Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

JS 115 4to

Skjalaskrá VI ; Danmörk, 1835-1860

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-203v)
Regesta. Skjalaskrá VI. Kanselíið, dómsmáladeild, bréf 1800-1824
Ábyrgð

Safnari : Jón Sigurðsson

Athugasemd

Konungsbréf, kansellí-, rentukammers-, skólastjórnarráðs- og stjórnarráðsbréf, er Ísland varða á árunum 1280-1848. Flest eftir skjalabókum í ríkisskjalasafni Dana

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
ii + 203 + viii blöð (214 mm x 171 mm). Auð blöð: Allar versó síður auðar á blöðum: 1-5, 7-9, 16, 19-24, 26-28, 31-32, 34-37, 40-41, 43, 45-49, 51-52, 54-56, 58-64, 66-73, 75-76, 78, 83-86, 90-92, 97, 99-105, 110, 113-115, 117, 122-123, 125, 127, 129-130, 133, 138, 140, 143, 145, 148, 153-154, 156, 163, 165-168, 173, 175-176, 180, 182-183, 188-189, 196, 202-203 auk þess sem blað 181 er autt.
Tölusetning blaða
Seinni tíma blaðsíðumerking 1-304 (1r-203v).
Umbrot

Einn dálkur.

Leturflötur er 21-207 mm x 130-133 mm

Leturflötur er afmarkaður með broti á blaði.

Skrifarar og skrift
Ein hönd; Skrifari:

Jón Sigurðsson, snarhönd.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Spássíugreinar allvíða með hendi Jóns Sigurðssonar.

Band

Skinn á kili og hornum, kjölur þrykktur með gyllingu.

Fylgigögn

  • Handskrifaður seðill

Uppruni og ferill

Uppruni
Danmörk, Kaupmannahöfn ca. 1835-1860.
Aðföng

Alþingi keypti handrita- og bókasafn Jóns Sigurðssonar árið 1878. Safnið var afhent Landsbókasafni að honum látnum, en hann lést 7. desember 1879. Það komst í hendur safnsins árið 1881 er það var flutt í Alþingishúsið.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Sigríður Hjördís Jörundsdóttir frumskráði, 21. júlí 2010 ; Handritaskrá, 3. b.
Lýsigögn
×

Lýsigögn