Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

Lbs 2057 8vo

Hrappseyjarkver ; Ísland, 1800

Titilsíða

Eitt lítið sálmasafn … samantínt á Hrappsey við Skarðströnd af Ólafi Jónssyni árið 1800.

Tungumál textans
íslenska

Innihald

Sálmar
Athugasemd

Með hendi Ólafs Jónssonar. Með formála tengdasonar hans, Ólafs Sveinssonar, er og segist hafa skrifað síðustu sálmana. (Nú vantar aftan af sálmunum og framan af registrinu).

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
226 blöð (160 mm x 98 mm).
Skrifarar og skrift
Tvær hendur ; skrifarar:

Ólafur Jónsson

Ólafur Sveinsson

Nótur
Í handritinu eru nótur við 24 sálma:
  • Sál mín elskaðu ekki heitt (óheilt, seinni hluti lagsins er á blaði 6r) 6v - 6r
  • Hver kristin sál það hugleiði (brot) 6r
  • Rís upp rétt kristin sála (nótur við lok fyrsta erindis) 6v
  • Guð með orði gæsku hýr 7r-7v
  • Mjög vitur minn þjónn 25v-25v
  • Ef þig manneskjan mæðir 28v
  • Jesús vor allra endurlausn 70r
  • Andi Guðs eilífur er 70v-71r
  • Heilagur, heilagur, heilagur faðir vor 75r
  • Drekkum af brunnin náðar 88r-88v
  • Guð faðir son og andi hreinn 89r
  • Kreinktur í hug, dapur af nauð 102r
  • Guði færir fórn og ber 103r
  • Heyr snarpann sann 104r
  • Ei er andvakan góð 106r
  • Kærleik mér kenn, þekkja þinn 108r
  • Vor fæðing er og sker 109v
  • Með blygðun kvein og klögun 125r-125v
  • Sæti Guð minn sanni faðir 131v-132r
  • Sorgin og gleðin þær samfara verða 149v og 166r - 166v
  • Þökk sé þér Jesú ástargóð 165v
  • Far heimur far sæll 165v-166r
  • Ó steinhjarta að þú kynnir 166v
  • Sál mín hver er sá vin 167r-167v
  • Auk þess eru skrifaðir nótnastrengir við sálmana: Vígð náttin, náttin 100r-100v og Hér hefur margur so hættulegt prjál 108v.
Band

Skinnband.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland, um 1800.
Aðföng

Lbs 2057-2059 8vo, keypt 1922 af síra Bjarna Þorsteinssyni á Hvanneyri.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Skráning Páls Eggerts Ólasonar á handritinu er aðgengileg í ritinu Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins, 2. bindi, bls. 400.

Guðrún Laufey Guðmundsdóttir bætti við skráninguna 11. mars 2019; Halldóra Kristinsdóttir frumskráði 23. nóvember 2018.

Viðgerðarsaga
Kristjana Kristjánsdóttir gerði við í september 1986.

Notaskrá

Titill: Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins
Ritstjóri / Útgefandi: Páll Eggert Ólason
Umfang: I-III
Lýsigögn
×
Efni skjals
×
  1. Sálmar

Lýsigögn