Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 720 a X 4to

Kvæðabók ; Ísland, 1500-1599

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-1v)
Píslarminning
Upphaf

… þó ódyggð hefði mig …

Niðurlag

… aumum þræl þrenning sæl …

Athugasemd

Óheilt, vantar framan og aftan af.

Kvæðið er t.d. prentað í  Vísnabók Guðbrands 2000:106-110 .

2 (2r-2r)
Hjónasinna
Athugasemd

Skrift máð og illlæsileg.

Kvæðið er t.d. prentað í  Vísnabók Guðbrands 2000:115-119 .

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
2 blöð (234-238 mm x 170-180 mm). Blað 2v virðist autt.
Tölusetning blaða

Blöðin eru ótölusett.

Kveraskipan
Tvö stök blöð.
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er 179-181 mm x 124-139 mm (bl. 1), ógerningur er að mæla leturflöt, svo vel sé, á bl. 2r.
  • Línufjöldi er 32-34 (bl. 1).
  • Gatað er fyrir línum á bl. 2.
  • Stórir stafir í upphafi hvers erindis dregnir út úr leturfleti á bl. 1.

Ástand

  • Brot.
  • Texti á 2r er máður og bl. 2v er dökkt af óhreinindum.

Skrifarar og skrift
Tvær hendur.

I. bl. 1: óþekktur skrifari, textaskrift.

II. bl. 2r: óþekktur skrifari, blendingsskrift.

Skreytingar

Bl. 1: Sumir stórir stafir örlítið flúraðir.

Nótur

Undir texta á 2r má greina tóma nótnastrengi.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Bl. 1r: X, sem tákn um að handritið sé tíundi hluti í AM 720 a I-XI.
  • Pennakrot á báðum blöðum.

Band

Band frá ágúst 1967 (244 mm x 248 mm x 2 mm). Pappakápa með línkili. Blöðin eru límd á móttak. Handritið liggur í öskju með öðrum handritum í AM 720 a I-XI 4to.

Fylgigögn

  • Fastur seðill (200 mm x 150 mm) fremst (límdur á móttak) með hendi Árna Magnússonar, með upplýsingum um handritiðÞessi 2 innlögð blöð voru samföst í kilinum. Ég skar þau hvert frá öðru til að þvo það fyrra með því ég sá að það síðara ekki þoldi vatnið.
  • Í öskjunni liggur laus seðill frá Kaupmannahöfn með upplýsingum um forvörslu.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi. Kålund tímasetur það til 16. aldar ( Katalog II 1894:146 ). Jón Þorkelsson telur það hins vegar skrifað um 1600 ( 1888:443 ). Höndin á 2r virðist eitthvað yngri en sú á bl. 1.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 18. október 1988.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

ÞS lagfærði samkvæmt reglum TEIP5 4. júní 2009.

GI skráði 5. nóvember 2003.

Kålund gekk frá handritinu til skráningar 17. október 1888 (sjá  Katalog II 1894:144-147 ).

GV sló inn texta af seðlum Árna Magnússonar undir umsjón ÞS og með hliðsjón af gögnum frá MJ.

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið í Kaupmannahöfn í ágúst 1967.

Árni Magnússon skildi blöðin að og þvoði þau (sbr. seðil).

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Höfundur: Einar Sigurðsson í Eydölum, Jón Samsonarson, Kristján Eiríksson
Titill: Ljóðmæli,
Umfang: 68
Titill: Vísnabók Guðbrands
Ritstjóri / Útgefandi: Jón Torfason, Kristján Eiríksson
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn