Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

Lbs 946 4to

Sögubók ; Ísland, 1724

Titilsíða

Sagnabók af allmörgum meiriháttar fornmönnum … Með kostgæfni saman safnað og til dregið af Bjarna Péturssyni annó 1724. Með kostgæfni saman safnað og til dregið af Bjarna Péturssyni annó 1724. En nú að nýju á límt og saman bundið af Sólmundi Jónssyni að forlagi Jóhannesar Jónss., árið eftir Guðs burð 1844.(1r)

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (2r-66r)
Gautreks saga og Hrólfs saga Gautrekssonar
Titill í handriti

Hér byrjast sagan af Hrólfi Gautrekssyni og byrjast fyrst Skafnatungs þáttur og svo sagan sjálf

Athugasemd

Gautreks saga er á 2r-16v, en Hrólfs saga 16v-66r

2 (66v-102r)
Völsunga saga
Titill í handriti

Hér byrjar Völsunga sagan

3 (103r-106v)
Sigurdrífumál skýringar
Titill í handriti

Útlegging yfir Sigurdrífumál

Athugasemd

Kvæðaskýringar

4 (107r-190r)
Egils saga Skallagrímssonar
Titill í handriti

Hér byrjast saga af Eigli Skallagrímssyni

Athugasemd

Á blaði (190v) er nafnið Bjarni Bæringsson í Ásgarði

5 (191r-215v)
Víga-Glúms saga
Titill í handriti

Glúms sögu Eyjólfssonar byrjar með þessum upptökum

Athugasemd

Framan við, til hliðar við titil: Víga-G[lú]ms sag[a]

6 (215v-234v)
Þorsteins saga Víkingssonar
Titill í handriti

Sagan af Þorsteini Víkingssyni

7 (235r-267v)
Bevers saga
Titill í handriti

Hér skrifast sagan Bevusar

Skrifaraklausa

Aftan við, rammað inn í e-t útflúr: Hér byrjast. - Vera kann að þetta gefi vísbendingu um að e-t efni vanti milli bl. 267 og 268

Efnisorð
8 (268r-282v)
Samsons saga fagra
Titill í handriti

Hér skrifast sagan af Samsoni fagra

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír

Vatnsmerki

Blaðfjöldi
i + 282 + i blöð (166 mm x 145 mm) Autt blað: 102v
Umbrot
Griporð
Skrifarar og skrift
Ein hönd að mestu (blöð 103-106 með annarri hendi, blöð 1-4, 187, 215-234, 275-282 með yngri hendi frá 1844, óvíst er um annað)

Óþekktur skrifari

Skreytingar

Upphafsstafir á stöku stað stórir og skreyttir, einkum framan og aftan til í handriti

Skrautstafir: 235r, 268r, 272r

Litaðir upphafsstafir, litur rauður: 66v

Litaður titill og upphaf, litur rauður og blár: 107r

Litaður titill og upphaf, litur rauður: 191r

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Handritið var skrifað árið 1724 fyrir Bjarna Pétursson sýslumann á Skarði (1r)

Samkvæmt handritaskrá eru þrjár hendur á handritinu

Innskotsblöð 1-4, 187, 215-234, 275-282

Innskotsblöð eru sennilega skrifuð 1844 (samanber 1r)

Blað 1r er titilsíða: Sagnabók af allmörgum meiriháttar fornmönnum … [ef til vill er hér átt við Sólmund bónda á Mjóabóli í Haukadal, og Jóhannes nágranna hans á Smyrlhóli (samanber væntanlega útgáfu Chris Sanders á Bevers sögu)]

Blað 1v: Innihald bókarinnar [efnisyfirlit]

Band

Skinnband með tréspjöldum, þrykkt og með spennu

Með handritinu liggja ræmur úr ýmsum rituðum blöðum (t.d. bréfum) sem verið hafa í bandinu

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland 1724
Ferill

Eigandi handrits: Kristín Bjarnadóttir á Bæ í Hrútafirði, Bæringssonar í Ásgarði? (fremra saurblað r-hlið og aftara saurblað v-hlið). - Nafn í handriti: Bjarni Bæringsson í Ásgarði (190v)

Aðföng

Eiríkur Sverrisson, seldi, 8. apríl 1903

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Sigrún Guðjónsdóttir lagaði skráningu, 28. janúar 2010 ; Handritaskrá, 1. b. ; Sagnanet 4. desember 1998
Viðgerðarsaga

Athugað 1998

viðgert

Myndir af handritinu
missing spóla negativ 16 mm 39 spóla negativ 16 mm 188 spóla negativ 35 mm ; án sp. Samson fagri í þessu handriti
Lýsigögn
×

Lýsigögn