Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

Lbs 1507 4to

Fornmannasögur ; Ísland, 1894-1895

Titilsíða

Fornmannasögur Norðurlanda seytjánda bindi. Skrifaðar eftir bókum og handritum MDCCCXCIV-V (1r)

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (2r-3v)
Formáli
Efnisorð
2 (4r-65v)
Sagan af Geirmundi karlssyni og Geirald konungssyni
Titill í handriti

Sagan af Geirmundi karlssyni og Geirald konungssyni

Upphaf

1. kap. Kvaðgeir hinn ríki réði Serklandi forðum daga, hann tók konungstign og ríki eftir forfeður sína …

Niðurlag

… hann fékk Sólborgar Geiraldsdóttur, og varð síðan konung á Serklandi. Og við þetta lýkur sögu Geirmundar karlssonar og Geiralds.

3 (66r-119v)
Hjálmars saga hugumstóra
Titill í handriti

Sagan af Hjálmari hugumstóra

Upphaf

1. kap. Það er upphaf þessarar sögu að fyrir Garðaríki réði konungur ágætur er Týrus hefur nefndur verið …

Niðurlag

… Oddur unir ekki í Svíþjóð eftir dauða Hjálmars og leggst hann í hernað og siglir víða um lönd, og segir eigi meir af honum í þessarri sögu. Lýkur hér sögu Hjálmars hugumstóra.

4 (120r-151r)
Blómsturvalla saga
Titill í handriti

Blómsturvalla saga

Upphaf

Á ofanverðum dögum Hákonar konungs er kallaður var hinn gamli, og þá er hann hafði ráðið fyrir Noregi tuttugu vetur, þá komu sendimenn Friðreks keisara …

Niðurlag

… hvort því hefir valdið meir elli eða tak það hið mikla, er hann tók á Blómsturvelli, vitum vér ekki. Fór þá hver til sinna heimkynna og fórsturlands. Og endum vér hér sögu þeirra Ákasona.

Efnisorð
5 (151r-198v)
Kára saga Kárasonar
Titill í handriti

Sagan af Kára Kárasyni

Upphaf

1. kap. Sá konungur réði fyrir Fenidía er Reginbald hét …

Niðurlag

… Ekki getur um börn þessara konunga; stjórnaði Hinrik ríki sínu í góðum friði og varð ellidauður. Og endar hér svo sagan af Kára Kárasyni.

6 (199r-253v)
Héðins saga og Hlöðvers
Titill í handriti

Sagan af Héðnn og Hlöðver

Upphaf

1. kap. Hér byrjum vér frásögu vora á einum voldugum konungi og miklum höfðingja …

Niðurlag

… urðu þeir allir ágætir menn, verði eigi meira frá þeim greint í þessari sögu. Og með þessu efni sem nú hefir verið frá sagt endar sagan af Héðinn konungi og Hlöðver syni hans.

7 (254r-288v)
Jóhönnuraunir
Titill í handriti

Hér skrifast ævintýrið Jóhönnuraunir

Upphaf

1. kap. Eftir það er Serkir unnu Spán og tóku þar bólfestu, skiptist landið í mörg smáríki …

Niðurlag

… en sagt er að þeirra niðjar hafi síðan ráðið landi í Portúgal. Og lýkur hér með frásögninni af Jóhönnu Vilhjálmsdóttur og Jóhannesi syni hennar.

Efnisorð
8 (289r-388v)
Sagan af Haraldi konungi hilditönn
Titill í handriti

Sagan af Haraldi konungi hilditönn

Upphaf

1. kap. Hrólfur konungur Helgason er kallaður var hraki, réði Reiðgotalandi, Sælandi og eyjum þeim er þar til liggja, er nú á dögum hefir Danmörk verið kölluð …

Niðurlag

… Haraldur konungur varð kynsæll maður. Lýkur þar með sögu Haralds konungs hilditannar.

9 (389r-402v)
Sigurðar saga fóts
Titill í handriti

Sagan af Sigurði fót og Ásmundi Húnakonungi

Upphaf

1. kap. Það er upphaf þessarar sögu að Knútur er konungur nefndur. jamm réði fyrir Sjálandi …

Niðurlag

… Eigi þykjast menn vita aðra menn en þá Sigurð og Ásmund konunga er betur hefir farist hverjum við annan, og drengilegri vináttu sýnt, svo illa sem áhorfðist þeirra í milli. Og lúkum vér sögunni af Sigurði fót og Ásmundi Húnakonungi.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðfjöldi
i + 402 + i blöð (195 mm x 155 mm).
Tölusetning blaða

Blaðsíðumerking með hendi skrifara: 4-800 (4v-402v).

Blaðmerkt fyrir myndatöku.

Skrifarar og skrift
Ein hönd ; Skrifari:

Magnús Jónsson í Tjaldanesi.

Band

Innbundið.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland, 1894-1895.
Aðföng

Magnús Jónsson í Tjaldanesi, seldi, 1909.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Skráning Páls Eggerts Ólasonar á handritinu er aðgengileg í ritinu Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins , 1. bindi, bls. 536-538 .

Halldóra Kristinsdóttir frumskráði 4. apríl 2017.

Viðgerðarsaga

Notaskrá

Titill: Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins
Ritstjóri / Útgefandi: Páll Eggert Ólason
Umfang: I-III
Lýsigögn
×

Lýsigögn