Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 720 a II 4to

Helgikvæði ; Ísland, 1500-1599

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-v)
Margrétarvísur
Upphaf

… falda nönnu / fegri litu þeir öngvan svanna …

Niðurlag

… var settur eitt kerið til …

Notaskrá

Íslenzk miðaldakvæði, 1938IIs. 383-385.

Athugasemd

Óheilar, hefjast í 2. erindi og enda óheilar í 18. erindi.

Efnisorð
2 (2r-v)
Maríuvísur
Vensl

Uppskrift er í AM 920 4to.

Upphaf

… Guð sinn mundi …

Niðurlag

… og syngi vers Ave María.

Athugasemd

Vantar framan af.

Efnisorð
3 (2v-2v)
Meyjarkvæði
Upphaf

Um heiðurs mey vil eg hefja …

Niðurlag

… þessi falda lindin fljóðum

Athugasemd

Vantar aftan af.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
2 blöð (160-162 mm x 126 mm).
Tölusetning blaða

Blöðin eru ótölusett.

Kveraskipan

Tvinn (2 blöð).

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er 128-131 mm x 88-92 mm.
  • Línufjöldi er 22-24.
  • Eyða fyrir upphafsstaf á bl. 2v.

Ástand

  • Brot, en einnig er texti óverulega skertur vegna skemmda á blöðum.
  • Saumgöt og brot eru í blöðunum.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari, textaskrift.

Skreytingar

Bl. 1r: Flúr lekur úr staf niður á neðri spássíu.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Bl. 1r: II, sem tákn um að handritið sé annar hluti í AM 720 a I-XI.
  • Bl. 1v: Leiðrétting skrifara.
  • Bl. 2r: Viðbót, e.t.v. með annarri hendi.
  • Víða pennakrot.

Band

Band frá ágúst 1967 (244 mm x 248 mm x 2 mm). Pappakápa með línkili. Blöðin eru saumuð á móttak, en seðill Árna Magnússonar er límdur á móttak. Handritið liggur í öskju með öðrum handritum í AM 720 a I-XI 4to.

Fylgigögn

  • Fastur seðill (164 mm x 103 mm) fremst (límdur á móttak) með hendi Árna Magnússonar, með upplýsingum um efni handritsins [Yfirstrikað: Þetta] Fyrra blaðið er úr Margrétar vísum hverra upphaf er: Margrét heitir mærin bjarta, er mína linar syndarpata. það síðara blaðið er um Mariam carminis initium ignoratur.
  • Í öskjunni liggur laus seðill frá Kaupmannahöfn með upplýsingum um forvörslu.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi. Kålund tímasetur það til 16. aldar ( Katalog II 1894:144 ). Jón Þorkelsson telur það hins vegar skrifað 1550-1560 ( 1888:55 ).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 18. október 1988.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

ÞS jók við 3. júní 2009 og síðar.

GI skráði 29. október 2003.

Kålund gekk frá handritinu til skráningar 15. október 1888 (sjá  Katalog II 1894:144-147 ).

GV sló inn texta af seðlum Árna Magnússonar undir umsjón ÞS og með hliðsjón af gögnum frá MJ.

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið í Kaupmannahöfn í ágúst 1967.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Titill: Íslenzk miðaldakvæði: Islandske digte fra senmiddelalderen
Ritstjóri / Útgefandi: Jón Helgason
Umfang: II
Lýsigögn
×

Lýsigögn