Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

Lbs 1513 4to

Kvæðabók ; Ísland, 1767

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r)
Tileinkun
Upphaf

Þetta kvæðakver á hústrú Málfríður Jónsdóttir …

Efnisorð
1.1 (1r)
Eclogues
Upphaf

O! Meliboee, Deus nobis haec otia fecit. …

Athugasemd

Fyrsta bók, ljóðlínur 6-10.

Tungumál textans
íslenska (aðal); latína
2 (1v)
Efnisyfirlit
Titill í handriti

Nöfn- og blaðsíðutala þessara kvæða.

3 (2r-4v)
Friðriksvarði á Íslandi
Titill í handriti

Friðriksvarði á Íslandi. Kvæðið er ort til burðardags Friðriks hins fimmta Danakonungs.

Upphaf

Sú mér sjón í tálum eigi / sýnast draumi vann …

Lagboði

Ég leit

Niðurlag

… hildings mildi blóð!

Notaskrá

Sjá: Eggert Ólafsson, Kvæði 1832, bls. 68-72.

Athugasemd

40 erindi.

4 (4v-6r)
Einvalds vísur
Titill í handriti

Einvaldsvísur. Gjörðar til þakklætishátíðarinnar 1760 þá voru liðin 100 ár frá því er hófst einvaldsríki Danakonunga.

Upphaf

Stendur upp á leiftra landi / lýstur sólar arfi njólu …

Niðurlag

… fjörvi mettan eftir þetta!

Notaskrá

Sjá: Eggert Ólafsson, Kvæði 1832, bls. 72-74.

Athugasemd

20 erindi.

5 (6r-7r)
Vínsteinsmál
Titill í handriti

Vínsteinsmál.

Upphaf

Árla dags erlan, í vildu knýar …

Niðurlag

… gefa fró sefa.

Notaskrá

Sjá: Eggert Ólafsson, Kvæði 1832, bls. 188-189.

Athugasemd

10 erindi.

6 (7r-7v)
Burðardagsvísur
Titill í handriti

Burðardagsvísur til Kristjáns hins 7. Danakonungs, gjörðar í Kaupmannahöfn á hans 1. ríkisári 1766 og sendar til gildis Íslendinga.

Upphaf

Rennur í sorta sunna sorglegs Dana borgum …

Niðurlag

… guð-sjótar má njóta.

Notaskrá

Sjá: Eggert Ólafsson, Kvæði 1832, bls. 189.

Athugasemd

3 erindi.

7 (7v-9v)
Hafnarsæla
Titill í handriti

Hafnarsæla. Gamansamt og nokkuð satíriskt kvæði um hætti manna í Kaupmannahöfn.

Upphaf

Förum vér til gleði að ganga / gaman þar og lyst að fanga …

Viðlag

Út um strætin Hafnar há …

Niðurlag

… enda þetts kvæði.

Notaskrá

Sjá: Eggert Ólafsson, Kvæði 1832, bls. 122-124.

Athugasemd

30 erindi.

8 (9v-11v)
Heimsótt
Titill í handriti

Heimsótt. Um girnd útlendra manna og sér í lagi margra ærlegra Íslendinga að vilja vitja aftur þeirra föðurlands.

Upphaf

Erindi neitt ég ekki kvað / um þá deilu heima …

Viðlag

Út ertu við æginn blá …

Niðurlag

… kalla ég til þín laungum.

Notaskrá

Sjá: Eggert Ólafsson, Kvæði 1832, bls. 116-118.

Athugasemd

21 erindi.

9 (11v-14v)
Íslandssæla
Titill í handriti

Íslandssæla. Er sett á mót Hafnarsælu.

Upphaf

Fari þér til vikivaka / vinnunot og hvíld að taka …

Viðlag

Út um sveitir Ísalands …

Niðurlag

… langar út um heim að blína.

Notaskrá

Sjá: Eggert Ólafsson, Kvæði 1832, bls. 119-121.

Athugasemd

30 erindi.

10 (14v)
Um leiða síns föðurlands
Titill í handriti

Ein vísa. Um leiða og auðvirðing síns föðurlands.

Upphaf

Er það satt sem nokkrir telja mér / aldrei glatt íslenskum verði hér …

Niðurlag

…sig lét ei væla!

Notaskrá

Sjá: Eggert Ólafsson, Kvæði 1832, bls. 195.

Athugasemd

1 erindi.

11 (14v-16r)
Búrdrífuvísur
Titill í handriti

Búrdrífuvísur. Út af þeirri bábilju gamalra kvenna að nokkurs konar sætri drífu fenni inn um búrgluggana hvörja nýársnótt. Item af rétti þeim slíkur er og nefndist eftir þessari búrdrífu.

Upphaf

Búdrífan á nýársnótt / nýjung þótti lýði …

Niðurlag

… freyjur Garðarshólma!

Notaskrá

Sjá: Eggert Ólafsson, Kvæði 1832, bls. 220-221.

Athugasemd

25 erindi.

12 (16r)
Kokkagæla
Titill í handriti

Kokkagæla. Um framandi matartilbúning sem landinu er óhentugur.

Upphaf

Hlæið að gælum hefðarlið / hættið þér ekki samt …

Niðurlag

… tignum óhollt og rammt!

Notaskrá

Sjá: Eggert Ólafsson, Kvæði 1832, bls. 198.

Athugasemd

1 erindi.

13 (16r-16v)
Hnattarkvæði
Titill í handriti

Hnattarkvæði. Um þann veraldarhnött eða Globum terraqveum og hans útskíring sem E. gjörði 1762 til að sýna sem hæglegast principia sphærica geographiam etc.

Upphaf

Hnötturinn sem í Sauðlauksdali / settur var að aldartali …

Niðurlag

… vorpið beggja valda stand!

Notaskrá

Sjá: Eggert Ólafsson, Kvæði 1832, bls. 228.

Athugasemd

9 erindi.

14 (16v)
Vísa
Titill í handriti

Vísa. Um þann marglætislöst er nefnist Polypragmosyne þá maður vill vera allt í öllu. Hvörs konar lærdómi, projectum, handverkum etc. Sníkir sitt hjá hvörjum og gefur það út sem sitt eigið. Er hlutsamur og meinhagur en gjörir þó ekki neitt að gagni þá búið er.

Upphaf

Polypragmosyne prjállegt hefur trýni / skammvinnt hygg ég skíni …

Niðurlag

… dygð ég ætla ei krýni.

Notaskrá

Sjá: Eggert Ólafsson, Kvæði 1832, bls. 197.

Athugasemd

1 erindi.

15 (16v)
Skáldaþökk
Upphaf

Það mun þökk fyrir kvæði / þeflaust skáldum gefa …

Niðurlag

… raun að kvæðislaunum.

Notaskrá

Sjá: Eggert Ólafsson, Kvæði 1832, bls. 199.

Athugasemd

1 erindi.

Án titils.

16 (17r-23r)
Búnaðarbálkur
Titill í handriti

Búnaðarbálkur. Skiptur í þrjá kvæðaflokka; um íslenskt búskaparlíf þessara tíma, hvörsu leiðindalegt það sé hjá of mörgum, og með hvörju móti það megi gott og skemmtilegt verða; nefnilega með fleiru en því er almennilega tíðkast.

Notaskrá

Sjá: Eggert Ólafsson, Kvæði 1832, bls. 30-50.

16.1 (17r-18v)
Eymdaróður
Titill í handriti

Fyrsta kvæðið. Eymdaróður. Um eyðilegan bæjarbrag víða hér á landi.

Upphaf

Þér sudda-drunga daufir andar / sem dragist gegnum myrkra loft! …

Lagboði

Ég svaf í föstum draumadvala

Niðurlag

… hressi þeir upp og braggi sig!

Athugasemd

24 erindi.

16.2 (18v-21r)
Náttúrulyst
Titill í handriti

Annað kvæði Búnaðarbálks. Náttúrulyst. Hvörsu maður skuli draga sér dæmi til dægrastyttingar og ánægju af þeim sköpuðu skepnum sem Guðs forsjón dásamlega stjórnar og viðheldur mönnunum til gagns og aðstoðar.

Upphaf

Hvað sem meinvætta mæltu þóftar / mér varð gengið í tjalda reit …

Niðurlag

…landið fagni við soddan skraf!

Athugasemd

36 erindi.

16.3 (21r-27r)
Bóndalíf og landselska
Titill í handriti

Þriðja kvæði Búnaðarbálks. Bóndalíf og landselska. Um ýmsa þá hluti sem menn helst kunna að hafa yndi af í daglegu bændalífi hér á landi.

Upphaf

Vænt er að kunna vel að búa / vel að fara með herrans gjöf …

Niðurlag

… á meðan hrærist blóð!

Athugasemd

100 erindi.

17 (27r)
Ein lofvísa um hornið
Titill í handriti

Ein lofvísa um hornið

Upphaf

Í horni er best að búa / birtunni undan snúa …

Niðurlag

… og fám í ljósi trúa.

Notaskrá

Sjá: Eggert Ólafsson, Kvæði 1832, bls. 194.

Athugasemd

1 erindi.

18 (27v-28r)
Öfundarelta
Titill í handriti

Öfundarelta sýnir aðal og einkunnir þessarar ódygðar sem þrávalt hefur bæði fyrr og síðar spillt velgengni vors föðurlands.

Upphaf

Heyrðu nú Öfund orðin mín / ég skal þora að bíða þín …

Niðurlag

… fyrir hjálp vors herra.

Notaskrá

Sjá: Eggert Ólafsson, Kvæði 1832, bls. 115.

Athugasemd

20 erindi.

19 (28v-29r)
Listhússkvæði
Titill í handriti

Lysthúskvæði. Sýnir það að slíka bygging má gjöra nógu skemmtilega á Íslandi.

Upphaf

Undir bláum sólarsali / Sauðlauks upp í lignum dali …

Viðlag

Fagurt galaði fuglinn sá ...

Niðurlag

… listamaðurinn lengi þar við undi.

Notaskrá

Sjá: Eggert Ólafsson, Kvæði 1832, bls. 219.

Athugasemd

12 erindi.

20 (29r-30v)
Helblinda
Titill í handriti

Helblinda. Um það að menn sjá ei né kannast við þær allra hörðustu Guðs bendingar, hvörjar þó varnar eru vort sjálfgjört syndastraff; einkum þá dæmalausu mannfæð, sem fram eftir þessum aldri hræðilega vaxið hefur, frá því að Stóra-Bóla var afgengin, og nú allt til skammra stunda.

Upphaf

Forlögunum fresta má / en fyrirkomast aldrei …

Niðurlag

… svo aftri vítis hyr.

Notaskrá

Sjá: Eggert Ólafsson, Kvæði 1832, bls. 53-56.

Athugasemd

19 erindi.

21 (30v-31v)
Teflöskuvísur
Titill í handriti

Teflöskuvísur eru hálf-satíriskar um það ónýta te sem hingað flyst og að af innlendum grösum megi langtum hollara og þægilegra te tilreiða.

Upphaf

Flaskan segir svört á kinn / sælir ætíð, Vatnar minn …

Niðurlag

… það er höfuð dáindi!

Notaskrá

Sjá: Eggert Ólafsson, Kvæði 1832, bls. 146.

Athugasemd

29 erindi.

22 (31v-32r)
Grýlukvæði
Titill í handriti

Grýlukvæði. Um þær myrkra fylgjur og illar hamingjur sem óholla skráveifu gjöra og gjört hafa landsins börnum.

Upphaf

Hér er komin hún Grýla / með gull-leysið mól …

Niðurlag

… betri en hún var.

Notaskrá

Sjá: Eggert Ólafsson, Kvæði 1832, bls. 141.

Athugasemd

13 erindi.

23 (32r-33v)
Ægisdrekka hin nýja
Titill í handriti

Ægis drekka hin nýja. Um þá merkilegu Vatnsfjarðar veislu 1766 hvar Ægir, Rán og þeirra 9 dætur sátu að heimboði. Bragurinn er jambiskur eftir þeim er finnst í Epoda-bók skáldsins Horatii.

Upphaf

Vötnin og árnar vaxa fljótt og víður sjór …

Niðurlag

… vil ég ekki þau vekji mig!

Notaskrá

Sjá: Eggert Ólafsson, Kvæði 1832, bls. 216-218.

Athugasemd

40 erindi.

24 (33v-38v)
Mánamál
Titill í handriti

Mánamál. Fornkveðið samtal þeirra Reykjavíkurfeðga, Ingólfs landnámsmanns, Þorsteins Ingólfssonar og Þorkels mána sonar hans, item Örlygs á Esjubergi.

Upphaf

Ár var að ári / dag enn átta, tvö …

Niðurlag

…. guð endurgefi.

Notaskrá

Sjá: Eggert Ólafsson, Kvæði 1832, bls. 77-84.

25 (38v)
Tvísýni á kvennheillum
Titill í handriti

Um tvísýnu á kvennaheillum. Nýr bragarháttur.

Upphaf

Hvað er blýða brúð' að eiga? / bað í kvíða dúði veiga …

Niðurlag

… hvörr sem vill, að klappa.

Notaskrá

Sjá: Eggert Ólafsson, Kvæði 1832, bls. 151.

Athugasemd

1 erindi.

26 (39r-40r)
Vínleikabragur
Titill í handriti

Vínleikabragur kveðin mjög á latinska vísu með choriambisku lagi.

Upphaf

Farið á fætur brátt / frestin er ekki par …

Niðurlag

…vitleysa nótt og dag.

Notaskrá

Sjá: Eggert Ólafsson, Kvæði 1832, bls. 142-144.

Athugasemd

14 erindi.

27 (40r-41r)
Mjaðdrekka
Titill í handriti

Mjaðdrekka. Um verðugt hrós og dyggðir mjaðarins fram yfir alla aðra áfenga drykki sem tíðkast á Norðurlöndum.

Upphaf

Heilagur hunangs drykkur! / Hann verður aldrei gikkur …

Lagboði

Nú hvílir mörk og engi etc.

Niðurlag

… gól ég við Golnis fund.

Notaskrá

Sjá: Eggert Ólafsson, Kvæði 1832, bls. 178-179.

Athugasemd

19 erindi.

28 (41r-42r)
Heimildarvísur
Titill í handriti

Heimildarvísur. Hvar Íslands kvenfólki tileinkar brúkun og hlunnindi kvæða og sagna í móðurmáli.

Upphaf

Fyrst að blaðið autt var eitt / og eftir stund af vöku …

Niðurlag

…braginn vil ég þegi.

Notaskrá

Sjá: Eggert Ólafsson, Kvæði 1832, bls. 171-172.

Athugasemd

24 erindi.

29 (42r-42v)
Vitringasæla
Titill í handriti

Vitringasæla. Sett á móti fullsælu Martialis, henni til endurbótar og aukningar, hvörnig einn heimspekingur eftir náttúrlegri guðvísi lagi sitt líferni til að ná fullkomnan eða fullsælu.

Upphaf

Þú heiðinn maður! hefur sagt / hvað er til kyrrða…

Niðurlag

… að þú standir aldrei við.

Notaskrá

Sjá: Eggert Ólafsson, Kvæði 1832, bls. 63-64.

Athugasemd

21 erindi.

30 (42v)
Vísa um Ísland
Titill í handriti

Ein vísa um Íslands hrörnan og tvísýn og sérleg ævintýr

Upphaf

Undarlegt er Ísland / örvasa, lasið …

Niðurlag

… gott stand það land.

Notaskrá

Sjá: Eggert Ólafsson, Kvæði 1832, bls. 195.

Athugasemd

1 erindi.

31 (43r)
Ísland með ermahnöppum
Titill í handriti

Nokkrar gamanvísur. Um búning Íslands konumyndar framan á Friðriks drápu og helst um ermahnappa íslenskunnar; þeim til undirvísunar sem að því hafa fundið að hún væri svona búin.

Upphaf

Íslenskan með ermahnappa! / af því sumir lófum klappa …

Niðurlag

… ekki er gylfi gull í skel.

Notaskrá

Sjá: Eggert Ólafsson, Kvæði 1832, bls. 194.

Athugasemd

7 erindi.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
i + 43 + i blöð (260 mm x 200 mm). Autt blað: 43v.
Tölusetning blaða

Upprunaleg blaðmerking 3-84 (2r-42v).

Handrit blaðmerkt með blýanti fyrir myndatöku.

Kveraskipan

Tólf kver.

  • Kver I: blöð 1–2, 1 tvinn.
  • Kver II: blöð 3–6, 2 tvinn.
  • Kver III: blöð 7–10, 2 tvinn.
  • Kver IV: blöð 11–14, 2 tvinn.
  • Kver V: blöð 15–18, 2 tvinn.
  • Kver VI: blöð 19–22, 2 tvinn.
  • Kver VII: blöð 23–26, 2 tvinn.
  • Kver VIII: blöð 27–30, 2 tvinn.
  • Kver IX: blöð 31–34, 2 tvinn.
  • Kver X: blöð 35–38, 2 tvinn.
  • Kver XI: blöð 39–40, 1 tvinn.
  • Kver XII: blöð 41–43, 1 tvinn og 1 stakt blað.

Umbrot

Tveir dálkar.

Leturflötur er 108-260 mm x 118-150 mm.

Leturflötur er afmarkaður með broti á blaði.

Ástand

Handritið er slitið af notkun.

Skrifarar og skrift
Ein hönd ; Skrifari:

Eggert Ólafsson, fornskrift og fljótaskrift, eiginhandarrit.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Athugasemdir og skýringar Eggerts Ólafssonar eru neðanmáls.

Band

Band frá því um 1770 (265 mm x 210 mm x 16 mm).

Bókaspjöld úr pappa klædd pappír.

Slitið.

Límmiði á fremra spjaldi.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland 1767
Ferill

Á blaði 1r stendur með hendi Eggerts Ólafssonar: Þetta kvæðakver á hústrú Málfríður Jónsdóttir, kvinna herra Sveins Sölvasonar, lögmanns árið 1767. 1. kal. jan.

Aðföng

Keypt af Halldóri Daníelssyni, 1909.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Örn Hrafnkelsson endurskráði 9. október 2012 ; Sigrún Guðjónsdóttir frumskráði fyrir myndvinnslu, 18. október 2010 ; Handritaskrá, 1. b.
Viðgerðarsaga

Athugað fyrir myndatöku 29. október 2010.

Myndað í nóvember 2010.

Myndir af handritinu

Myndað fyrir handritavef í nóvember 2010.

Notaskrá

Höfundur: Eggert Ólafsson
Titill: Kvæði Eggerts Ólafssonar, útgefin eftir þeim beztu handritum er feingizt gátu
Umfang: s. [4], 236 s.

Lýsigögn