Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

ÍBR 130 8vo

Lög og kvæði ; Ísland, 1770-1770

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-58v)
Lög og kvæði
Athugasemd

Synodalsamþykktir 1757 og 1764, alþingisdómar 1510, Bergþórsstatúa, konungsbréf 1688 og nokkurar lögfræðilegar minnisgreinar, um vöndun á sölusokkum og vettlingum eftir Bjarna sýslumann Halldórsson, um kúgildi eftir Ólaf amtmann Stefánsson, kvæði eftir Jón Sveinsson í Goðdölum.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
ii + 58 blöð, auk þess sex innskotsblöð milli blaða 36 og 37 (1), 42 og 43 (1), 48 og 49 (2), 49 og 50 (1) og aftan við blað 58 (1).
Skrifarar og skrift
Ein hönd ; Skrifari:

Óþekktur skrifari

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Fremra saurblað 1r titilsíða með hendi Páls Pálssonar stúdents: Miscellanea VII.

Fremra saurblað 1v efnisyfirlit með hendi Páls Pálssonar stúdents: Yfirlit efnisins

Fylgigögn

Sex innskotsblöð milli blaða 36 og 37 (1), 42 og 43 (1), 48 og 49 (2), 49 og 50 (1) og aftan við blað 58 (1).

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland 1770
Ferill

Áður ÍBR B. 164.

Aðföng

Landsbókasafn keypti handritasafn Reykjavíkurdeildar Hins íslenska bókmenntafélags 1901.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Sigrún Guðjónsdóttir frumskráði fyrir myndvinnslu, 1. september 2010 ; Handritaskrá, 3. b.
Viðgerðarsaga

Athugað fyrir myndatöku 29. september 2010.

Myndað í október 2010.

Myndir af handritinu

Myndað fyrir handritavef í október 2010.

Lýsigögn
×

Lýsigögn