Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

JS 125 I-II fol.

Sögubók og tímatals ; Danmörk, 1870

Athugasemd

2 hlutar (I-II).

Handrit Jóns Sigurðssonar að Laxdæla sögu með orðamun og athugasemdum. Unnið fyrir Det Norske Oldskriftselskab en kom aldrei út. Sbr. Páll Eggert Ólason, Jón Sigurðsson V. bindi, bls. 308.

Tungumál textans
íslenska

Innihald

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
iii + 212 + ix blöð (325-230 mm x 227-185 mm). Auð blöð: 211v-212r.
Tölusetning blaða

Handritið blaðmerkt fyrir myndatöku.

Skrifarar og skrift
Tvær hendur ; Skrifarar:

I. 1v-184v. Jón Sigurðsson, sprettskrift.

II. 185r-212v. Óþekktur skrifari, sprettskrift.

Band

Band frá árunum 1908-1942 (370 mm x 245 mm x 32 mm).

Bókaspjöld úr pappa klædd svörtum striga. Kjölur klæddur brúnu skinni, pergament á hornum. Gylling á kili og rauður undirlitur þar sem titill er.

Slitið band.

Runólfur Guðjónsson batt.

Uppruni og ferill

Uppruni
Danmörk um 1870.
Aðföng

Alþingi keypti handrita- og bókasafn Jóns Sigurðssonar árið 1878. Safnið var afhent Landsbókasafni að honum látnum, en hann lést 7. desember 1879. Það komst í hendur safnsins árið 1881 er það var flutt í Alþingishúsið.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Örn Hrafnkelsson las yfir og bætti við 14. febrúar 2012 ; Eiríkur Þormóðsson lagfærði 8. september 2009 ; Handritaskrá, 2. b. ; Sagnanet 25. febrúar 1998.
Viðgerðarsaga

Athugað 1998

Hluti I ~ JS 125 I fol.

Tungumál textans
íslenska
1 (1r-171r)
Laxdæla saga
Titill í handriti

Laxdæla saga

Vensl

Handritið er eftirrit Jóns Sigurðssonar af Möðruvallabók AM 132 fol.

Upphaf

Ketill flatnefur hét maður …

Niðurlag

… Þorkell Gellisson var hið mesta nýtmenni og var sagður manna fróðastur.

Athugasemd

Handrit Jóns Sigurðssonar að Laxdæla sögu með orðamun og athugasemdum. Unnið fyrir Det Norske Oldskriftselskab en kom aldrei út. Sbr. Páll Eggert Ólason, Jón Sigurðsson V. bindi, bls. 308.

1.1 (171r-184v)
Bolla þáttur
Titill í handriti

Af Bolla Bollasyni

Upphaf

Í þann tíma er Bolli Bollason bjó í Tungu …

Niðurlag

… og höfum vér ei heyrt þá sögu lengri.

Skrifaraklausa

Þetta sem eftir er sögunnar er einungis í sumum handritaflokkunum, hinum yngri ... og er venjulega kallaður "Bolla þáttur" (171r)

Athugasemd

Bolla þáttur kemur í beinu framhaldi af Laxdæla sögu.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
184 blöð (325 mm x 227 mm).
Tölusetning blaða

Upphafleg blaðsíðumerking 2-362 (1r-184v).

Hvert tvinn merkt (samtals eru þau 92) (1r-183r).

Umbrot

Eindálka.

Leturflötur er 175 mm x 115 mm.

Línufjöldi er 23.

Leturflötur afmarkaður með broti í blaði.

Ástand

Blöð 79 og 80 eru laus.

Skrifarar og skrift
Ein hönd:

Jón Sigurðsson, sprettskrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Spássíugreinar allvíða.

Fylgigögn

Á aftari saurblöðum (i-vi) eru 83 fastir seðlar með athugasemdum Jóns Sigurðssonar við Laxdæla sögu.

Seðlarnir eru af ýmsum stærðum og pappír mismunandi.

  • Aftara saurblað i rektó: 1-6.
  • Aftara saurblað i versó: 7-12.
  • Aftara saurblað ii rektó: 13-20.
  • Aftara saurblað ii versó: 21-31.
  • Aftara saurblað iii rektó: 32-44.
  • Aftara saurblað iii versó: 45-51.
  • Aftara saurblað iv rektó: 52-62.
  • Aftara saurblað iv versó: 63-69.
  • Aftara saurblað v rektó: 70-77.
  • Aftara saurblað v versó: 78-81.
  • Aftara saurblað vi rektó: 82-83.

Uppruni og ferill

Uppruni
Danmörk um 1870.

Hluti II ~ JS 125 II fol.

Tungumál textans
íslenska
1 (185r-190r)
Tímatal Grettis sögu
Titill í handriti

Chronologia yfir Grettis sögu. Auth. Þormóður Torfason

Vensl

Uppskrift úr Lbs 127 4to.

2 (190r-192v)
Tímatal Grettis sögu
Titill í handriti

Önnur Chronologia eftir Exemplari sr. Vigfúsar Jónssonar í Hítardal

Vensl

Uppskrift úr Lbs 127 4to.

3 (192v-194r)
Tímatal Eyrbyggja sögu
Titill í handriti

Chronologia yfir Eyrbyggju. Author prófessor Árni Magnússon

Vensl

Uppskrift úr Lbs 127 4to.

4 (194r-195v)
Tímatal Eyrbyggja sögu
Titill í handriti

Önnur Chronologia yfir Eyrbyggju. Sr. Vigfús Jónsson

Vensl

Uppskrift úr Lbs 127 4to.

5 (195v-205r)
Tímatal Laxdæla sögu
Titill í handriti

Lítilfjörleg Chronologia yfir Laxdælu

Vensl

Uppskrift úr Lbs 127 4to.

6 (205r-211r)
Tímatal Laxdæla sögu
Titill í handriti

Laxdæla

Vensl

Uppskrift úr Lbs 127 4to.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
28 blöð (230 mm x 180 mm). Auð blöð: 211v-212r.
Tölusetning blaða

Gömul blaðsíðumerking 1-53 (185r-212r).

Umbrot

Eindálka.

Leturflötur er 185 mm x 140 mm.

Línufjöldi er 25.

Leturflötur afmarkaður með broti í blaði.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari, sprettskrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Spássíugreinar allvíða.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland um 1870.

Notaskrá

Höfundur: Páll Eggert Ólason
Titill: Jón Sigurðsson
Umfang: I-V
Lýsigögn
×

Lýsigögn