Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

JS 512 j 4to

Harmavottur ; Ísland, 1770-1790

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-14r)
Harmavottur
Höfundur
Titill í handriti

Kvæði sr. Jóns Jónssonar á Melum um hertekningu móður hans og systkina, item um dauða föður hans.

Upphaf

Heiður lof og hæsta dýrð …

Lagboði

Með sínum tón.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
14 blöð (103 mm x 82 mm)
Umbrot

Einn dálkur.

Leturflötur er 78 mm x 64 mm.

Griporð.
Skrifarar og skrift
Ein hönd; Skrifari:

Óþekktur skrifari.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur
  • Pennaæfinga á bl. 14v.
  • Nafnið Guðrún Jónsdóttir er skrifað á bl. 9v og 14v.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland, 1770-1790.
Ferill
JS 512 4to hafði að geyma safn og minnisgreinir Jóns Sigurðssonar, lýtur einkum að ráni Tyrkja 1627 (enn fremur Spánverja 1615, ránsmönnum á Langanesi 1765 og í Færeyjum). Sumt í þessum böggli er frá Finni Magnússyni.
Aðföng

Alþingi keypti handrita- og bókasafn Jóns Sigurðssonar árið 1878. Safnið var afhent Landsbókasafni að honum látnum, en hann lést 7. desember 1879. Það komst í hendur safnsins árið 1881 er það var flutt í Alþingishúsið.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Sigríður Hjördís Jörundsdóttir frumskráði, 9. mars 2010 ; Handritaskrá, 3. b.
Lýsigögn
×
Efni skjals
×
  1. Harmavottur

Lýsigögn