Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

Lbs 4897 8vo

Fornmannasögur norðurlanda ; Ísland, 1884

Titilsíða

Fornmannasögur Norðurlanda, fyrsta bindi. Skrifaðar eftir gömlum bókum MDCCCLXXXIV (saurblað).

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-58v)
Hrólfs saga kraka
2 (59r-113v)
Hálfdanar saga gamla
3 (114r-177v)
Völsungasaga
4 (178r-208v)
Starkaðar saga Áludrengs
5 (209r-256r)
Ragnars saga loðbrókar
6 (256r-307r)
Hálfdanar saga Brönufóstra
7 (307r-318v)
Högna saga Hálfdanarsonar
8 (319r-361v)
Ásmundar saga víkings
9 (362r-400v)
Eiríks saga frækna

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
ii + 400 blöð (197 mm x 161 mm).
Skrifarar og skrift
Ein hönd ; Skrifari:

Magnús Jónsson

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Neðst á titilsíðunni er skrifað með annarri hendi: Af Magnúsi Jónssyni hreppstjóra að Tjaldanesi, Dalasýslu. F. 19./10. 1835 d. 17./5. 1922. Aftan á titilsíðunni er skrifað, að því er virðist með sömu hendi: Eigandi bókarinnar Árni Ketilbjarnar, Stykkishólmi. Fyrir neðan þetta er prentað bókamerki með nafni Árna Ketilbjarnar og kjörorðunum Deo juvante.

Á fremra spjaldi, neðst, er skrifað: Gjöf til Kristínar Kötlu Árnadóttir / á þrítugs afmæli hennar 22 feb. '79. Efst, með annarri hendi er skrifað, mögulega af barni: Gjöf til Elenu Kris[t]ínu og dagsetningin 20.11.2013, með enn annarri hendi.

Á lausu blaði sem fylgdi handritinu stendur: Til Ellu minnar / frá mömmu / Ella á að fá bókina / Kristín Katla Árnadóttir.

Band

Innbundið.

Handritið er illa farið, laust í bandi.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland 1884.
Ferill

Keypt 26. júní 2014. Seljandi handritsins var Elena Kristín Pétursdóttir en Magnús var langalangafi hennar.

Nöfn í handriti: Elena Kristín Pétursdóttir, Kristín Katla Árnadóttir og Árni Ketilbjarnarson.

Sett á safnmark í janúar 2015.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Halldóra Kristinsdóttir jók við skráningu fyrir myndatöku 23. mars 2017 ; Sigríður H. Jörundsdóttir frumskráði 6. janúar 2015 ; úr óprentaðri handritaskrá.
Viðgerðarsaga

Gert við kjöl og fremstu blöð 2015.

Lýsigögn
×

Lýsigögn