Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

Lbs 1199 I-IV 4to

Samtíningur ; Ísland, 1650-1860

Titilsíða

Edda Snorra Sturlusonar lögsögumanns. Samantekin árið 1215 ásamt ýmsum öðrum fornfræðaritlingum. Samanfest í eitt á Flatey á Breiðafirði árið 1830 (fremra saurblað 4r)

Athugasemd
4 hlutar (I-IV)
Tungumál textans
íslenska (aðal); latína; hebreska

Innihald

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
v + 220 + iii blöð (190 mm x 150 mm). Auð blöð: 9r, 40, 48v, 71,100v, 110v.
Skrifarar og skrift
Ýmsar hendur.

Titillinn er á fremra (innskotnu) saurblaði 4r með hendi síra Ólafs Sívertsen í Flatey.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Í handritinu eru bæði eldri og yngri saurblöð. Fremri saurblöð 1-2 hafa augsýnilega verið spjaldblöð þar sem á þeim sjást ummerki um lím, en eru nú laus frá spjaldi. Sama gegnir um aftari saurblöð 2-3.

Fremra spjaldblað er bréf dagsett 14. apríl 1841, ritað af Magnúsi Nikulássyni í Brekku.

Fremra saurblað 1 (laust spjaldblað) er bréf dagsett 30. apríl 1841, ritað af Guðmundi Jónssyni í Hvammsdal.

Fremri saurblöð 4-5 eru yngri. Á fremra saurblaði 4r er titill: Edda Snorra Sturlusonar lögsögumanns. Samantekin árið 1215 ásamt ýmsum öðrum fornfræðaritlingum. Samanfest í eitt á Flatey á Breiðafirði árið 1830.

Á fremra saurblaði 5 er efnisyfirlit handritsins og er það og titilsíðan með hendi síra Ólafs Sívertsen í Flatey.

Á aftara saurblaði 2v er athugasemd síra Ólafs Sívertsen um handritið.

Aftara saurblað 3 er bréf dags. 13. apríl 1841, ritað af Jóni Þorleifssyni á Kleifum.

Aftara spjaldblað er bréf.

Band

Skinnband, þrykkt og með upphleyptum kili.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland 1650-1860?.
Ferill

Úr safni séra Eiríks Kúld 8. maí 1994 (fremra saurblað 3r).

Aðföng

Úr safni Jóns Þorkelssonar þjóðskjalavarðar, keypt 1904.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Halldóra Kristinsdóttir fór yfir skráningu 4. desember 2012 ; Eiríkur Þormóðsson lagfærði 25. nóvember 2009 ; Handritaskrá, 1. b. ; Sagnanet 23. september 1999.
Viðgerðarsaga

Athugað 1999.

Hluti I ~ Lbs 1199 I 4to

Tungumál textans
íslenska (aðal); latína; hebreska
1 (1r-1v)
Edda með sínum ævintýrum
Titill í handriti

Bókin Edda með sínum ævintýrum. Formáli

Upphaf

Margar eru meiningar um það hvaðan Eddu nafn hafi sín rökréttu upptök …

2 (2r)
Frásögn sjálfs Eddu autors
Titill í handriti

Nú hið fyrsta hefur frásögn sjálfs Eddu autors sem eg meina að sé Snorri Sturluson

Upphaf

Príamus kóngur átti marga sonu …

3 (2)
Önnur innleiðsla
Titill í handriti

Önnur innleiðsla

Upphaf

Svo sem mannkynið fjölgaðist í heiminum …

4 (3r-8v)
Formáli nýgjörður
Titill í handriti

Annar formáli nýgjörður

Upphaf

Ljóst er mönnum af Mosisbók Genesi …

5 (10r-39v)
Edda
Titill í handriti

Hér byrjar bókina Eddu með sínum formála

Upphaf

Edda er íþrótt ein af forndiktuðum fróðra manna dæmisögum …

Athugasemd

Á blaði 9v stendur með hendi síra Ólafs Sívertsen: Edda Snorra Sturlusonar lögsögumanns. Samantekin anno xti 1215

Laufás-Edda

6 (41r-48r)
Bylting Cromwells
Upphaf

Þegar kóngurinn í Englandi, Carolus, var af general eða foringja parlamentisins Fairfax hafður úr kastala[num] Carrisbrock …

Athugasemd

Um byltingu Cromwells á Englandi og Karl I.

Án titils í handriti

Blániðurlag sýnist vanta vegna afskurðar

7 (49r-53v)
Hávamál
Titill í handriti

Hávamál hin gömlu

Upphaf

Gættir allar / áður en gangi fram …

Niðurlag

… heilir þeir er hlýddu.

Efnisorð
8 (53v-55r)
Heiðreks gátur
Titill í handriti

Gátur Gestumblinda

Upphaf

Heiðrekur hét konungur er réð fyrir Reiðgotalandi …

Niðurlag

… Þeir voru viij til samans.

Efnisorð
9 (55v)
Gáta
Titill í handriti

Bóndi nokkur sendi húskarl sinn einn morgun að hugleiða um tún […]

Upphaf

Eg sá fljúga fugla marga

Efnisorð
10 (56r-63v)
Háttatal
Titill í handriti

Háttalykill eður tal Snorra Sturlusonar

Upphaf

Dróttkvætt / lætur sár Hákon heitir …

Niðurlag

… enn stillis lof.

Efnisorð
11 (64r-67v)
Háttalykill hinn skemmri
Titill í handriti

Háttalykill sem Loftur hinn ríki kvað

Upphaf

Fyrst vil eg mætu musti …

Niðurlag

… líf, dauða.

Efnisorð
12 (67v-70v)
Bragarhættir á rímum
Titill í handriti

Nú eftirfylgir um bragarhætti ýmislega á rímum

Upphaf

Gluggar lýstu glæstum sal …

Efnisorð
13 (72r-75v)
Hugsvinnsmál
Titill í handriti

Hugsvinnsmál harla nytsöm

Upphaf

Heyri seggir þeir eð vilja að sið lifa …

Niðurlag

… Hér er nú ljóðum lokið.

Athugasemd

Íslensk gerð Disticha Catonis

14 (75v-79v)
Skynsamlegar spurningar og andsvör
Titill í handriti

Skynsamlegar spurningar og andsvör uppá þær gefnar, fróðlegar og mjög minnilegar

Upphaf

Hvað er það sem aldrei tekur gisting né veru til samans …

Niðurlag

… Hvað verður ei í kistu læst? Lukkan.

Efnisorð
15 (80r-80v)
Sigurdrífumál
Titill í handriti

Sigdurdrífumál [sic] (eða Brynhildarljóð) sem hún talaði til Sigurðar unnasta síns eftir það hann hjó hamánauðanna af henni

Upphaf

Bjór færi ég þér / brynþings valdur

Niðurlag

… hjá Sigurði

Athugasemd

Hluti af kvæðinu, hefst á 5. erindi

Efnisorð
16 (81r-89v)
Rúnaútlegging Björns á Skarðsá
Titill í handriti

Nokkuð lítið samtak um rúnir. Hvaðan þær séu, hvörjir þær hafi mest tíðkað eður iðkað, hvar af sitt nafn hafi: um margfjölda þeirra, megn og kraft. Ásamt ráðningu þeirra dimmu Rúnaljóða Brynhildar Buðladóttur með því fleira hér að hnígur. Bráðafangs uppteiknað til umbóta vitra manna á Skarðsá í Skagafirði anno 1642

Upphaf

Um komu Asiæ manna hingað í Norðurlönd …

Niðurlag

… er margt kann að finnast.

17 (90r-91v)
Völuspá
Titill í handriti

Völuspá eftir Sæmundar Eddu

Upphaf

Hljóðs bið ég allar / helgar kindur …

Niðurlag

… nú mun hún sökkva.

Efnisorð
18 (92r-93r)
Vafþrúðnismál
Titill í handriti

Vafþrúðnis jötuns mál

Upphaf

Ráð þú mér nú Frigg / alls mig fara lystir …

Niðurlag

… en þaðan af ættir alast.

Efnisorð
19 (93r-95v)
Sólarljóð
Titill í handriti

Hér skrifast Sólarljóð

Upphaf

Fé og fjörvi / rændi fyrða kind …

Niðurlag

… en hinum líkn er lifa.

20 (96r-100r)
Edda
Upphaf

Gangleri hóf svo mál sitt …

Niðurlag

… og njóttu nú sem þú namst.

Athugasemd

Gylfaginning

Titill í handriti ólæsilegur vegna afskurðar

Hluti af verkinu

21 (101r-110r)
Réttmæli úr norrænu
Titill í handriti

Forntöluð réttmæli úr norrænu

Athugasemd

Víða eyður á blöðum, e.t.v. ætlaðar til seinni uppfyllingar

22 (111r-132v)
Mannanöfn og merking þeirra
Titill í handriti

Onomatologia propriorum mominum gentis islandiæ, eorumq(ve) etymon. Nafnatal og þýðingar hvað þessi þjóð um hönd hefur, með sínum rökum og upptöku. Með slíkri glosseran sem einn lesinn maður hefur fyrir sitt leyti getað uppleitað

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
132 blöð. Auð blöð: 9r, 40, 48v, 71, 100v, 110v.
Skrifarar og skrift
Þrjár hendur ; Skrifarar:

I. Óþekktur skrifari (1r-8v, 10r-33v, 34r-39v, 41r-48r, 49r-55v, 64r-70v, 72r-100r, 101r-110r, 111r-132v)

II. Óþekktur skrifari (56r-63v)

III. Síra Ólafur Sívertsen (9v, 34r-39v)

Skreytingar

Allvíða skreyttir upphafsstafir.

Skrautstafir: 49r, 53v, 82v, 89v

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Blöð 34-39 eru innskotsblöð með hendi síra Ólafs Sívertsen.

Páll Eggert Ólason bendir á í handritaskrá að líkindi séu með hönd skrifara I og rithönd Hákonar Ormssonar sýslumanns.

Í Edduhluta handritsins eru allvíða athugasemdir á spássíum. Í efnisyfirliti á fremra saurblaði 5r eru þær sagðar eftir Gunnar Pálsson.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland 1650-1860?.

Hluti II ~ Lbs 1199 II 4to

Tungumál textans
íslenska (aðal); latína
1 (133r-137r)
Orðskviðir og heilræði
Upphaf

Áhuginn uppvekur …

Niðurlag

… kátleg þykir saga.

Athugasemd

Án titils í handriti

Orðskviðir og heilræði í ljóðum og í stafrófsröð. Nær aftur í bókstafinn q. Sums staðar eru skýringar á latínu. Eignað Magnúsi Jónssyni prúða í handritaskrá

2 (137v-140v)
Hávamál
Titill í handriti

Hér byrja Hávamál hin gömlu

Upphaf

Gáttir allar / áður gangi fram …

Niðurlag

… heilir þeir sem hlýddu.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Vatnsmerki.

Blaðfjöldi
8 blöð.
Skrifarar og skrift
Ein hönd.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Í handritaskrá er rithönd þessa hluta talin frá því um 1700.

Málshættir. Bætt við síðar með annarri hendi sem fyrirsögn á blaði 133r .

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland 1680-1720?.

Hluti III ~ Lbs 1199 III 4to

Tungumál textans
íslenska (aðal); danska
1 (141r-162v)
Um farva og blek
Titill í handriti

Ein lítil en þó konstrík bók um aðskiljanlegan farva og blek, hvörnin maður skuli lita tré, bein, járn, glas, bursta, klæði, silki, skinn og leður sem og um aðskiljanlegan farva að tilbúa til að skrifa og mála með öllum skrifurum, málurum, bylæta úthöggvurum, snikkurum og skómökurum og öðrum hér til listhafandi til þénustu. Samanskrifað fyrst í þýsku máli af þeim víðfræga og velvísa manni Alexio Pedemontano og síðan almennilega á danskt mál sett sérhvörjum sem girnist til nota og þénustu

Upphaf

Góðan bláan farva að tilbúa …

Athugasemd

Nafn höfundar (Alexius Pedemontanus) er dulnefni eða höfundarnafn Girolamo Ruscelli

2 (163r-163r)
Brennivínsdyggðir
Titill í handriti

Brennivínsdyggðir sé það hóflega brúkað

Upphaf

Kveisa og verkur, hvar helst hann er í hryggnum eður beinunum …

Niðurlag

… styrkir skinnið og hörundið.

3 (163r-163v)
Um edik
Titill í handriti

Um edik

Upphaf

Þegar öl eður pæremust verður mjög gamalt …

Niðurlag

… og hasta því.

4 (163v-163v)
Að sjóða lög eða laka
Titill í handriti

Að sjóða lög eður laka sem kann brúkast til kjöts og fisks árið um kring

Upphaf

Tak allan saltlög, hvort heldur verið hefur á fiski eður keti og hvað gamall hann vera kann …

Niðurlag

… að leggja í fyrrnefndan saltlaka.

5 (164r-164r)
Ediksgerð
Titill í handriti

Edik gott að gjöra

Upphaf

Tak stál eður járn, gjör það glóandi …

Niðurlag

… svo verður það aftur sterkt innan 2 daga.

6 (164r-164r)
Edikstilreiðsla
Titill í handriti

Annarslags edik að tilreiða

Upphaf

Tak vínstein, steyt hann til méls …

Niðurlag

… svo verður það gott edik.

7 (164r-164v)
Um matreiðslu eggja
Athugasemd

Nokkrar aðferðir, hver með sinni yfirskrift en án sameiginlegs titils í handriti

8 (165r-195r)
Konstrík Illuminerbók
Titill í handriti

Ein ný og konstrík Illuminerbók. Það er hvörnin vituglega gjöra og tilreiða skal hvörslags farva, hvað að er mjög listugt og gagnlegt að vita fyrir skrifara og málara og aðra sem soddan verknað elska. Hér með fylgja nokkur ný konststykki sem aldrei hafa áður á prent útgengið. Authore Valentino Bolten af Rufach í þýsku, en síðar á dönsku útlagt

Upphaf

Nær þú vilt gjöra hið fyrsta og besta temprunarvatn, þá gjör það svoleiðis …

Niðurlag

… þess hertara þú gjörir það, þess harðara verður það.

Athugasemd

Aftan við textann er Registur yfir þessa illuminersbók

9 (195v-196v)
Nokkuð um fiskirí
Titill í handriti

Nokkuð um fiskirí

Athugasemd

Ráðleggingar um fiskveiðar og ýmis heilræði og læknisdómar

10 (196v)
Vísa
Upphaf

Illa párað er nú blað / að trú ég margur finni …

Niðurlag

… með kreptri hendi sinni.

Athugasemd

Án titils í handriti

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
56 blöð.
Tölusetning blaða
Gömul blaðsíðumerking 13-40 (147r-160v), 1-57 (165r-193r).
Umbrot
Griporð.
Skrifarar og skrift
Tvær hendur ; Skrifarar:

I. Síra Páll Björnsson í Selárdal (149v-164v, 173r-188v, 191r-194v)

II. Óþekktur skrifari (141r-148v, 165r-172v, 189r-190v, 195r-196v)

Skreytingar

Skrautstafir á blöðum 141r og 165r sem eru titilsíður.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland 1650-1750?.

Hluti IV ~ Lbs 1199 IV 4to

Tungumál textans
íslenska (aðal); latína
1 (197r-220v)
Alfræði
Titill í handriti

Collectæ ex mundi meteoro mystico aliqvot sententiæ

Athugasemd

Margháttaður fróðleikur

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
24 blöð.
Skrifarar og skrift
Ein hönd.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland 1700-1799?.

Lýsigögn