Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

Lbs 890 I fol.

Teikningar úr leiðangri Stanleys - Ísland ; Ísland, 1789

Tungumál textans
enska

Innihald

1 (1r-64r)
Teikningar úr leiðangri Stanleys - Ísland
Höfundur
Ábyrgð

??Resp.Key.art_is?? : John Baine

??Resp.Key.aut_is?? : Þóra Sigurðardóttir

Athugasemd

John Baine stærðfræðikennari í Edinborg. Teikningar úr leiðangri John Thomas Stanley til Íslands 1789 á 72 blöðum og sneplum, þ.e. myndir, uppdrættir og pennariss, margt í frumdráttum en annað unnið til meiri hlítar og litað. Fremst fyrir framan myndasíðurnar, er List of the Sketches in the Voyage to Iceland in 1789, þar sem sést að upphaflega var hér einnig um að ræða myndir bæði frá Orkneyjum, sem merkt er við að séu í eigu Stanleys, og Færeyjum, en þær voru gefnar Landsbókasafninu í Þórshöfn eftir að fest hafði verið kaup á þeim með Íslandsmyndunum.

Leiðarlýsing: 2. júlí landsýn suðurströnd Íslands. Siglt að Vestmannaeyjum með ströndinni fyrir Reykjanes og til Hafnarfjarðar, landað í Hafnarfirði 4. júlí. Frá Hafnarfirði til Bessastaða, til Reykjavíkur. Lagt í leiðangur til Krísuvíkur 9. júlí. Sigldur Faxaflói að Stapa, Snæfellsnesi landað við Stapa 14. júlí. Tilbaka til Hafnarfjarðar/Reykjavíkur. Lagt af stað í leiðangur til Heklu 29. júlí. Ferjaðir yfir Ölfusá og Þjórsá. Ná að Heklurótum 7. ágúst. Eru í Skálholti 11.ágúst. Koma að Geysi 12. ágúst. Að Þingvöllum 18. ágúst. Á leið til baka til Reykjavíkur koma þeir við við í myllu u.þ.b. 5 mílur frá Reykjavík. Til Reykjavíkur 19. ágúst. Síðasta síða í dagbók Baines skráð í Reykjavík 30. ágúst.

Efnisorð
1.1 (1r)
Landsýn og Vestmannaeyjar
Titill í handriti

Appearance of Westmann´s Islands ………………. about 23 miles at 8 h pm

Athugasemd

Heildarlýsing: Tvær fremur smáar láréttar snöggteiknaðar panorama teikningar á sömu örk, unnar með svörtu bleki og penna/ pennastöng á mjög þunnan pappír. Hvor teikning í tveimur hlutum, hvor upp af öðrum, lárétt. Teiknipappírinn límdur upp á þykkari pappírsörk.

Teikning 1: Láréttar hraðar línur sem marka sjóndeildarhring, smá form (eyjar) upp af línum sjóndeildarhringsins, þau skástrikuð. Til hægri á teikningu skráð NE i E , yst til hægri við kant pappírs, eitt form (eyja) merkt A . Teikningin heldur áfram í næstu línu. Lengst til vinstri í næstu línu skráð NNW og ysta form til vinstri merkt A - og þar í framhaldi NNE.

Teikning 2: Ný teikning í 3. línu. Form lengst til vinstri (eyja) merkt A. Láréttur sjóndeildarhringur eftir örkinni endilangri, fleiri form í klasa til hægri allt að kanti pappírsins. Teikningin virðist halda áfram í næstu línu. Lárétt lína sjóndeildarhrings með klasa af formum (eyjum) frá vinstri sem hverfa í yfirstrikuð óljós form (þoka).

Efnisorð
1.2 (2r)
Krísuvík
Titill í handriti

To Krusivig - . (Krísuvík). A beautiful little lake on the top of the sulphur mountains near Krusivig - from the N A

Athugasemd

Heildarlýsing: Tvær "panorama" teikningar unnar með svörtu bleki og penna/pennastöng á mjög þunnan pappír, sem virðist vera strokið yfir með þunnum fernis (sem hefur gulnað með tímanum?). Teikningarnar límdar hver upp af annarri á fremur þykka hvíta pappírsörk.

Teikning 1: Efst í horni til vinstri á efri teikningu : Skrifað 55, strikað yfir töluna 68 með blýanti. Skrifað með penna og bleki þar fyrir neðan : To Krusivig - . (Krísuvík) A beautiful little lake on the top of the sulphur mountains near Krusivig - from the N A. Teiknað með hröðum penna / pennastöng, allt að því samhverf (symmetrisk) "panorama" teikning. Í forgrunninum miðjum og langt út til beggja hliða: láréttar línur kyrrláts og spegilslétts vatnsyfirborðs. Með fínni línu dregið upp hringlaga form alls vatnsflatarins. Neðst beggja vegna er forgrunnur- móar/möl- teiknað með stuttum, þéttum, hröðum penna. Upp frá vatnslínunni í boga eru fjöllin sem kringja það og sem speglast í vatnsfletinum, lægst þau sem fjærst eru. Fjöllin rísa hæst í teikningunni til beggja hliða, dregin með löngum lóðréttum- og skádregnum línum sem eru þveraðar með þéttum, stuttum láréttum og skásettum línum. Jarðlögum og uppbyggingu bergs virðist veitt sérstök athygli. Breiðar línur þar sem pennanum er þrýst þétt á pappírinn, fínlegar línur þar sem teiknað er létt. Teikningin ákaflega lifandi og hlaðin athygli á viðfangsefninu.

Teikning 2: Efst í horni til vinstri á neðri teikningu: strikað yfir töluna 69 með blýanti, skrifað 56 með blýanti Skrifað með penna og bleki þar fyrir neðan: View of the boiling spring on the top of the sulphur mountain. July 9, h " hh pm the first mountain. Teiknað með hröðum penna / pennastöng, "panorama" teikning þar sem fjallsöxlin vinstra megin skarast fram fyrir fjallshrygg sem liggur hæst hægra megin og lækkar inn á bak við öxlina vinstra megin. Undir fjallsöxlinni vinstra megin er hringlaga form og upp frá því liggja á ská til hægri léttar óreglulegar bogalínur. Athygli teiknarans er á fjallsöxlinni til vinstri og hvernum undir henni, fjallshryggurinn hægra megin í myndfleti dreginn upp með meiri fjarlægð.

Efnisorð
1.3 (3r)
Krísuvík
Titill í handriti

Plan of a ……….mount of lava …………………between H…..and K………..mountains near Krisuvig

Athugasemd

Heildarlýsing: Tvær teikningar á sömu örk; planteikning vinstra megin, þverskurður hægra megin. Teiknað með penna/pennastöng á mjög þunnan teiknipappír. Límt upp á þykkari pappír.

Teikning 1: Teikningin vinstra megin er hringlaga form sem skipt er í þrjá meginhluta með Y-laga formi. Það form (Y-laga) er skyggt dökkt með lóðréttum og þéttum samsíða línum; gefur til kynna þykkar sprungur í 3 áttir, þykkust í miðju formsins, hver þeirra hcerfist í einn punkt við jaðar formsins. Innan hvers hinna þriggja hluta eru fleiri minni sprungur. Sá hluti sem er hægra megin er dekktur með láréttum línum og gefur það forminu rúmtak. Utan við jaðar formsins hægra megin er merkt B, en gagnstætt vinstra megin, utan við jaðar hringlaga formsins er merkt A. Lárétt punktalína dregin milli A og B.

Teikning 2: Lárétt lína milli a og b, C merkt á miðri láréttu línunni. Dregin lína upp af láréttu línunni í boga upp frá punkti a til punkts b með hápunkti í D, lóðrétt yfir punkti C. Skástrikaður kjarni innan formsins með gangi út um punkt D sem gefur til kynna tvenns konar berg innan bungunnar.

Efnisorð
1.4 (4r)
Krýsuvíkurbýlið
Titill í handriti

View of Krisuvig from the S.West

Athugasemd

Heildarlýsing: Tvær teikningar límdar upp á sömu þykku pappírsörkina, hver upp af annarri. Unnar með svörtu bleki og með penna/ pennastöng á mjög þunnan teiknipappír. Neðri teikningin (teikning 2) er panoramateikning á tveim jafnstórum blöðum, helmingi lengri en sú efri og lögð þunnum fernis (- sem hefur gulnað?). Teikningin er opnuð út á næstu síðu - eða brotin saman inn yfir blaðið.

Teikning 1: Teikningin sýnir Krísuvíkurbýlið og útihús, miklir gufubólstrar stíga upp í bakgrunni. Teikningin er unnin með hröðum stuttum pennastrikum, lárétt, lóðrétt og á ská. . Lengst til vinstri handan býlisins rís fjall með klettabeltum og fjallgarður í framhaldi af því sem teygir sig þvert yfir myndflötinn. Frá hægri, Krísuvíkurvatn.

Teikning 2: Skrifað með pennaskrift efst á teiknipappírinn - (skriftin er svo ofarlega á pappírnum að greinilegt er að skorið hefur verið ofan af teikningunni/skriftinni): View of Krisuvig from the S.West Hratt teiknuð panoramateikning af Krýsuvíkurbýlinu. Sýnir stærra svæði frá öðru sjónarhorni; frá suð-vestri.

Efnisorð
1.5 (5r)
Fjöll við Hafnafjörð
Titill í handriti

A…..lake on the top of the Sulphur Mountains near the top of the …..towards Havne- fjord and a little…………………..

Athugasemd

Heildarlýsing: Vatnslituð teikning límd upp á þykka pappírsörk. Teiknað yfir vatnslit með svörtu bleki og penna/pennastöng á mjög þunnan teiknipappír.

Teikningin er nokkuð mikið unnin og af augljósri ástríðu gagnvart viðfangsefninu sem er lítil hringlaga tjörn/stöðuvatn hægra megin í myndfletinum, en upp af því brattir tindar eða hraunhraukar en djúpt skarð milli þeirra vinstra megin við miðju myndflatar. Í upphafi er viðfangsefnið mótað með vatnslitunum; blágrár og rauðbrúnt vatnslitaskol, litur sumstaðar mikill og dökkur í fjöllunum, þunnur ljósblár/blágrár litur í vatni og himni. Síðan teiknað yfir með svörtu bleki / penna / pennastöng. Ákaflega lifandi og fjölbreytt línubeiting. Þétt, stutt strik, punktar og kommur, lárétt, lóðrétt og á ská í berginu, línur halla inn að tjörninni. Langar láréttar línur í himni og í vatni. Teikningin er hlaðin áhuga og ástríðu fyrir stund og stað. (Minnir á Van-Gogh (1853-1890) pennateikningarnar af ökrum, görðum og túnum - þ.e.a.s. teikniaðferðin, nálgun teiknarans).

Efnisorð
1.6 (6r)
Við Krýsuvík
Titill í handriti

Plan (observer´s..?) view of the east west ……pher : or ….lingvells near Krisuvig.

Athugasemd

Heildarlýsing: Planteikning límd upp á þykka pappírsörk. Unnið með svörtu bleki og penna/pennastöng á mjög þunnan teiknipappír.

Hröð teikning er sýnir svæði þar sem er dalur og hæðir og fjallgarður efst og þvert yfir. Hverasvæði; skrifað/merkt inn á teikninguna á mörgum stöðum. Merkt vinstra megin um miðju A. Lengst til hægri rétt neðan við miðju merkt B og inni í teikningunni ofan og hægra megin við miðju merkt C. Inn á teikninguna er merkt Sulph. á 5-6 stöðum, hér og þar á teikningunni.

Efnisorð
1.7 (7r)
Brennisteinsfjöll
Titill í handriti

View of the east-west sulph.well

Athugasemd

Heildarlýsing: Planteikning límd upp á þykka pappírsörk. Unnið yfir bláan, blágráan og okurbrúnan vatnslit með svörtu bleki og penna/pennastöng á mjög þunnan teiknipappír. Teikningin er lögð þunnum fernis (- sem hefur gulnað?)

Teiknað er andspænis brekkum þar sem eru tvö djúp gil sitt hvoru megin við rjúkandi hver. Athyglinni beint að hvernum með dökkum penna - og gufustróknum upp af honum. langar línur í brekkunum, styttri og ákafari strik í kringum hverinn og í fjöllum/hæðum í baksýn.

Skrifað inn á teikninguna neðst: Banks of sulphur Skrifað inn á teikninguna lengst til vinstri á ská: White clay Skrifað inn á teikninguna til hægri á ská : white clay and sulphur Skrifað inn á teikninguna fyrir miðju : Sulphur

Efnisorð
1.8 (8r)
Teikning af hver
Titill í handriti

Plan of the great well

Athugasemd

Heildarlýsing: Heildarlýsing: planteikning sem útskýrir afstöðu stærsta hversins (í Krísuvík?)

Skrifað inn á teikningu í forgrunni: Banks of sulphur Fleira er skrifað/merkt inn á teikninguna með skrifstöfum, ógreinilegt að lesa. Skrifað neðst á teikningu: A the great well where the matter blows as ink boils with violence ….Crust (?) where the matter boils with fury and noise C another hot

Efnisorð
1.9 (9r)
Teikning af hver
Titill í handriti

View of the great sulphur well....

Athugasemd

Heildarlýsing: Ein vatnslituð teikning límd upp á þykka pappírsörk. Unnið yfir bláan, blágráan og okurbrúnan vatnslit með svörtu bleki og penna/pennastöng á mjög þunnan teiknipappír. Teikningin er lögð þunnum fernis (- sem hefur gulnað?)

Ákaflega tjáningarrík teikning af stærsta hvernum ( the great well); hveraopið örlítið hægra megin við miðja teikningu, teiknað þéttum strikum sem mynda svartan flöt, léttari bogalínur þar uppaf og til vinstri við aðal hverinn, minna þríhyrningslaga dökkt hveraform, sem gufan stígur upp af.

Efnisorð
1.10 (10r)
Teikning af hver
Titill í handriti

General plan of the westmost boiling springs of the sulphur mountains near Krisuvig.

Athugasemd

Heildarlýsing: Planteikning límd upp á þykka pappírsörk. Unnið með svörtu bleki og penna/pennastöng á mjög þunnan teiknipappír.

Teikningin er planteikning, en ekki "skematísk" miklu fremur ákaflega tjáningarrík og minnir aftur á pennateikningar Van Gogh (um 100 árum síðar). Yfir myndflötinn liðast bugðótt lína sem sýnir að líkindum farvegi sjóðandi hveraleðju.

Skrifað neðst á teikningu til hægri: Boiling springs on banks of sulphur Skrifað neðst á teikningu til vinstri: Ýmsar fleiri athugasemdir skráðar inn á teikninguna: Banks of boiling well / Sulphur banks o.fl.

Efnisorð
1.11 (11r)
Fjallasýn
Titill í handriti

View of the westmost of the obiling springs. Plan N (?). The view from plan N near C

Athugasemd

Heildarlýsing: Vatnslituð teikning límd upp á þykka pappírsörk. Línuteikning með svörtu bleki og penna/pennastöng yfir bláan, blágráan, gulgrænan og okurbrúnan vatnslit á mjög þunnan teiknipappír.

Merkt A inn á teikninguna neðarlega vinstra megin við miðju á grænt svæði; þar fyrir ofan er stærsti gufustrókurinn - fyrir neðan gufustrókinn grænt svæði, skrifað SULPHUR Hægra megin við miðju er líka merkt SULPHUR Neðst á teikningunni er skrifaður texti sem ógreinilegt er að lesa Skriftin inni á teikningunni rennur á áhugaverðan hátt inn í sjálfa teikninguna, verður hluti af henni. Þegar vatnsliturinn var lagður í upphafi, hefur teiknarinn bleytt pappírinn vel sumstaðar þannig að hann er á köflum enn blautur þegar hann byrjar að teikna með pennastönginni, það gerir að línuna "blæðir" sumstaðar, bæði í teiknilínunum en einnig í skriftarlínunum. Það gefur línunni ákveðinn karakter, sem þéttir teikninguna, gefur henni meiri massa

Efnisorð
1.12 (12r)
Kaldá
Titill í handriti

The river Kaldaen loosing itself below the …….. between the Havenfjord and the Sulphur mountains.

Athugasemd

Heildarlýsing: Vatnslituð teikning límd upp á þykka pappírsörk. Línuteikning með svörtu bleki og penna/pennastöng yfir bláan, blágráan, gulgrænan og okurbrúnan vatnslit á mjög þunnan teiknipappír.

Teikningin er ákaflega lifandi og ástríðufull með mjög fjölbreyttri pennabeitingu/áferð; dimmt fjallið/hlíðin í forgrunni til hægri, hraunbreiðan lárétt yfir myndflötinn, opið og ljóst yfirborð árinnar, þétt fjallakeðja í baksýn - gráblár og okkur-vatnslitur liggur undir teikningunni, opinn og ljósblár himininn kallast á við ljósan litinn í ánni. Fremst fyrir miðju er teiknuð lág húsaþyrping.

Efnisorð
1.13 (13r)
Krísuvík
Athugasemd

Heildarlýsing: Panoramateikning, samsett, á tveim jafnstórum teikniörkum. Svart-hvít línuteikning með bleki og penna/pennastöng á mjög þunnan teiknipappír; límd upp á þykka pappírsörk.

Teiknarinn hefur haft óskipta athygli á viðfangefninu og gefið sér góðan tíma til að fullvinna verkið, teikningin er ítarlega unnin. Teikningin er á við vandlega unnar panoramateikningar Baine frá Færeyjum - úr sama leiðangri. Teikningin sýnir stórt svæði - panorama -(Krísuvík/Krísuvíkurvatn?) þar sem beggja vegna við vatnsyfirborð til vinstri og til hægri á teikningunni eru teiknaðir gufubólstrar í fjallshlíðum. Fjallakeðjan vinstra megin nær lárétt allt að miðju teikningarinnar og stíga bólstrar upp af nánast hverri hlíð. Gufubólstrarnir teygja sig í logninu inn í himininn sem er skýjaður og þungur; himinninn og gufubólstrarnir teiknaðir með fínlegum stuttum línum, beinum og bogadregnum sem skarast og krossast. Himininn, fjallgarðarnir og gufubólstrarnir ná yfir helming myndflatarins og eru teiknaranum tilefni mjög áhugaverðrar, fínlegrar og tjáningarríkrar teikningar þar sem mjög nákvæmum, fínum penna er beitt. Forgrunnur er grófari teikning, þykkari strik og dekkri fletir.

Engin skrift eða áletrun á teikningunni

Efnisorð
1.14 (14r)
Hafnafjörður
Titill í handriti

View of Havnefjord at 2 or 3 length……………

Athugasemd

Heildarlýsing: Panoramateikning, samsett, á tveim jafnstórum teikniörkum, sú til vinstri er helminguð lárétt. Svart-hvít línuteikning með bleki og penna/pennastöng á mjög þunnan teiknipappír; límd upp á þykka pappírsörk. Brotin saman um miðju, opnast til hægri.

Hröð panoramateikning af innsiglingu í Hafnarfjörð. Láréttar línur í sjávaryfirborðið, húsaþyrpingar beggja vegna við úfinn hraunkamb sem veltur í sjó fram um miðbik teikningar. Hraunkamburinn er höfundi efni í fjölskrúðuga og áhugaverða pennabeitingu.

Skrifað neðst til vinstri á teikningu: The horizon in this part is too high in consequence of its……………….taken on a different fol. of the D.book

Efnisorð
1.15 (15r)
Bessastaðir og Snæfellsnes
Titill í handriti

Bessestet from the observatory A the Casette of Bessestet B the Astronomer´s house

Athugasemd

Heildarlýsing: Tvær svart-hvítar línuteikningar með bleki og penna/pennastöng á mjög þunnan teiknipappír; límdar hvor upp af annarri á eina þykka pappírsörk. Neðri teikningin hefur augljóslega upphaflega verið panoramateikning af Snæfellsjökli, Stapa og Snæfellsnesi, á tveim teikniörkum, samsett, en hægri hluti teikningarinnar verið skorinn af rétt við samsetninguna þannig að aðeins sér örlítið af þeirri örk. Ónærgætnislega farið með teikninguna; teikningin hefur rifnað (við upplíminguna?), flipi af teiknipappírnum brotinn til hliðar við gat á pappírnum. Fleiri göt á teikningunni, inná henni og á jöðrum pappírsins.

Teikning 1: sýnir háreist en mjótt timburhús með háum og mjóum gluggaopum (the Observatory) í forgrunni til vinstri, hin húsin fjær til hægri, lauslega teiknuð fjöll í bakgrunni.

Teikning 2: Hröð panoramateikning af Snæfellsjökli og Stapa, gígurinn dreginn fram með geislalínum. Sbr. Volume 3 : Diary of John Baine bls. 96 í The Journals of the Stanley Expedition to the Faroe Islands and Iceland in 1789

Efnisorð
1.16 (16r)
Teikningar
Athugasemd

Heildarlýsing:

Teikning 1:

Teikning 2:

Efnisorð
1.17 (17r)
Arnarstapi
Titill í handriti

Plan of Stappen and the basalt columns

Athugasemd

Heildarlýsing: Planteikning teiknuð m. penna / bleki á þunnan teiknipappír, límd á þykkari pappír. Inni á planteikningunni af strandlengjunni af Stapasvæðinu fellir teiknarinn inn sérstaka einfalda planteikningu af basaltsúlum / stuðlabergs formum.

Inn á innfelldu teikninguna af basalt súlunum skrifað: Plan of forms ´ columns …… (ógreinilegt) Stappen Skráð inn á teikningu ýmsar athugasemdir: Efst í hornið til hægri: Foot of Stappen-hill Fyrir miðju yfir stórt svæði: Fine Grafs Lengst til hægri: Boat harbor and landing…… Vinstra megin við þessa athugasemd: Our first landing Lengst til vinstri merkt inn B og enn lengra til vinstri á litlu nesi: D , E

Efnisorð
1.18 (18r)
Hellar
Titill í handriti

Plan of the Caves of basalt at Stappen

Athugasemd

Heildarlýsing: Fjórar planteikningar á sömu örk teiknað með penna / bleki á þunnan teiknipappír, límd á þykkari pappír. Teikniörkinni er með pennateikningunni skipt upp í 4 reiti sem eru teiknaðar þannig að þeir virðast vera 4 aðskilin teikniblöð, pinnuð upp með litlum prjónum - prjónarnir eru teiknaðir í hornunum á þessum teiknuðu blöðum og fallskuggi teiknaður af prjónunum og af teikniblöðunum fjórum eins og blöðin séu lögð hvert yfir annað. Að öðru leyti lauslega teiknaðar skýringarmyndir.

Teikning 1: Plan of the Caves of basalt at Stappen - Þar fyrir neðan inn á sjálfa teikninguna Middle Cave (skrifað lárétt) about 30-35 f (skrifað lóðrétt ) about 35-40

Teikning 2: The most cave

Teikning 3: Elevation of the middle cave inn á sjálfa teikninguna, lóðrétt: ab. 50 or 60 f high

Teikning 4: Plan of the most cave of the 3 great ones

Efnisorð
1.19 (19r)
Skýringamyndir
Titill í handriti

………..Basalts in Stappen harbour

Athugasemd

Heildarlýsing: 3 teikningar á sömu örk teiknað með penna / bleki á þunnan teiknipappír, límd á þykkari pappír. Teikning lengst til vinstri nær yfir hálfa örkina. Á örkinni til hægri eru tvær teikningar

Teikning 1: Skrifað efst í hornið til hægri: ………..Basalts in Stappen harbour Sjónarhorn teikningarinnar er neðanfrá og upp(úr skipi eða bát)i á við, næst teiknaranum / neðst í myndfleti eru stuðlabergssúlurnar sem vísa niður og fram - langar lóðréttar súlur og sér í endann á nokkrum þeirra. Fyrir ofan og til hægri í sama myndfleti: láréttar stuttar stuðlabergssúlur, sér í endann á öllum.

Teikning 2: Efsti hluti teikningar: Plan af hringlaga formi / gíg. Miðhluti teikningar: Þversnið af sama hringlaga forminu / gígnum Skrifað fyrir neðan þá teikningu skýringartexti sem erfitt er að lesa. Neðsti hluti teikningar: einföld teikning af orfi og ljá. Skrifað fyrir ofan: The Iceland Syatte

Efnisorð
1.20 (20r)
Höfnin við Arnarstapa
Titill í handriti

View of the harbour of Stappen from the ………(front?)

Athugasemd

Heildarlýsing: Teiknað með penna / bleki á þunnan teiknipappír, límd á þykkari pappír. Teikningin er viðgerð fyrir miðju, en rifinn flipi úr jaðri pappírs efst til hægri, einnig nokkur minni göt í þunna teiknipappírinn.

Panoramateikning. Sjónlína teikningarinnar er neðan við miðju, en staparnir yst til hægri og vinstri rísa hátt, sá hægra megin allt að jaðri pappírsins efst. Stuðlabergsstaparnir ganga inn að miðjum myndfletinum frá hægri. Gerð glögg grein fyrir stefnu stuðlanna í hverjum stapa; ýmist liggur lárétt í þeim, lóðrétt eða á ská. Í fjarska sjávarflöturinn og seglskip og Snæfellsnesfjallgarðurinn. Í forgrunni grýtt fjara og lítill árabátur í fjörugrjótinu.

Efnisorð
1.21 (21r)
Höfnin við Arnarstapa
Titill í handriti

Another view of the lava at Stappen….opposite to the boat harbor or landing…..

Athugasemd

Heildarlýsing: Panoramateikning á tvær arkir, samsett í miðju. Teiknað með penna / bleki á þunnan teiknipappír, límd á þykkari pappír.

Sjónlína teikningar lárétt fyrir miðju, teiknað af hafi; hraunkamburinn teygir sig fram og er miðjusettur í teikningunni; hægra megin við miðju eru stuðlastaparnir í sjó fram, Stapinn þar upp af og enn fjær - lauslega teiknaður Snæfellsjökullinn. Vinstra megin við miðju er hraunkamburinn í sjó fram; stakur stuðlakambur rís úr sjó framan við hraunið. Hraðar láréttar línur marka himininn, svolítið stíft og klunnalegt línuspil í forgrunni markar öldurót.

Efnisorð
1.22 (22r)
Arnarstapi og Snæfellsnesjökull
Athugasemd

Heildarlýsing: Teiknað með penna / bleki á þunnan teiknipappír, límt á þykkari pappír. Panoramateikning á tvær arkir, samsett í miðju. Teiknarinn hefur skorið neðan af teikningunni endilangri eftir að hann hafði lokið við hana (- neðan af báðum þunnu teikniörkunum sem liggja lárétt) og teiknað að nýju í framhaldi af neðsta hluta teikningarinnar. Teiknari hefur jafnframt bætt Stapanum og efsta hluta gígsins á Snæfellsjökli ofan á teikninguna. Teikningin er unnin af mikilli ástríðu þar sem athyglinni er beint að hraunlögum og basaltsúlum sem skaga í sjó fram. Sjónarhornið er af hafi, en öldurót einungis gefið til kynna með laufléttum bogalínum og óreglulegum stuttum krullulínum. Sjónum skoðandans er mjög ákveðið beint að berginu.

Efnisorð
1.23 (23r)
Snæfellsnes og Arnarstapi
Athugasemd

Heildarlýsing: Teiknað með penna / bleki á þunnan teiknipappír, límt á þykkari pappír. Teiknað innan úr "the great cave" . Sjónlína teikningarinnar er neðarlega; upp fyrir hana rís stuðlabergshvelfing með þaki; fyrir miðju efst er stórt gat í hvelfinguna. Lóðréttar þéttar línur marka dimma lóðrétta stuðlaveggina beggja vegna myndflatar, lóðréttir stuðlarnir mætast í bogalaga opi hvelfingarinnar sem opnast mót björtu hafi, en út um bogformað opið sést í fjarska lauslega teiknaður Snæfellsnesfjallgarðurinn. Sjálft þak hvelfingarinnar er teiknað með þéttum, dimmum, stuttum línum sem marka stuðla þunnrar þakhvelfingarinnar, þar fyrir ofan opnast gat og sér í dramatískt teiknaðan himinn. Teikningin er öll ýtarlega unnin.

Efnisorð
1.24 (24r)
Snæfellsnes og Arnarstapi
Athugasemd

Heildarlýsing: Teiknað með penna / bleki á þunnan teiknipappír, límt á þykkari pappír. Panoramateikning, samsett hægra megin við miðju; brotin saman, opnast út til hægri. Teiknað af hafi, inn í stuðlabergshelli " the great cave " (sami hellir og á blaði 23r sbr. Volume 3 : Diary of John Baine bls. 98 í The Journals of the Stanley Expedition to the Faroe Islands and Iceland in 1789) Teikningin er ákaflega formsterk, færni og öryggi teiknarans til að forma með þéttu og fjölbreyttu línuspili kemur vel fram í þessari teikningu af innra rými hellisins, sem vindur sig og opnast út á móts við teiknarann. Dramatískt línuspil himinsins og létt teiknaðir þrír drangar vinstra megin í myndfleti - undirstrika dularfullt og stórbrotið andrúm staðarins og sýna vel ástríðu teiknarans gagnvart viðfangsefninu.

Efnisorð
1.25 (25r)
Akrafjall, Hvalfjörður og Kjalarnes
Titill í handriti

Continual…. of the land E. of Inderholm (?)

Athugasemd

Heildarlýsing: Teiknað með penna / bleki á þunnan teiknipappír, límt á þykkari pappír. Samsett löng panoramateikning brotin saman frá báðum hliðum inn að miðju; saman límdir 7-8 bútar af þunnum teiknipappír.

Hratt teiknuð afstöðumynd af Akrafjalli (lengst til vinstri) inn eftir Hvalfirði og Kjalarnes / Esjan lengst til hægri.

Efnisorð
1.26 (26r)
Mylla og burstabæir
Athugasemd

Heildarlýsing: Teiknað með penna / bleki á þunnan teiknipappír, límt á þykkari pappír Miðjusett teikning af litlu mylluhúsi við á; undir þétt teiknuðum klettavegg. Lengst til vinstri burstabæjarþyrping í fjarska uppi á hól. Annars léttteiknuð afstöðumynd.

Efnisorð
1.27 (27r)
Fjallasýn
Titill í handriti

View of the mountain on our right between …………………and B……………….from a ground about meter N of it. A. A………. of mounts and volcanic ashes of a dark brown and black colour.

Athugasemd

Heildarlýsing: Teiknað með penna / bleki á þunnan teiknipappír, límt á þykkari pappír Tvær panoramateikningar á sömu örk, sú efri ýtarlegar unnin.

Efri teikningin sýnir þétt teiknaða fjallakeðju, teiknað af mikilli athygli, með þéttri línubeitingu og mjög vel formað; dökkur láréttur kambur í forgrunni, teiknaður með grófari penna.

Neðri teikning er lauslega teiknuð afstöðumynd af 3 tjöldum í forgrunni, neðst í forgrunninum gróflega teiknaður láréttur kambur eða ás. Fjallakeðja í baksýn. Yfir miðja teikninguna teygir sig belti mjög stuttra lóðréttra pennastrika, merkt A lengst til vinstri, merkt B lengst til hægri.

Efnisorð
1.28 (28r)
Hverir
Titill í handriti

Plan of the boiling springs at Reykir

Athugasemd

Heildarlýsing: Planteikning af stóru svæði. Teiknað með penna / bleki á þunnan teiknipappír, límt á þykkari pappír

Skrifað inn á teikningu neðst: Plan of the boiling springs at Reykir (Hveragerði athugasemd Þ.S.). Athyglisvert er hvernig teiknarinn fléttar saman í teikningunni skrifaðar bókstaflegar athugasemdir sínar við teikniskriftina þannig að hvað rennur inn í annað. Skriftin verður hluti af teikningunni. Skrifað víða inn á teikningu: "hot wells" og "roaring wells". Raunar leynist nánast yfir alla teikninguna skrifaðar athugasemdir, þær leynast í pennateikningunni, eru hluti af henni, erfitt að greina skriftina frá teikningunni - og stundum erfitt að lesa. Ofarlega í myndfleti til vinstri: "Our tents" : þar eru jafnframt teiknaðir litlir ferningar sem tákna tjöldin. Lengst til hægri neðarlega, undir hraunkambinum/klettunum, er þyrping af litlum ferningum (svipuð stærð og ferningarnir sem tákna tjöldin) sem tákna væntanlega húsaþyrpinguna Hveragerði

Efnisorð
1.29 (29r)
Hver
Titill í handriti

View of the great boiling spring at Reykum

Athugasemd

Heildarlýsing: Pennateikning af einum gjósandi hver, hæðir og aflíðandi brekkur umhverfis. Teiknað með penna / bleki á þunnan teiknipappír, límt á þykkari pappír. Skrifað inn á teikningu neðst: View of the great boiling spring at Reykum. Athyglisvert er hvernig teiknarinn fléttar saman í teikningunni skrifaðar bókstaflegar athugasemdir sínar við teikniskriftina þannig að hvað rennur inn í annað. Skriftin verður hluti af teikningunni.

Efnisorð
1.30 (30r)
Op hvers
Titill í handriti

Plan of the great boiling well - Reykum.

Athugasemd

Heildarlýsing: tvær teikningar af sama fyrirbæri (op hversins) á sömu teikniörk: önnur er planteikning (sú efri) , sú neðri þverskurður. Teiknað með penna / bleki á þunnan teiknipappír, límt á þykkari pappír

Teikning 1: Skrifað inn á efri teikningu: Plan of the great boiling well - Reykum. Jafnframt skrifað : …..with about 6 feet...

Teikning 2: Á neðri teikningunni stendur líka skrifað, en erfitt að greina. Þar er þverskurður margra jarðlaga teiknaður með fínlegum svolítið skjálfhentum stuttum ská-línum sem eru brotnar upp með löngum línum sem ganga þvert á þau stuttu.

Efnisorð
1.31 (31r)
Landslag, stuðlaberg og hverir
Athugasemd

Heildarlýsing: Teiknað með penna / bleki á þunnan teiknipappír, límt á þykkari pappír. Teikning af dal og fjalllendi, teiknað afar fínlega, en í forgrunni dekkri flötur sem er þverskurður af sama landslagi. Inn á þessa teikningu eru teiknaðar tvær minni teikningar, í hornin á þeim báðum beggja vegna eru teiknaðir prjónar, sem pinna þær upp, líkt og um tvö laus blöð væri að ræða, sem pinnaðar eru ofan á teikningunni af dal og fjalllendi.

Teikning 1: Litla myndin til vinstri sýnir stuðlaberg - inn á hana er skrifað eitthvað sem erfitt er að lesa - endar á "…of the church"

Teikning 2: Sú til hægri sýnir goshveri og reykbólstra á dramatískan hátt með grófum línum.

Efnisorð
1.32 (32r)
Reykir
Titill í handriti

View of Reikum from the south. A: the steam from the great well. B : our tents.

Athugasemd

Heildarlýsing: Teikning af bænum Reykir, undir hlíð; stígur reykur upp af hlíðinni bak við bæinn. Lengst til hægri í teikningunni er stór hver, mikill mökkur. Skrifað neðst á teikningu og merkt inn A og B : "View of Reikum from the south. A: the steam from the great well. B : our tents." Teikningin af tjöldunum við hlið stóra hversins sýnir vel hlutföll/stærðir; tjöldin eru agnarsmá.

Efnisorð
1.33 (33r)
Burstabær
Titill í handriti

View of the farmstead

Athugasemd

Heildarlýsing: Tvískipt teikning á sama blaði. Teiknað með penna / bleki á þunnan teiknipappír, límt á þykkari pappír.

Til vinstri: Planteikning af íslensku bændabýli og túni

Til hægri: teikning af býli horft heim að húsum frá hlaði

Skrifað undir teikningu: "View of the farmstead. A: the door to the farmstead house. B: Stables and houses for the Cattle. C: the Smithy D: roofs of houses a little higher than the others and the entry to these houses is by ……………(ógreinilegt)….in the front at A

Efnisorð
1.34 (34r)
Landslag
Athugasemd

Heildarlýsing: Teiknað með penna / bleki á þunnan teiknipappír, límt á þykkari pappír. Teikningin fæst við birtuskilyrði í opnu landslagi þegar sól brýst fram úr sorta. Horft er fram eftir dal inn í fjarskann, háar hlíðar beggja vegna, klettur í forgrunni lengst til vinstri, dökk hraunbreiða lengst til hægri. Hraunbreiður, hæðir, hólar, skriður og úfið yfirborð túlkað með ákaflega fjölbreyttri pennabeitingu. Helmingur myndflatar ofanfrá sýnir þungann skýjaðan himinn þar sem mjög þétt dökk pennabeiting, krossteiknuð, leysist upp í fínlegar skálínur á ósnertu hvítu svæði; sólstafir. Landslagið lýsist upp inn í fjarskann. Lítið býli stendur í miðjum dal, við bugðótta á.

Efnisorð
1.35 (35r)
Hekla
Titill í handriti

View of mt. Hekla in Iceland from the west with the …. mountains to the south towards Cape-Heckla

Athugasemd

Heildarlýsing: Panoramateikning, samsett á tveim blöðum. Teiknað með penna / bleki á þunnan teiknipappír, límt á þykkari pappír. Teikningin sýnir gjósandi eldfjall (Heklu) rétt vinstra megin við miðju og jökulhettu (Mýrdalsjökul) til hægri. Í forgrunni dimmt hraun og nánast lóðréttar klettamyndanir. Undir teikninguna er skrifað með blýanti (sést illa) : View of mt. Hekla in Iceland from the west with the …. mountains to the south towards Cape-Heckla

Teiknarinn hefur unnið drög að teikningunni með þynntu bleki sem myndar undirbyggingu. Það gefur hraunlögum og klettamyndunum í forgrunni skýr form og dýpt sem eru enn frekar dregin fram þéttri, lifandi og fjölbreyttri pennabeitingu. Heildarmyndbyggingin leiðir augað að eldspúandi fjallinu, en athyglin, áskorunin, ákafinn og ástríðan er ekki síst greinileg í teikningu efnismikilla kletta og hrauns og aðliggjandi landslags - á móti léttum og loftkenndum gjóskubólstrum og skýjahimni yfir fjallinu. Þarna nýtur teiknarinn sín til fulls.

Efnisorð
1.36 (36r)
Skálholt
Titill í handriti

Skálholt the ……(ógreinilegt aths. Þ.S.) capital of Iceland near the Ferry over (Hvít-? aths. Þ.S.)

Athugasemd

Heildarlýsing: Teiknað með penna / bleki á þunnan teiknipappír, límt á þykkari pappír. Hratt teiknuð yfirlitsmynd af umhverfi Skálholts. Skrifað lárétt efst á teikniörk: Skálholt the ……(ógreinilegt aths. Þ.S.) capital of Iceland near the Ferry over (Hvít-? aths. Þ.S.) Aa. Klettar í forgrunni og áin sem bugðast í átt að teiknaranum, húsaþyrping í fjarska uppi á hæð, kirkjan augljóslega lang stærsta byggingin.

Efnisorð
1.37 (37r)
Skálholtskirkja
Athugasemd

Heildarlýsing: Teiknað með penna / bleki á þunnan teiknipappír, límt á þykkari pappír. Teikningin sýnir Skálholtskirkju horft úr vestri og austur, klettar í forgrunni, Hekla í fjarska hægra megin við kirkjubygginguna, turn og kór snýr að teiknaranum - kórinn snýr til vesturs. lágreist húsaþyrping hægra megin við kirkjuna sem stendur hæst.

Sjá bls. 150 : The Journals of the Stanley Expedition to the Faroe Islands and Iceland 1789 Volume 3: Diary of John Baine: "…..he (the Skálholt´s Bishop aths. Þ.S.) told mr. Stanley they had many Authors in Iceland at present - two printing presses one at the …..the other at… They have no Poets at present, No Wonder, In such a Climate where Apollo seldom deigns to shew his face and seldom to communicate his fire to the imagination - and where Cupid´s wings are clipt, his arrow tipped with lead and his bow unstrung I had almost said broken where there are neither Woods nor groves, nothing but the everlasting sameness of Mounts and Hrinnas except here and there a spot of grass. What in the name of all that is musical should a Poet find to Sing about or if he does, who will regard him."

Efnisorð
1.38 (38r)
Geysir
Höfundur
Titill í handriti

General Plan of Geysir

Athugasemd

Heildarlýsing: Teiknað með penna / bleki á þunnan teiknipappír, límt á þykkari pappír. Planteikning af Geysissvæðinu.

Skrifað efst á teikniörk: "General Plan of Geysir" og neðst á blaðið til vinstri "Foot of the Mountain" Teikningin sýnir goshverinn sjálfan og umhvefi hans, árfarvegi, læki og rætur fjalllendisins suð-vestan við hverinn. Víða merkt inn á teikninguna " Marsh - Moor ; skrifað við bugðótta árfarvegi á tveimur stöðum: "Hiots-Aa" . Skrifað við næsta umhverfi hversins " Hill of fine Grafs" og síðan inn á það svæði "Geyser" .

Efnisorð
1.39 (39r)
Geysir
Titill í handriti

Particular Plan of the Geyser

Athugasemd

Heildarlýsing:Teiknað með penna / bleki á þunnan teiknipappír, límt á þykkari pappír. Önnur planteikning af Geysissvæðinu.

Skrifað efst í vinstra horn: Particular Plan of the Geyser Teiknað vinstra megin í myndflöt kletta upphækkun. Hægra megin næst henni H. springs almost hid among stones- og rétt þar hægra megin við Other springs almost hid lengra til vinstri smoking holes springsog fleiri skrifaðar athugasemdir, ekki alltaf greinilegar. Þar upp af og til hægri hringlaga svæði merkt Old Geysir, þar fyrir skrifað lóðrétt fyrir ofan: 300f og litlu neðar: Roaring Geysir . Til vinstri við þetta svæði er skráð mikið af athugasemdum, ekki allar greinilegar.

Efnisorð
1.40 (40r)
Geysir
Titill í handriti

View of the ….. of Geyser from a ……hot spring near Hakadal about a mile N of ….

Athugasemd

Heildarlýsing: Teiknað með penna / bleki á þunnan teiknipappír, límt á þykkari pappír.

Teikningin sýnir gufubólstra frá hver lengst til vinstri, létt teiknað með sveigðum línum, hraukur af grjóti efst á hæð til vinstri undir bólstrunum, uppi á hæð. Vatn eða á vinstra megin við hæðina, fjalllendi þar lengra til hægri.

Efnisorð
1.41 (41r)
Geysir
Titill í handriti

View of spouting Geysir

Athugasemd

Heildarlýsing: Tvær teikningar teiknaðar á tvö blöð með penna / bleki á þunnan teiknipappír, báðar límdar hlið við hlið upp á sama þykka pappírinn.

Teikning 1: Teikningin til vinstri sýnir Geysisgos, skrifað neðst fyrir miðju: "View of spouting Geysir". Sjónarhornið á goshverinn þannig að sést vel ofan í skálina.

Teikning 2: Teikningin til hægri er planteikning, á hana er skrifað neðst fyrir miðju: " Plan of the old Geysir" og sýnir gíg hversins, skálina, eins og hún væri séð ofanfrá, hringlaga form með mjög dökkri miðju, sjálf uppsprettan.

Sjá bls. 151 : The Journals of the Stanley Expedition to the Faroe Islands and Iceland 1789 Volume 3: Diary of John Baine, Aug.12. 15 day: " But I had soon reason to congratulate myself on the prospect before me, just as I was admiring the regularity and beauty of the old Geyser which is a mound almost circular with a easy and uniform ascent all round on little Shelves formed by the incrustations of its water the top beautifully crusted over - and the basin almost as regular as if constructed by Art declining gently down to the water sunk about 3 feet below the brink throe which I could dicern the round hole about 10 feet diam thro which the water Spouts…."

Efnisorð
1.42 (42r)
Geysir
Athugasemd

Heildarlýsing: Tvær teikningar á tvö blöð með penna / bleki á þunnan teiknipappír, límdar hlið við hlið upp á sama þykka pappírinn.

Teikning 1: Teikningin til vinstri sýnir Geysisskálina, í þverskurði

Teikning 2: Teikningin til hægri sýnir Geysir í gosi, en sjónarhornið er neðar og lítið sést ofan í skálina.

Efnisorð
1.43 (43r)
Geysir
Titill í handriti

Pit of New Geyser

Athugasemd

Heildarlýsing: Tvær teikningar á tvö blöð með penna / bleki á þunnan teiknipappír, límdar hlið við hlið upp á sama þykka pappírinn.

Teikning 1: Sú til vinstri sýnir þrjá hveri teiknað með áköfu línuspili; í forgrunni er hringlaga lagskipt form og undir því stendur skrifað Pit of New Geyser - lögð er áhersla á að gera grein fyrir forminu, hverinn er ekki í gosi . Lengst til hægri er hátt gos; inn á fót hversins stendur skrifað Old Geyser - og á miðju myndflatar er þriðji hverinn gjósandi undir hann er skrifað Roaring Geyser .

Teikning 2: Teikningin til hægri sýnir goshverina þrjá frá öðru sjónarhorni, fremsti gígurinn sýnu stærstur, er ekki í gosi, en tveir bakatil hátt gjósandi. Þessar teikningar af hverunum eru þétt unnar og ástríðufullar í teikningunni. Lengst til vinstri í teikningunni er Hekla í fjarska, rýkur úr henni og lítið B við gíginn. Neðst á teikninguna til hægri er skrifað Geyser from the North .... . A Pit of O. Geysir. B M. Hekla

Efnisorð
1.44 (44r)
Geysir
Titill í handriti

This jeth of New was about 120 feet high. It was the last ………… we saw

Athugasemd

Heildarlýsing: Lárétt teikning af goshver, teiknuð á þunnan pappír og límd upp á þykkan pappír.

Teikningin sýnir umhverfi goshveranna, vinstra megin við miðju er gosstrókur sem nær lóðrétt upp úr teikningunni. Til hægri við goshverinn þétt teiknað svæði, upp af þeim stíga upp 2 þunnir gufumekkir. Hratt teiknað. Skrifað neðst á teikningu This jeth of New Geyser was about 120 feet high. It was the last ………….. we saw

Efnisorð
1.45 (45r)
Þingvallavatn
Titill í handriti

View on Thingvalla vatn

Athugasemd

Heildarlýsing: Teiknað með penna / bleki á þunnan teiknipappír, límt á þykkari pappír. "Fernis" ójafnt / misþykkt penslaður yfir teikninguna. Fernisinn hefur ákveðinn okkurbrúnan lit - eða hefur gulnað með tímanum (Fernisinn seinni tíma ráðstöfun? Aths. Þ.S. ).

Teikning af fjalllendi sem teygir sig frá vinstri til hægri inn á myndflötinn, undir því vatnsbakki, lítill bátur og menn neðst í myndfleti til vinstri. Fjalllendið endar í miklum stapa eða fjalli sem gnæfir hátt ; þar hægra megin við við jaðar pappírsins sést lítil eyja á vatninu og í fjarska fjöll. Athygli teiknarans er á fjalllendinu; hamrabeltum og láréttum stuðlabakka sem nær niður að vatninu. Teiknarinn hefur skrifað neðst í myndflöt við pappírsjaðarinn: View on Thingvalla vatn

Efnisorð
1.46 (46r)
Landslagsmynd
Athugasemd

Heildarlýsing: Teiknað með penna / bleki á þunnan teiknipappír, límt á þykkari pappír - gat á þunnum teiknipappírnum efst við jaðar pappírsins - í himninum.

Teikningin sýnir hátt sjónarhorn af landslagi þar sem í forgrunni er grýtt og hár klettadrangur hægra megin, lægra barð til vinstri. Horft yfir dal eða laglendi þar sem liðast krókótt á framan við hraunjaðar sem þekur hluta láglendisins. Úfið fjalllendi handan láglendisins. Til vinstri við fót fjalllendisins er teiknuð lágrétt röð af 8-9 einsformuðum hólum eða hæðum. Engin skrift á teikningunni.

Efnisorð
1.47 (47r)
Geysir
Athugasemd

Heildarlýsing: Teiknað með penna / bleki á þunnan teiknipappír, límt á þykkari pappír. Þunnur "fernis" penslaður nokkuð jafnt yfir teikninguna. Fernisinn hefur ákveðinn okkurbrúnan lit - eða hefur gulnað með tímanum (Fernisinn seinni tíma ráðstöfun? Aths. Þ.S. ).

Teikningin sýnir Geysissvæðið, tveir hverir gjósandi, gufur stíga upp á fleiri stöðum. Teiknað frá öðru sjónarhorni en í fyrri teikningum; hæðir/fjall á bak við hverasvæðið, sjálfri bungunni sem hverirnir stíga upp af er veitt einna mest athygli. Lárétt, stutt pennastrik gefa til kynna einskonar skorpu sem liggur yfir hverabungunni.

Efnisorð
1.48 (48r)
Landslagsmynd
Athugasemd

Heildarlýsing: Teiknað með penna / bleki á þunnan teiknipappír, límt á þykkari pappír.

Teikningin er útfærð af mikilli yfirlegu og ástríðu. Með einstaklega fjölbreyttri pennabeitingu dregur teiknarinn upp lægð í landslagi, milli hárra kletta / hraundranga beggja vegna í myndfleti. Á milli þeirra streymir storknað hraun - þar fyrir ofan í fjarska og birtu gnæfir enn hærri fjallstindur. Tjörn í forgrunni lengst til vinstri. Birtuskilyrðin skýrt dregin upp, ljósið mest á yfirborð tjarnarinnar í forgrunni til vinstri og skáhallt upp í átt að klettinum til hægri, kallast á við birtuna í efsta fjallstindi sem er miðjusettur ofarlega í myndfleti. Í teikningunni rúmast allar gerðir lína og punkta - frá örstuttum "stakkato" pennastrikum, stuttum krossstrikum, löngum láréttum línum, stuttum lóðréttum skjálfandi línum, þéttstrikuðum sverum lóðréttum línum. Staðurinn óskilgreindur, engin skrift á teikningunni.

Efnisorð
1.49 (49r)
Við Þingvallavatn
Titill í handriti

A Cavern on the right in decending to Thingvallavatn - a little beyond the mountains of black Tufa

Athugasemd

Heildarlýsing: Teiknað með penna / bleki á þunnan teiknipappír, límt á þykkari pappír.

Athygli teiknarans beinist að þykkt hraunskorpunnar og dimmu loftrúminu undir; yfirborð skorpunnar teygir sig áfram inn í myndflötinn þar sem sést í Þingvallavatn, eyju og fjöllótt landslag þar handan við - og upp til vinstri í bratta fjallshlíð.

Efnisorð
1.50 (50r)
Arnarstapi
Titill í handriti

The eastmost Cave at Stappinn

Athugasemd

Heildarlýsing: Tvær teikningar hlið við hlið - lóðrétt. Teiknað með penna / bleki á þunnan teiknipappír, límdar á þykkari pappír.

Teikning 1: Skrifað á teikningu til vinstri, neðst: The eastmost Cave at Stappinn

Teikning 2: Skrifað á teikningu til hægri, neðst: The eastmost Cave at Stappinn Tvær vandlega útfærðar teikningar, þétt teiknaðar - af helli við Stapa; á þeirri til hægri sést gat í lofti hellisins, og op hans. Virðist vera sami hellir frá tveim sjónarhornum.

Efnisorð
1.51 (51r)
Arnarstapi
Titill í handriti

Our first Landing Place at Stappinn

Athugasemd

Heildarlýsing: Teiknað með penna / bleki á þunnan teiknipappír, límt á þykkari pappír.

Athygli teiknarans beinist stuðlamyndunum í tveim stórum láréttum stuðlabergsstöpum sem rísa lóðrétt úr sjó við þverhníptan bjargvegginn. Birtan kemur inn frá vinstri og lýsir eina hlið þess stapa sem staðsettur er rétt vinstra megin við miðju myndflatar- birtan leggst lárétt framan við hann á sléttan sjóinn í víkinni og undirstrikar lárétta stuðlana í stapanum - og skín síðan á ská upp eftir bjargveggnum til hægri. Stapinn blasir við í fjarska hægra megin við miðjan myndflöt - þrír menn á bjargbrúninni.

Efnisorð
1.52 (52r)
Hekla
Titill í handriti

Front of ………... Lava on Mt. Hekla when we left our horses to ascend Mt. Hekla on foot

Athugasemd

Heildarlýsing: Teiknað með penna / bleki á þunnan teiknipappír, límt á þykkari pappír.

Nákvæmt teiknuð lýsing á steinhlöðnum vegg eða byggingu sem ekki er yfirbyggð með þaki. Hver einstakur steinn í hleðslunni nákvæmt teiknaður, steinar hleðslunnar eru óreglulegir – e.t.v. hraungrýti, veggurinn virðist hanga saman á óreglunni.Til vinstri við miðju er op á byggingunni og inngangur inn í rými. Lengst til hægri, í baksýn, brött hlíð (Hekluhlíðar?).

Efnisorð
1.53 (53r)
Hekla
Titill í handriti

Plan of Mount Hekla

Athugasemd

Heildarlýsing: Teiknað með penna / bleki á þunnan teiknipappír, límt á þykkari pappír.

Teikningin sýnir sjónarhorn af himnum beint fyrir ofan gíg Heklu, nákvæmlega teiknuð en jafnframt einstaklega lifandi og fjölbreytt pennabeiting. Teiknarinn sýnir snævi þakinn gíg Heklu ofarlega í myndfleti, vinstra megin við lóðrétta miðju. Í neðri helmingi hægra megin við lóðrétta miðju eru litlir gígar í klasa, en vinstra megin er svolítill hóll. Klettabeltin í kringum gíginn mynda krossfisklaga stjörnu - einstaklega lipurlega teiknað.

Efnisorð
1.54 (54r)
Hekla
Titill í handriti

The highest summit of Mount Hekla from the south-west edge of the Crater

Athugasemd

Heildarlýsing: Teiknað með penna / bleki á þunnan teiknipappír, límt á þykkari pappír.

Ítarlega útfærð teikning af tveimur meginformum, reglulegri keilu og óreglulegu klettaformi: á miðju og hægra megin við lóðrétta miðju er stórt reglulega lagað keiluform - þar sem allra efsta hluta keilunnar vantar, "ofið" með mjög þéttu dökku línuneti, ákaflega fjölbreyttri línubeitingu; beinar línur, punktar, kommur, "krullulínur" - og langar línur sem eru uppistaðan í vefinn - frá fæti keilunnar og upp á topp. Til vinstri í forgrunni er klettadrangur, ákaflega sterklega formaður í 4 lögum/hæðum, formað með krossbeitingu línunnar. Hægra megin við dranginn og framan við keiluna eru brot úr klettinum á dreif. Í þessari teikningu nýtur sterk formkennd teiknarans sín til fulls og áköf hrifning/ástríða kemur vel fram.

Efnisorð
1.55 (55r)
Hekla
Titill í handriti

Mount Hekla at about……….above its base

Athugasemd

Heildarlýsing: Teiknað með penna / bleki á þunnan teiknipappír, límt á þykkari pappír.

Teikningin er lögð léttum gulbrúnum fernis. Teiknarinn hefur jafnframt teiknað þéttar krosslínur með fernis efst til vinstri við gíg eldfjallsins - leggur þannig áherslu á ljósan gufustrók sem leggur af gígnum til hægri. Teikningin hefur verið skorin til - sneitt mjög nærri skrift neðst til hægri í myndfleti. Skrifað Mount Hekla at about……….above its base

Efnisorð
1.56 (56r)
Þingvellir og alþingi
Titill í handriti

View of Thingvalla - and the houses where the Supreme Courts are held annually, called Althingi

Athugasemd

Heildarlýsing: Teiknað með penna / bleki á þunnan teiknipappír, límt á þykkari pappír.

Teikningin er lögð léttum gulbrúnum fernis. Teikningin er stíft teiknuð og án ástríðu; lýsing á Þingvallasvæðinu. Neðst í myndfleti, þar sem fernis sleppir, stendur skrifað: View of Thingvalla - and the houses where the Supreme Courts are held annually, called Althingi

Efnisorð
1.57 (57r)
Landlagsteikning
Athugasemd

Heildarlýsing: Teiknað með penna / bleki á þunnan teiknipappír, límt á þykkari pappír

Ítarlega teiknuð stúdía af háum, dimmum þverhníptum klettavegg sem leiðir frá vinstri í átt að enn hærra fjalllendi sem nær hátindi hægra megin við miðju, í fjallstindi. Stöðuvatn undir hálendinu og vinstra megin í myndfleti í skugga klettaveggjarins eru tvö hús, ásamt lágum útihúsum, framan við hússins standa tvær mannverur og þrjár ær(?).

Efnisorð
1.58 (58r)
Skálholt og stuðlaberg
Athugasemd

Heildarlýsing: Teiknað með penna / bleki á þunnan teiknipappír, límt á þykkari pappír.

Athyglinni er beint að reglulegum stuðlabergsformum sem staðsett eru í forgrunni til hægri; í baksýn fyrir miðju til vinstri, lauslega teiknum baksýn af Skálholtsstað, kirkjunni og húsunum í kring.

Efnisorð
1.59 (59r)
Jarðlagsteikning
Athugasemd

Heildarlýsing: Teiknað með penna / bleki á þunnan teiknipappír, límt á þykkari pappír.

Létt teiknuð stúdía af jarðlögum; í baksýn halla jarðlögin svolítið frá vinstri niður til hægri, en í forgrunni er létt teiknað þversnið af fjalllendi þar sem jarðlögin eru lárétt.

Efnisorð
1.60 (60r)
Landslagsteikning
Athugasemd

Heildarlýsing: Teiknað með penna / bleki á þunnan teiknipappír, límt á þykkari pappír

Hátt sjónarhorn yfir stórt landslag; í forgrunni beggja vegna - til vinstri og hægri - eru stórkarlalegir klettadrangar, minna grjót í forgrunni fyrir miðju - frekar gróft teiknað. Framundan í fjarska er ákaflega fínlega og ítarlega teiknað landslag , eins og séð ofan úr fjalli - birtan kemur innan frá hálendinu.

Efnisorð
1.61 (61r)
Teikningar
Athugasemd

Heildarlýsing: Teiknað með penna / svörtu bleki á þunnan teiknipappír, blátt vatnsþynnt blek notað í himinn og í kletta. Þunnur teiknipappírinn límdur á þykkari pappír

Teikningin er óljós og látin renna út með þynntu bleki. Gæti þó líkst senu frá Þingvöllum, hamraveggur í baksýn, byggingar sýnilegar ásamt afmörkuðu hringlaga svæði - þverhníptur klettur lengst til hægri.

Efnisorð
1.62 (62r)
Landslangsteikning
Athugasemd

Heildarlýsing: Teiknað með penna / svörtu bleki á þunnan teiknipappír, hann límdur upp á þykkari pappír

Frekar hröð teikning þar sem í forgrunni eru gróðri vaxnir hólmar í vatni, klettar skaga út í vatnið, fjöll í bakgrunni (Þingvallavatn? aths. Þ.S.)

Efnisorð
1.63 (63r)
Landslagsteikning
Athugasemd

Heildarlýsing: Teiknað með penna / svörtu bleki á þunnan teiknipappír, hann límdur upp á þykkari pappír

Ítarleg teikning af hömrum beggja vegna gjár (Almannagjár? Þ.S.) Til að draga fram áhrif klettaveggjanna er himininn mjög þétt teiknaður og dramatískur, lýsist er neðar dregur og í átt að björtu landslagi í fjarska sem er ákaflega létt og fallega teiknað með fínlegum en margbreytilegu línuspili.

Efnisorð
1.64 (64r)
Krísuvík
Titill í handriti

View of Krusivig and the Sulphur mountains from the ( N? aths. Þ.S. )-east and the Church where we slept

Athugasemd

Heildarlýsing: Teiknað með penna / svörtu bleki á þunnan teiknipappír, hann límdur upp á þykkari pappír.

Skrifað east á teiknipappír: View of Krusivig and the Sulphur mountains from the ( N? aths. Þ.S. )-east and the Church where we slept Þar fyrir neðan eru teiknaðir formlegir stafir, líkt og prentletur, teiknaðir inn í línugrind til að þeir séu sem jafnastir: CARTE DE LA PLAINE De TROYE. LEVEE EN MDCCLXXV ET VI PAR MCTeikningin sýnir húsaþyrpingu undir fjalllendi. Létt teiknuð og lögð fernis. Teikningin er klippt þannig að vantar alveg vinstra hornið neðst til vinstri og inn yfir miðja mynd . Smá bútur úr (að því er virðist ) annarri teikningu límdur iinn á þykkari pappírinn sem teikningin er límd á.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír

Blaðfjöldi
iv + 64 + iv blöð (530 mm x 350 mm) 64 tölusett blöð með teikningum, límdum á r-síður.
Skrifarar og skrift

John Baine teiknaði.

Skreytingar

Nær eingöngu teikningar.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Teikningar eftir John Baine.

Band

Nýtt pergamentband.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland 1789.
Ferill

Keypt á vegum Landsbókasafns á uppboði hjá Sohteby í London í maí 1969.

Á upprunalega fremri kápu er ritað v-megin: Sold at the sale of the Library of the late Dr. David Laing, Librarian of the Signet Library, Edinbourgh 6. desember 1879. Described as follows, 2044. Mackenzie (Sir Georg Stuart) 100 Original Sketches of Views in Iceland, in a portfolia with leaves, old russia (£ 6.15/-) (Paterson).

Innan á fremri aðalkápu er límd úrklippa með lýsingu úr söluskrá Sothebys frá þeim tíma er handritið var keypt til Landsbókasafns.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Sigríður Hjördís Jörundsdóttir jók við skráningu 12. desember 2011 ; Sigrún Guðjónsdóttir frumskráði, 17. mars 2011 ; Handritaskrá, 4. aukab.
Viðgerðarsaga

Athugað fyrir myndatöku 18. mars 2011. Margar myndanna mjög viðkvæmar.

Myndað í apríl 2011.

Myndir af handritinu

Myndað fyrir handritavef í apríl 2011.

Lýsigögn