hannes Finnsson 1774, Landnámabók;
Jakob Benediktsson 1958, Skarðsárbók, Landnámabók Björns Jónssonar á Skarðsá, Rit handritastofnunar Íslands 1 s. xxii-xxiv, xxv-xxxii, xxxiii, xxxiv, xxxv, xxxvi, xxxvii, xxxix, xi ff…;
Jakob Benediktsson 1974, Landnámabók, Íslenzk handrit III s. x, xviii, xx, xxii, xxiii (eng. overs.: p. xxvi, xxxviii, xxxviii, xxxix, xl, xli);
Þorgeir Guðmundsson og Þorsteinn Helgason 1829, Íslendinga sögur I.
Stutt umfjöllun um Úlfljót, elstu lög Íslands og þing; lögsögumannatal.
„Úlfljótur hét maður …“
„… Þorgeir ljósvetningagoði var þá lögsögumaður.“
Úr Landnámutextanum, Crymogæu Arngríms lærða og öðrum heimildum.
„Hér segir hverjir lögsögumenn hafa verið á Íslandi og hvað lengi hver hefur lögsögu haft eftir Landnámu …“
Lögsögumannatal að árinu 1275, sem virðist hafa verið í AM 445 b 4to, framhald úr Crymogæu og úr Konungsannál Endar árið 1292 án niðurlags (neðst á blaði 37r).
Pappír með vatnsmerkjum.
Aðalmerki 1 (par) (IS5000-02-0106_p29), bl. 15. Stærð: 99 x 57 mm, fjarlægð á milli vatnslína á báðum megin vatnsmerkisins: 69 mm.
Ekkert mótmerki.
Notað frá 1644 til 1651.
Mótmerki 2: Fangamark PH (IS5000-02-0106_73), bl. 33, 35, 37. Stærð: 25 x 16 mm, fjarlægð á milli vatnslína á báðum megin vatnsmerkisins: 26 mm.
Notað frá 1644 til 1651.
8 kver:
Band er frá 1975 (320 mm x 240 mm x 17 mm).
Band (320 mm x 217 mm x 17 mm) frá 1700-1730.
Handritið er skrifað á Íslandi og tímasett á tímabilinu ca 1644-1651, en til 17. aldar í Katalog I , bls. 71. Það er samsteypa Þórðar Jónssonar í Hítardal úr Skarðsárbók (AM 104 fol.) og Melabók (AM 445 b 4to), kallað Þórðarbók. Handritið hefur að mestu leyti sömu efnisskipan og Melabók. Varðveist hefur brot úr Þórðarbók undir safnmarkinu AM 112 fol. sem skrifað er af sama skrifara. Það varðveitir texta sambærilegan og á blöðum 1-10 og 15-16. Ekki eru til fleiri handrit af þessari gerð Landnámu.
Árni Magnússon fékk bókina frá sr. Þórði Jónssyni á Staðastað, dóttursyni Þórðar í Hítardal (sbr. seðil).
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 21. janúar 1976.
Kålund gekk frá handritinu til skráningar 27. október 1885 Katalog I; bls. 71-72 (nr. 125). DKÞ grunnskráði 15. nóvember 2001, VH skráði handritið samkvæmt TEIP5 reglum 29. janúar 2009; lagfærði í nóvember 2010. ÞÓS skráði vatnsmerki 4. júní 2020. EM uppfærði vatnsmerkin og skráði kveraskipan 26. maí 2023.
Viðgert og bundið af Birgitte Dall í maí 1975. Eldra band fylgir í öskju með handritinu.
Bundið í Kaupmannahöfn 1700-1730.
Gömul viðgerð, einkum á blaði 1.