Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

Lbs 551 4to

Uppkast til forsagna um brúðkaupssiðu hér á landi ; Ísland, 1760

Titilsíða

Uppkast til forsagna um brúðlaupssiðu hér á landi helst þegar efnaðir menn eiga í hlut, er meira vilja við hafa svo sem um brúðgumareið, brúðargang, sætaskipan og rétta tölu. Um ýmisleg minni sem leyfilegt er að brúka, með tilgjörðum ræðum og vísna söngvum fyrir þeim. Um aðskiljanlega leika og skemmtanir er hafast kunna bæði í brúðlaupum og öðrum veislum á Íslandi. Eins um ýmisar aðrar serimóníur sem brúka má í slíkum samkvæmum. Samantekin eftir viðteknum sæmilegum landsins venjum, að fornu og nýju; víða lagfærð eftir alþjóðlegu siðgæði og jafnframt aukin með slíkum kurteislegum siðbótum annarra þjóða, fornum eður nýjum, sem vel geta viðgengist hér á Íslandi. (1r)

Athugasemd
Handritið var gefið út undir titlinum Uppkast til forsagna um brúðkaupssiðu hér á landi árið 1999.
Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1v-38v)
Uppkast til forsagna um brúðkaupssiðu hér á landi
Efnisorð
1.1 (1v)
Efnisyfirlit
Titill í handriti

Inntak þessa brúðlaupssiða bæklings

1.2 (2r-38v)
Brúðkaupssiðir
Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
i + 38 + i blað (200 mm x 160 mm).
Tölusetning blaða
Blaðsíðutal 2-75 (2r-38v).
Kveraskipan

5 kver.

  • Kver I: bl. 2-9, 4 tvinn. Að auki stakt blað framan við.
  • Kver II: bl. 10-17, 4 tvinn.
  • Kver III: bl. 18-25 ,4 tvinn.
  • Kver IV: bl. 26-33, 4 tvinn.
  • Kver V: bl. 34-37, 2 tvinn. Að auki stakt blað aftan við.

Umbrot

Eindálka.

Leturflötur er ca. 180-190 mm x 122-127 mm.

Línufjöldi er 37-42.

Ástand
Hæð blaðs 38 ögn minni en annarra blaða handritsins líkt og skorið hafi verið ofan af því (190 mm x 160 mm).
Skrifarar og skrift
Ein hönd ; Skrifari:

Eggert Ólafsson

Skreytingar

Texti titilsíðu er bikarlaga (1r).

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Minni og meiri athugasemdir á spássíum nær allra blaðsíðna.

Á blaði 1r (titilsíðu) er með dökku bleki efst í vinstra horni skrifað einni rún nafn Eggerts Ólafssonar og beint á móti á fremra saurblaði v er nafn Eggerts skrifað á venjulegan hátt með rúnum og til þess notaður blýantur. Svipar þetta til þess að ráðning rúnarinnar á titilsíðu hafi verið skrifuð á saurblaðið.

Band

Pappaspjöld klædd brún- og gulyrjóttum pappír með marmaramynstri, skinn á kili, rexín á hornum, gylling á kili. (210 mm x 170 mm x 12 mm)

Á kili: Brudkaups Sidir.

Tekið úr bandi fyrir myndun.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland 1760.
Ferill

Á fremra spjaldblað v er límdur miði með þessari athugasemd Jóns Árnasonar: Þessi brúðkaups siðabók Eggerts lögmanns Ólafssonar með hans eiginhendi er gefin mér 7. janúar 1857 af húsfrú Þórunni Magnúsdóttur Stephensen á Ytrahólmi. Jón Árnason.

Aðföng
Jón Árnason hefur afhent safninu einhvern tímann á milli 1859 og 1888.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Eiríkur Þormóðsson uppfærði skráningu14. nóvember 2011 ; Sigrún Guðjónsdóttir frumskráði fyrir myndvinnslu, 8. október 2010 ; Handritaskrá, 1. b.
Viðgerðarsaga

Athugað fyrir myndatöku 13. október 2010 Ritað inn að kili - ómögulegt að mynda nema tekið sé í sundur.

Myndað í október 2010.

Myndir af handritinu

Myndað fyrir handritavef í október 2010.

Notaskrá

Höfundur: Jón Jónsson Aðils
Titill: Dagrenning: Fimm alþýðuerindi
Umfang: s. [6], 151
Höfundur: Eggert Ólafsson
Titill: Heimildarit Söguspekingastiftis ; 2, Uppkast til forsagna um brúðkaupssiðu hér á landi
Ritstjóri / Útgefandi: Þorfinnur Skúlason, Örn Hrafnkelsson
Umfang: s. xiii, 144 s.
Höfundur: Þorvaldur Thoroddsen
Titill: Landfræðissaga Íslands
Umfang: I-IV
Lýsigögn
×

Lýsigögn