Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

ÍBR 54 4to

Kvæði séra Ólafs Jónssonar á Söndum ; Ísland, 1716

Innihald

(1r-140v)
Kvæði séra Ólafs Jónssonar á Söndum
Titill í handriti

Ljóða safn ort af Ólafi presti Jónssyni að Söndum í Dýrafirði

Athugasemd

Áður ÍBR B. 45

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
ii + 140 + i blöð (184 mm x 154 mm).
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er 145-167 mm x 121-130 mm.
  • Línufjöldi er 24-27.
  • Texti endar í totu á blaði 69v.
  • Griporð víða.

Skrifarar og skrift
Þrjár hendur ;

I. 30r-116v: Sighvatur Jónsson.

II: 1r-11v: Óþekktur skrifari.

III: 12r-29v, 117r-140v: Óþekktur skrifari.

Skreytingar

Rammi utan um titilsíðu á blaði 70r.

Skrautbekkur neðst á blaði 69v.

Flúraðir upphafsstafir víða sjá: 77v.

Upphafsstafur þar sem greina má andlit í belgjum stafs sjá: 28v.

Einfaldir upphafsstafir víða.

Bókahnútar víða sjá: 1r.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Sex innskotsblöð, milli blaða 18 og 19 (2) og fyrir aftan blað 140 (4).

Band

Band frá árunum 1850-1877 (190 mm x 155 mm x 35 mm).

Bókaspjöld úr pappa klædd áþrykktum pappír með léreftskili og -hornum.

Slitið.

Límmiðar á fremra spjaldi og kili.

Páll Pálsson stúdent batt inn.

Snið rauðlit.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland 1716.
Ferill

Á blaði 70v stendur Helga Þorvaldsdóttir á bókina.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Sigríður Hjördís Jörundsdóttir bætti við skráningu 15. febrúar 2012 ; Sigrún J. Marelsdóttir frumskráði fyrir myndvinnslu, 5. maí 2010 ; Handritaskrá, 3. b.
Viðgerðarsaga

Athugað fyrir myndatöku 12. maí 2010: Víða mjög þröngt og límt yfir texta.

Myndað í maí 2010.

Myndir af handritinu

Myndað fyrir handritavef í maí 2010.

Lýsigögn
×

Lýsigögn