Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

ÍBR 11 4to

Sögurit ; Ísland, 1838

Titilsíða

Ágrip af Svía sögum. Samanritaðar af þeim margfróða sýslumanni Jóni sáluga Espólín (2r)

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (3r-4r)
Staða og skipan Svíþjóðar
Athugasemd

Án titils í handriti. Gefinn titill fenginn úr kaflafyrirsögn fyrir ofan meginmálið.

2 (4v-17v)
Buglunga þáttur
Titill í handriti

Buglunga þáttur

Efnisorð
3 (17v-19r)
Ívar víðfaðmi
Titill í handriti

Þáttur Ívars víðfaðma og dóttursona hans

Efnisorð
4 (19r-43r)
Sigurður hringur
Titill í handriti

Þáttur af Sigurði hring og ættmönnum hans

Efnisorð
5 (43r-46r)
Steinkell konungur
Titill í handriti

Þáttur af Steinkeli konungi og hans ættmönnum

Efnisorð
6 (46r-50v)
Skiptis konunga þáttur
Titill í handriti

Skiptis konunga þáttur

Efnisorð
7 (50v-64v)
Sólkónga þáttur
Titill í handriti

Sólkónga þáttur

Efnisorð
8 (64v-124r)
Einingar konunga saga
Titill í handriti

Einingar konunga saga

Efnisorð
9 (124r-144r)
Gústav Eiríksson
Titill í handriti

Saga Gústavs Eiríkssonar

Efnisorð
10 (144r-155v)
Eiríkur Gústavsson
Titill í handriti

Þáttur Eiríks Gústavssonar

Efnisorð
11 (155v-162v)
Jóhannes Gústavsson
Titill í handriti

Þáttur Jóhannesar Gústavssonar

Efnisorð
12 (163r-167r)
Sigmundur Jóhannesson
Titill í handriti

Þáttur Sigmundar Jóhannessonar

Efnisorð
13 (167r-173v)
Karl Gústavsson
Titill í handriti

Þáttur Karls Gústavssonar

Efnisorð
14 (174r-198v)
Gústav Adolf hinn mikli
Titill í handriti

Saga af Gústav Adólfi hinum mikla

Skrifaraklausa

Hér felli ég undan frá kapítula 29, bls. 118 í sögu þessari af Gústavi Adólfi konungi einstakri, til kapítula 48, bls. 167, sem er að öllu samhljóða og orðrétt við þessa sögu, nema sumstaðar er í stöku sögunni nokkuð meira sem hér er undan fellt og má eftir henni nota það sem hér er sleppt. Þó má ef vill fella undan kapítulann um brennu Magdeborgar, því hér er af honum ekki nema lítið ágrip, einninn láta 41ta og 42. kapítula vera hér þann 28da. (193r)

Efnisorð
15 (198v-214v)
Kristínar saga
Titill í handriti

Kristínar saga

Skrifaraklausa

a) Hér er undanfelldur 1. kapítuli sem er sá 4ði í Sögu Kristínar drottningar og má hann úr henni hér inn færa ef vill. (210r)

Efnisorð
16 (215r-240v)
Karl Gustav
Titill í handriti

Saga Karls Gustavs

Efnisorð
17 (241r-265v)
Karl XI
Titill í handriti

Sagan af Karli XIta

Efnisorð
18 (265v-306r)
Karl XII
Titill í handriti

Sagan af Karli XIIta

Efnisorð
19 (306r-327v)
Ulrika Elenóra og Friðrik þriðji
Titill í handriti

Saga Ulriku Eleónoru og Firðreks þriðja

Efnisorð
20 ()
Adólf Friðrik og Gustav þriðji
Titill í handriti

Saga Adólfs Friðreks og Gustavs þriðja

Efnisorð
21 (342r-344r)
Konungatal
Titill í handriti

Konungatal

Efnisorð
22 (345r-360v)
Gústav þriðji Svíakonungur
Titill í handriti

Þáttur Gústavs 3ia Svíakóngs

Ábyrgð

Þýðandi : Jón Espólín

Efnisorð
23 (360v-361v)
Pappneheim
Titill í handriti

Frá Pappneheim

Skrifaraklausa

Til uppfyllingar bls. 390. Línu 1. (360v)

Efnisorð
24 (360v-361v)
Pappneheim
Titill í handriti

Frá Pappneheim

Efnisorð
25 (362v-369r)
Páll keisari fyrsti
Titill í handriti

Útfarar þáttur Páls keisara fyrsta

Skrifaraklausa

26. maí 1838. Einar. (369r)

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
370 blöð (208 mm x 173 mm). Auð blöð: 1, 2v, 344v, 362r, 369v, 370.
Tölusetning blaða

Gömul blaðsíðumerking: 1-735 (3r-369r).

Tíunda hvert blað var merkt fyrir myndatöku.

Umbrot

Einn dálkur.

Leturflötur er 150 mm x 125 mm.

Línufjöldi 24-27.

Síðasti efnisþátturinn endar í totu (369r).

Ástand

Á blað 266r hefur rautt blek smitast af rauðlitaðri fyrirsögn á mótliggjandi síðu 265v.

Skrifarar og skrift
Ein hönd ; Skrifari

Einar Bjarnason.

Skreytingar

Upphafsstafir nær allra sagnanna dálítið stækkaðir og ögn skreyttir og flestallir ólitaðir. Litaðir upphafsstafir sagna eru á blöðum 167r (að hluta) og 265v (allur).

Fyrirsagnir sagnanna stækkaðar og flestallar lítils háttar skreyttar og rauðlitaðar á blöðum 167r (að hluta) og 265v (að fullu).

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Á titilblaði 2r er viðaukaefnisyfirlit með hendi Páls Pálssonar stúdents.

Band

Band frá því um 1838 (222 mm x 185 mm x 60 mm).

Skinnband, tréspjöld klædd brúnu skinni, með spennu. Upphleyptur kjölur.

Snið rauðýrð.

Límmiðar á kili.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland, 1838 (369r).
Ferill

Guðmundur Einarsson sýsluskrifari gaf Reykjavíkurdeild Hins íslenska bókmenntafélags 1865.

Áður ÍBR. A. 18.

Aðföng

Landsbókasafn keypti handritasafn Reykjavíkurdeildar Hins íslenska bókmenntafélags 1901.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Eiríkur Þormóðsson lagfærði 17. mars 2010 ; Örn Hrafnkelsson frumskráði fyrir myndvinnslu, 13. janúar 2010 ; Handritaskrá, 3. b.
Viðgerðarsaga

Athugað fyrir myndatöku 2010.

Myndað í janúar 2010.

Myndir af handritinu

Örfilma í handritadeild nr. 48: negatíf spóla 35 mm.

Myndað fyrir handritavef í janúar 2010.

Lýsigögn