Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

Lbs 675 fol.

Sögubók ; Ísland, 1651-1699

Titilsíða

Sagnaflokkur útlenskra þjóða forkunnar fróðligur […] Saman hendtur eftir aðföngum þeim til fróðleiks og skemmtunar er þessháttar for[nar] frásögur heyra vilja.

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-67r)
Grettis saga
Titill í handriti

Grettirs saga [Ásmu]ndarsonar og segir fyrst af forfeðrum hans og þeirra hreystiverkum einninn hvörninn þeir á Íslandi staðnæmdust

2 (68r-126r)
Trójumanna saga
Titill í handriti

Hér hefur Trójumanna sögu frá upphafi til enda og s[egir] hvörninn Trója hin volduga borg var af Grikkjum unnin og inntekin þá liðin voru frá veraldar upphafi 2782 ár þá Abdón var dómari hjá Ísraelslýð

Athugasemd

Óheil

2.1 (126r)
Dróttkvæði
Upphaf

[…]kkir af görpum Grikkja á grund féllu

Efnisorð
3 (127r-156v)
Sigurðar saga þögla
Titill í handriti

Sagan af Sigurði þögla

Athugasemd

Titill í handriti samkvæmt síðuhaus

Óheil, vantar framan af

Efnisorð
4 (157r-189v)
Göngu-Hrólfs saga
Titill í handriti

Hér byrjast saga af Hrólfi Sturlugssyni [sic] er kallaður var Göngu-Hrólfur

Athugasemd

Óheil, vantar aftan af

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

Vatnsmerki 1. Aðalmerki: Dárahöfuð 1 // Ekkert mótmerki (á víð og dreif á blöðum 1-99).

Vatnsmerki 2. Aðalmerki: Dárahöfuð 2 // Ekkert mótmerki (á víð og dreif á blöðum 2-126).

Vatnsmerki 3. Aðalmerki: Dárahöfuð 3 // Ekkert mótmerki (á víð og dreif á blöðum 17-189).

Blaðfjöldi
ii + 189 blöð (276 mm x 185 mm). Blað 126v er að mestu autt
Ástand
Vantar í handritið milli blaða 125-126 og 126-127 og (eitt?) blað aftan við blað 189
Skrifarar og skrift
Ein hönd

Óþekktur skrifari

Skreytingar

Litskreytt titilsíða, litur rauður

Skreytingar: Upphafsstafir á stöku stað stórir og ögn skreyttir

Bókahnútur: 67r

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Titilsíðan er með annarri hendi á fremra saurblaði 1r

Fremra saurblað 2v: Þessar eftirskrifaðar sögur finnast á þessari bók hvörja Þorsteinn Eyjólfsson á Háeyri lét binda en hana á göfug matróna Elen [sic] Hákonardóttir á Látrum við Mjóafjörð [hér á eftir er efnisyfirlit, þar er getið fleiri sagna en finnast í handritinu]

Bæði saurblöð með sömu hendi, annarri en þeirri sem er á meginmáli

Leiða má líkur að því að saurblöðin hafi verið límd saman en síðar leyst upp í viðgerð

Með handritinu liggja, e.t.v. innan úr bandi, blöð úr biblíu prentaðri á Hólum í Hjaltadal 1728 (Steinsbiblía)

Band

Óbundið

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland [1651-1699?]
Ferill

Brynjólfur Sveinsson biskup gaf Helgu Magnúsdóttur í Bræðratungu handritið, en hún aftur dóttur sinni Elínu Hákonardóttur. Á fremra saurblaði 2v kemur fram að Elín átti handritið. Bjarni Einarsson í Haga átti einnig handritið (67v).

Aðföng

Háskóli Íslands, gaf

Handritið er dánargjöf dr. Finns Jónssonar prófessors til Háskóla Íslands

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Jón Kristinn Einarsson bætti við skráningu 2018 ; GI lagfærði 20. október 2016. Eiríkur Þormóðsson lagfærði 14. september 2009Handritaskrá, 3. aukab. ; Sagnanet 9. febrúar 1999
Viðgerðarsaga

Í handritinu eru eftirtalin blöð hluti af viðgerðartvinni: 63, 123, 131, 150, 183

Í handritinu eru eftirtalin auð blöð hluti af viðgerðartvinni: Blað milli blaða 67-68, 123-124, 126-127, 156-157, 182-183

Athugað 1999

viðgert

Myndir af handritinu
100 spóla neg 35 mm missing spjaldfilma pos 16 mm Myndir
Lýsigögn
×

Lýsigögn