Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

Lbs 1055 4to

Kvæðabók ; Ísland, 1787-1788

Titilsíða

Andleg gígja eður hljóðfæri af´sálmum, vísum, rímum, kvæðum og dæmisögum samantekin börnum mínum og náungum til fróðleiks í Guðs orði og annarrar nauðsynlegrar undirvísunar, af föðurlegri ástsemi uppskrifuð og til æfiminningar eftirlátin af Guðmundi Erlendssyni kirkjupresti að Felli í Sléttuhlíð í Hegranesþingi anno 1654. Salm. 104. Ég vil syngja drottni mína lífsdaga, og minn Guð lofa svo lengi sem ég er. Að nýju uppskrifað eftir authoris eigin bók af mér undir skrifuðum að Lambavatni á Rauðasandi 1692-3- og 4. Jonas Olivius MS. En ég byrjaði í Decembri 1787. Marcus Eyjólfsson.

Tungumál textans
íslenska

Innihald

Gígja
Athugasemd

Eftirrit Markúsar Eyjólfssonar eftir eftirriti síra Jóns Ólafssonar á Lambavatni.

Óheilt, vantar tvö blöð.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
308 blöð (190 mm x 160 mm).
Ástand

Tvö blöð vantar í handritið; annars vegar milli blaða 154 og 155 og hins vegar milli blaða 156 og 157. Það eru blaðsíður sem ættu að vera merktar 303-304 og 309-310.

Skrifarar og skrift
Ein hönd ; Skrifari:

Markús Eyjólfsson

Nótur
Í handritinu eru átta sálmar með nótum:
  • Jesú Christi þér þakka ég (64r)
  • Hvenær mun koma minn herrann sá (67v)
  • Einn herra fór til forna (71r)
  • Það stillir sturlanir, styggð og neyð (72r)
  • Diktar lofkvæði Davíðs son (127v)
  • Rís mér hugur við heimi (135v)
  • Ein mektug frú að minni sjón (157v)
  • Dómara einn ég vissan veit (171r)
Band

Skinnheft.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland, 1787-1788.
Ferill

Á titilblaði er nafnið Jón Þórarinsson með stimpli.

Á blaði 4r stendur: Þessar bókar er ég undirskrifaður réttur eigandi, han[a] hefur gefið mér hún dyggða ríka og elskandi móðir Helga Þorvaldsdóttir. Til merkis mitt undir skrifað nafn Guðmundur Pálsson, Höfða, dag 10. Decembris 1789.

Á aftara spjaldi er skýrslubrot um fædda, dagsett í Hvammi 6. janúar 1799 og þar á eru skrifuð nöfnin Ástríður Pálsdóttir og Páll Jónsson. Ekki er ólíklegt að það séu nöfn systur og systursonar ofangreinds Guðmundar Pálssonar.

Aðföng

Keypt 4. apríl 1908 af Helga Andréssyni á Flateyri.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Guðrún Laufey Guðmundsdóttir bætti við skráninguna 14. janúar 2019; Halldóra Kristinsdóttir frumskráði 30. janúar 2017 ; Handritaskrá, 1. bindi, bls. 426-427.
Lýsigögn
×
Efni skjals
×
  1. Gígja

Lýsigögn