Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. IV,17

Kaupbréf. Transskript á skinni frá 22. október 1487 ; Ísland

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-1v)
Kaupbréf. Transskript á skinni frá 22. október 1487
Upphaf

Það gjörum við, Marteinn Þorvarðsson og Jón Höskuldsson, góðum mönnum kunnigt með þessu okkru opnu bréfi að við höfum séð og heyrt yfirlesið opið bréf þessara …

Niðurlag

… Og til sanninda hér um settum við áður skrifaðir menn okkur innsigli fyrir þetta transkriptar bréf, skrifað í Flatey á Breiðafirði mánudaginn næsta fyrir tveggja postula messu Simonis og Jude. Árum eftir guðs burð m°. cccc°. lxxx. og vii. ár.

Notaskrá

Íslenzkt fornbréfasafnIII. nr. 376, bl. 448. Kaupmannahöfn 1893

Íslenzkt fornbréfasafnVI. nr. 538, bl. 608. Reykjavík 1904

Athugasemd

Þórður prestr Þórðarson selr Birni bónda Brynjólfssyni jarðirnar Illugastaði og Hrafnagil fyrir jörðina Sneis í Laxárdal (DI III:448). Afrit af bréfi frá 6. mars 1390.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
Eitt blað ca. (85-102 mm x 91-92 mm).
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca. 71-80 mm x 165 mm.
  • Línufjöldi er 17.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Á blaði 1v eru ártölin 1390 og 1487. Með hendi Árna lögmanns Oddssonar stendur: "Þetta brief kom mier til handa a Siafarborg þann sydasta Julij Anno 1625. AOS".

Band

Umbúðir frá 1996 eða fyrr (290 mm x 365 mm x 9 mm).

Innsigli

Engin innsigli eru varðveitt.

Uppruni og ferill

Uppruni

Bréfið var skrifað á Íslandi.

Ferill

Í niðurlagi bréfsins kemur fram að það var skrifað í Flatey 22. október 1487.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu í desember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×
  • Land
  • Ísland
  • Staður
  • Reykjavík
  • Stofnun
  • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
  • Vörsludeild
  • Handritasvið
  • Safn
  • Íslensk fornbréf Árna Magnússonar
  • Safnmark
  • AM Dipl. Isl. Fasc. IV,17
  • Efnisorð
  • Fornbréf
  • XML
  • Opna XML færslu  
  • PDF í einni heild
  • UpplýsingarUpplýsingar
  • Athugasemdir
  • Gera athugasemdir við handrit  

Lýsigögn