Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

Lbs 400 4to

Sæmundar-Edda ; Ísland, 1770-1820

Titilsíða

Sú elsta heimsspeki kölluð Völuspá eður Sæmundar-Edda. Útskrifuð úr bókasafni Petri Johann Resenii í Kaupmannahöfn anno Christi MDCLXXIII (1r)

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-161r)
Edda
Titill í handriti

Snorra-E[…]. Formáli

Vensl

Líklega afrit af útgáfu Resens á Snorra-Eddu frá 1665 sem að vísu passar ekki við ártalið á titilsíðu sem er 1673

Skrifaraklausa

að Reykholti þann 28. nóvember 1839 (161r)

Athugasemd

Gylfaginning og hluti Skáldskaparmála.

Hluti af verkinu.

2 (161r-163r)
Formáli málfræðiritgerðanna í Eddu
Upphaf

Nú um hríð hefir sagt verið …

Athugasemd

Án titils.

3 (163r-177r)
Fyrsta málfræðiritgerðin
Upphaf

Í flestum löndum setja menn á bækur …

Athugasemd

Án titils.

4 (177r-183r)
Önnur málfræðiritgerðin
Upphaf

Nú fyrir því að maðurinn sé skynsamlegum anda skrýddur …

Athugasemd

Án titils.

5 (183r-219r)
Þriðja málfræðiritgerðin
Titill í handriti

Hljóð er allt það er um kvikindiseyru má heyra …

6 (219r-239r)
Fjórða málfræðiritgerðin
Upphaf

Prothesos paraloge verður …

Athugasemd

Án titils.

7 (239v-325r)
Edda
Titill í handriti

Hvernig er ókennd setning skáldskapar? …

Athugasemd

Síðari hluti Skáldskaparmála og Háttatal

Án titils, hluti af verkinu.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír

Vatnsmerki

Blaðfjöldi
i + 325 + i blöð (200 mm x 146 mm)
Tölusetning blaða

Gömul blaðsíðumerking 2-647 (3v-325r).

Handritið var blaðmerkt fyrir myndatöku. Blað 86 er ómerkt og blað 87 ranglega merkt 86.

Hvert blað frá blaði 87 er einum hærri.

Umbrot
Griporð
Skrifarar og skrift
Ein hönd

Óþekktur skrifari

Skreytingar

Skrautrituð titilsíða: 1r.

Bókahnútur á: 1r skreyttur andlitsmynd.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Á 1v er athugasemd um efni og titil þessa handrits

Á 2r-2v er athugasemd um efni handrits með annarri hendi

Band

Skinnband

Fylgigögn

Með handriti liggur einn seðill með efnisyfirliti sálmahandrits (líklega Lbs 399 4to) og efnisyfirliti þessa handrits.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland [1770-1820?]

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Örn Hrafnkelsson las yfir og lagfærði fyrir myndvinnslu 4. janúar 2010 ; Sigrún Guðjónsdóttir lagaði skráningu, 5. október 2009 ; Handritaskrá, 1. b. ; Sagnanet 19. ágúst 1999
Viðgerðarsaga

Athugað 1999

viðgert

Lýsigögn
×

Lýsigögn