Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

ÍBR 3 8vo

Samtíningur ; Ísland, 1750-1795

Tungumál textans
íslenska (aðal); danska

Innihald

1 (1r-9v)
Cronologia Jesu Christi
Titill í handriti

Stutt ágrip. [C]ronologia Jesu Christi [e]x Encolpodion historiarum sacrarum Nicolai Helduaderi [framhald á blaði 11v]

Athugasemd

Óheilt

Efnisorð
2 (10r-11r)
Statura et imago Jesu Christi
Titill í handriti

De statura et imagine Jesu Christi

Skrifaraklausa

Hactenus Lentulus De forma Christi af latínu útsett (11r)

Athugasemd

Lýsing á Jesú Kristi

Texti á íslensku og dönsku

Efnisorð
3 (11v-23r)
Tímatal
Titill í handriti

1 Vide historíu þá Lúkas skrifar c. 4 þegar Jesús kom til Nasatret etc. … [framhald af blaði (9v)]

Athugasemd

Stutt ágrip. Cronologia Jesu Christi … Nicolai Helduaderi

Óheilt

Efnisorð
4 (23v)
Viðbætur
Titill í handriti

Appendix

Athugasemd

Krossfesting Krists tímasett út frá nokkrum atburðum Biblíunnar

Efnisorð
5 (23v)
Tímatal
Titill í handriti

Í maí á sama ári millum Christi himnafarar og hvítasunnu …

Efnisorð
6 (24r)
Tímatal
Titill í handriti

Þann 24 maí sem var sunnudagur og hvítasunnuhátíð eður 50. dagur frá Christi upprisudegi …

Efnisorð
7 (24r-24v)
María guðsmóðir
Titill í handriti

Um Maríu guðsmóður

Athugasemd

Texti á íslensku og dönsku

Efnisorð
8 (25r-30v)
Tímatal
Titill í handriti

Ein kort cronologia. Hvað sérdeilis skeð hafi frá því sextugasta ári … post Christum natum til sankti Páls afgangs

Efnisorð
9 (31r-83r)
Tímatal
Titill í handriti

Martyrologia sanctorum. (Það er ein útskýring þeirra nafna sem hingað til hafa sett verið við sérhvern dag í árlegum almanökum …)

Skrifaraklausa

Aftan við eru klausur á latínu og íslensku sem strikað hefur verið yfir (83r)

Efnisorð
10 (83v-86v)
Konungatal Noregs og Danmerkur
Titill í handriti

Í því Dana konunga beskrivelse sem þrykkt er í Kaupinhafn anno 1750 er Dan talinn 1sti konungur, regeraði 40 ár, deyði ante Christum natum anno 994

Athugasemd

Skrá yfir Danakonunga

11 (88r-93v)
Tímatal
Athugasemd

Enos lifði 905 ár …

Tímatalsbrot úr Gamla testamentinu

Upphaf og niðurlag vantar

Efnisorð
12 (95r-101r)
Um ofsóknir á hendur kristnum mönnum
Titill í handriti

Hér eftir fylgir hver þeirra laun [og] straff verið hefur sem hafa afrækt guðs kirkju og söfnuð … hverra nöfn oft eru ítrekuð í fyrr nefndu kirkju calendario

Athugasemd

Lokaorðin eru ef til vill efst til hliðar á blaði 101v

Um ofsóknir á hendur kristnum mönnum

Efnisorð
13 (101v-102v)
Um Júdas Ískaríot
Titill í handriti

Aliunde. Um Júdas Ískaríot og ódáðir þær hann hentu. Úr Rómverja sögu. Cap. 50

Efnisorð
14 (103r-114r)
Margrétar saga
Titill í handriti

Sagan af sankti Margrétu þeirri heilögu mey

Efnisorð
15 (114r)
Kvæði
Upphaf

Hér má gæta hvað sú bar …

Skrifaraklausa

Þessi blöð á ég Sigríður Jónsdóttir. Skrifað á því ári 1773 (114r)

Athugasemd

Án titils

16 (115r-122r)
Trú og kirkjusiðir í fyrndinni
Titill í handriti

Lítið ágrip um religion og kirkju ceremon[iur] hinna gömlu í fyrndinni

Efnisorð
17 (122v)
Vísa
Upphaf

Biblían er bóka næg …

Skrifaraklausa

Í dönsku Biblíu eru taldir kapítular alls 1333 (122v)

Athugasemd

Neðst á blaði: N: Þetta fremsta ark hefði átt að vera síðast í kverinu

Án titils

Efnisorð
18 (123r-125v)
Tyrjarán á Austfjörðum
Titill í handriti

Annáll um Tyrkjans herhlaup á Íslandi

Skrifaraklausa

Aftan við með annari hendi: Þessi blöð hefur síra Guðmundur Högnason skrifað og gefið mér. […] Hs. 1751 (125v)

Athugasemd

Í lok textans stendur: Þetta er saman tekið helst eftir skrifum Björns Jónssonar að Skarðsá

Efnisorð
19 (126r)
Vísur
Upphaf

Veröldin völt er …

Skrifaraklausa

Aftan við með annarri hendi: Þorl[ákur] heit. Jónss[on á Ásgeirsbrekku] (126r)

Athugasemd

Án titils

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Vatnsmerki.

Blaðfjöldi
ii + 126 + i blöð (158 mm x 100 mm). Auð blöð: 114v og 126v (auð innskotsblöð 16, 87 og 94).
Tölusetning blaða

Yngri blaðmerking 1-251 (1r-126r).

Umbrot
Griporð víða.
Ástand
Vantar í handritið milli blaða 15-17, 86-88.
Skrifarar og skrift
Þrjár hendur ; Skrifarar:

I. Guðmundur Högnason

II. Sigríður Jónsdóttir (103r-114r)

III. Óþekktur skrifari (126r)

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Auð innskotsblöð 16, 87 og 94.

Fremra saurblað 2r: Miscellanea mest andlegs efnis (sjá næstu blaðsíðu) II. [með hendi Páls Pálssonar stúdents].

Fremra saurblað 2v: Innihald [efnisyfirlit einnig með hendi Páls].

Band

Léreft á kili og hornum.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland [1750-1795?]
Ferill

Eigendur handrits: […] Hs. (125v). Blöð 103-114 hefur Sigríður Jónsdóttir átt (114r).

Guðmundur Einarsson sýsluskrifari, gaf Reykjavíkurdeild Hins íslenska bókmenntafélags 1865.

Áður ÍBR. A. 3.

Aðföng

Landsbókasafn keypti handritasafn Reykjavíkurdeildar Hins íslenska bókmenntafélags 1901.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Sigrún Guðjónsdóttir lagaði skráningu, 20. apríl 2010 ; Handritaskrá, 3. b. ; Sagnanet 18. júní 1999.
Viðgerðarsaga

Athugað 1999.

Gömul viðgerð.

Lýsigögn