Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

SÁM 33

Njáls saga ; Ísland, 1700-1799

Innihald

Njáls saga
Upphaf

… [Þor]steinn Síðu-Hallsson. Hann var hirðmaður Sigurðar jarls …

Niðurlag

… Gjörði hann það að er hann átti. Konungur gekk burt og …

Athugasemd

Texti blaðsins er skertur. Á því er brot af niðurlagi 143. kafla, tvö brot úr 144. kafla og úr upphafi 145. kafla.Textinn er ekki samfelldur þar sem það vantar ofan og neðan af blaðinu.

Texti samsvarar Njálu, útg. EÓS, s. 439(8)-444(5). Textinn virðist geta verið af X-flokki (sbr. ópr. listi SÁM).

Lýsing á handriti

Blaðefni

Blað úr Njáls sögu.

Pappír.

Blaðfjöldi
1 blað.
Umbrot

  • Eindálka.
  • Línufjöldi ca 29.

r.

Ástand

Eitt blað úr sögunni, mikið skert

Skrifarar og skrift

Með einni hendi, skrifari óþekktur. Kansellískrift.

Skreytingar

Á ytri spássíu sem er skert að nokkru má sjá ritað: Þorsteir[n]; Hallss.0000; fl. þiggur; af jalli; giorist; mað; Kári 00 0i; í friðar; Jóla 0000; Sigurður; Sigtryg[ur]; 000 …o.fl.

Kaflamerkingar eru skrautskrifaðar og upphaf kafla er með settu letri.

Band

Blaðið er varðveitt í pappaöskju með reimum sem merkt er: Handritasafn Landsbókasafns Íslands.

Strikað hefur verið yfir fyrri merkingar á öskjunni: AM, Lbs. 604c og e 4to.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi á 18. öld (sbr. ópr. listi SÁM).

Ferill

Það er komið úr Þjóðskjalasafni, sennilega snemma á árum Stofnunarinnar (sbr. SÁM-skrá).

Á umbúðir blaðsins hefur verið skrifað: HÍ 1 4to, HÍ 18, HÍ 2.Síðastnefnda númerið hafði handritið í ársbyrjun 1992 og í orðabók Árnanefndar hafði SÁM 2 verið notað fyrir skinnbókarbrotið út úr Guðmundar sögu (sbr. ópr. lista SÁM).
Aðföng

Komið úr Þjóðskjalasafni, sennilega snemma á árum Stofnunarinnar (sbr. ópr. lista SÁM).

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH tölvuskráði handritið 23. september 2008, Jón Samsonarson skráði c. 1970. (Sjá vélritaða handritaskrá yfir SÁM-handrit sem varðveitt er á handritasviði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum).

Notaskrá

Lýsigögn
×
  • Land
  • Ísland
  • Staður
  • Reykjavík
  • Stofnun
  • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
  • Vörsludeild
  • Handritasvið
  • Safn
  • Safn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
  • Safnmark
  • SÁM 33
  • Efnisorð
  • Íslendingasögur
  • XML
  • Opna XML færslu  
  • PDF í einni heild
  • UpplýsingarUpplýsingar
  • Athugasemdir
  • Gera athugasemdir við handrit  
Efni skjals
×
  1. Njáls saga

Lýsigögn