Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

Lbs 221 4to

Kvæðasafn ; Ísland, 1760-1770

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-18v)
Ísland
2 (19r-34v)
Búnaðarbálkur
Titill í handriti

Nokkrar hugleiðingar framsettar í ljóðum sem nefnast Búnaðarbálkur

3 (35r-50v)
Lilja
Titill í handriti

Lilja Eysteins

4 (51r-60v)
Gimsteinn
Titill í handriti

Gimsteinn Eysteins

5 (62r-64r)
Þrælaríma
Upphaf

Eikinskjalda húna hind / hleypa skal úr orða vör …

Efnisorð
6 (64r-71r)
Kvennadans
Titill í handriti

Kvæði sem Kvennadans heitir

7 (71r-71v)
Klófuglakvæði
8 (72r-73r)
Rútukvæði
9 (74r-80r)
Sálmar
Titill í handriti

Andlegur sálarinn fögnuður vegna óbriðganlegs sannleika eilífs lífs og þar með áminning að kristinn maður vel og vandlega hugsi þar um

Efnisorð
10 (82r-82v)
Eftirmæli Guðrúnar Vigfúsdóttur
11 (83r-83v)
Eftirmæli Guðmundar Þorkelssonar og Guðrúnar Þorkelsdóttur
Titill í handriti

Fá og einföld orð til minningar og oss öllum til guðrækilegrar uppvakningar eftir þessa sálugu Guðs ástvini virðulegra foreldra elskuleg ungbörn Guðmund Þorkelsson og Guðrúnu Þorkelsdóttur sem jörðuð voru í Guðsbarnareit á Ökrum þann 9da septembris 1763

12 (84r-85r)
Eftirmæli Vilborgar Tómasdóttur
Titill í handriti

Fáein sálmvers eftir þá Guðelskandi og dyggðumgæddu heiðurskvinnu Vilborgu sálugu Tómasdóttur oss öllum til huggunar og uppvakningar

13 (86r-87v)
Eftirmæli Andrésar Pálssonar
Titill í handriti

Nokkur sálmvers til minningar eftir þann ættgöfuga og sómagædda yngismann Andrés sáluga Pálsson

15 (89r-91r)
Tröllakvæði
16 (91r-99v)
Tímaríma
Efnisorð
17 (100r-103v)
Árgali
Athugasemd

Ort 1677.

19 (108r-118)
Háttalykill
Efnisorð
20 (119r-120v)
Eftirmæli Sigurðar Jónssonar
21 (121r-124v)
Veðrahjálmur

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
iv + 124 + i blöð (182 mm x 150 mm). Auð blöð: 61r-61v, 73v, 80v-81v, 85v, 118v.
Skrifarar og skrift
Ein hönd ; Skrifari:

Árni Böðvarsson

Spássíugreinar og aðrar viðbætur
Titill á saurblaði 2r með hendi Páls Pálssonar stúdents. Efnisyfirlit með hans hendi á saurblöðum 3r-4v.
Band

Léreftsband (alband) með pappaspjöldum. Bundið af Páli Pálssyni. Álímdir miðar með hans hendi.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland, um 1760-1770.
Ferill
Úr safni dr. Hallgríms Schevings.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Halldóra Kristinsdóttir frumskráði 17. október 2016 ; Handritaskrá, 1. bindi, bls. 179.
Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Páli Pálssyni.

Lýsigögn