Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

Lbs 286 fol.

Ættartölubók

Tungumál textans
íslenska

Innihald

Ættartölubók
Athugasemd

Með hendi séra Jóns Ólafssonar á Lambavatni (eiginhandarrit skrifað um 1670-1680), með viðaukum og fylgiskjölum með hendi Magnúsar Ketilssonar, séra Gunnars Pálssonar og séra Ólafs Sívertsen í Flatey.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

Vatnsmerki 1. Aðalmerki: Öskrandi ljón á hálfu tungli skrýtt blómum // Ekkert mótmerki (á víð og dreif um allt handritið).

Blaðfjöldi
i + 177 blöð + i (320 mm x 200 mm).
Umbrot

Eindálka.

Leturflötur er um 275-295 mm x 162-167 mm.

Línufjöldi er 35-38.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

6 latínubrot úr bandinu hafa nú fengið safnmarkið Lbs fragm 101.

Band

(330 mm x 215 mm x 15 mm). Þrykkt skinnband með tréspjöldum.

Uppruni og ferill

Ferill

Lbs 276-315 fol er úr safni dr. Jóns Þorkelssonar.

Á blaði I stendur nafnið Eiríkur Kúld.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Skráning Páls Eggerts Ólasonar á handritinu er aðgengileg í ritinu Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins , bls. 94.

Jón Kristinn Einarsson bætti við skráningu 14. september 2018; Halldóra Kristinsdóttir frumskráði 9. júlí 2014.

Viðgerðarsaga
Kristjana Kristjánsdóttir gerði við í desember 1982. Handritið var þá tekið úr bandi og liggur bandið nú sér.

Notaskrá

Titill: Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins
Ritstjóri / Útgefandi: Páll Eggert Ólason
Umfang: I-III
Lýsigögn
×

Lýsigögn