Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 571 4to

Sögubók ; Ísland, 1500-1550

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-3v)
Ála flekks saga
Athugasemd

Tvö brot.

Efnisorð
1.1 (1r-2v)
Enginn titill
Upphaf

… Kóngur mælti …

Niðurlag

… þetta líkaði öllum …

1.2 (3r-3v)
Enginn titill
Upphaf

… en er hann sá …

Athugasemd

Niðurlag sögunnar á aftara brotinu.

2 (3v-5v)
Hálfdanar saga Brönufóstra
Athugasemd

Tvö brot.

Fyrirsögnin er ólæsileg.

2.1 (3v-4v)
Enginn titill
Niðurlag

… og fjárhlut …

2.2 (5r-5v)
Enginn titill
Upphaf

… h. og var ekki þvílíkt …

Niðurlag

… ganga víkingar …

3 (6r-6v)
Þorsteins þáttur bæjarmagns
Upphaf

… honum gjafirnar …

Niðurlag

… fyrir því héraði er grundir …

Athugasemd

Brot.

4 (7r-12v)
Grettis saga
Athugasemd

Þrjú brot.

4.1 (7r-10v)
Enginn titill
Upphaf

… sá er Gretti stóð mest augu til …

Niðurlag

… og seinkaði …

4.2 (11r-11v)
Enginn titill
Upphaf

… Grettir Ásmundarson kom þetta sumar …

Niðurlag

… etja saman og Atli …

4.3 (12r-12v)
Enginn titill
Upphaf

… af því þykjast menn vita …

Niðurlag

… að koma heim þá …

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
i + 12 + i blöð (182 mm x 133 mm).
Tölusetning blaða

  • Síðari tíma blaðmerking 1-6 sést á blöðum 7-12.
  • Handritið hefur síðar verið blaðmerkt með rauðu bleki, 1-12, efst á ytri spássíu.
  • Síðari tíma blýantsblaðmerking fyrir miðri neðri spássíu, 1-12.

Kveraskipan

Fjögur kver.

  • Kver I: bl. 1-4, 2 tvinn.
  • Kver II: bl. 5-6, 1 tvinn.
  • Kver III: bl. 7-10, 2 tvinn.
  • Kver IV: bl. 11-12, 1 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 155-165 mm x 110 mm.
  • Línufjöldi er 33-40.

Ástand

  • Einungis brot úr handriti.
  • Sum blöðin eru sködduð og skítug. Göt á bl. 1 og 7.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari, textaskrift.

Skreytingar

Leifar af rauðum fyrirsögnum.

Leifar af upphafsstöfum í ýmsum litum.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Víða krot á neðri spássíum.

Band

Band frá desember 1977 (194 mm x 160 mm x 15 mm). Pappaspjöld klædd fínofnum líndúk. Leður á kili og hornum. Saumað á móttök. Saurblöð tilheyra bandi.

Fylgigögn

  • Fastur seðill (172 mm x 110 mm) fremst með hendi Árna Magnússonar með efnisyfirliti og upplýsingum um feril handritsins á rektóhlið: Úr Álaflekks sögu 2 1/2 blað. Úr Hálfdanar sögu Brönufóstra 2 1/2 blað. Úr Þorsteins sögu Bæjarmagns 1 blað. Úr Grettis sögu 6 blöð. Þorsteinn Sigurðsson fékk þetta 1711 af Jóni syni síra Magnúsar Hávarðssonar á Desjarmýri. Jón býr í Jórvík í Útmannasveit, og meinast hann þessi blöð fengið hafa hjá föður sínum.
  • Fastur seðill (78 mm x 82 mm) milli blaða 6 og 7 með tilvísunum í blaðtöl.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi. Það er tímasett til fyrri hluta 16. aldar (sjá  ONPRegistre , bls. 455 og Katalog I , bls. 733).

Ferill

Handritið er komið frá Þorsteini Sigurðssyni, sem fékk það hjá Jóni Magnússyni í Jórvík í Útmannasveit 1711, en hann hafði fengið hjá föður sínum séra Magnúsi Hávarðssyni á Desjarmýri (sjá seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 15. mars 1978.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

ÞS skráði samkvæmt reglum TEI P5 26. maí 2009 og síðar.

ÞS færði inn grunnupplýsingar 13. desember 2001.

Kålund gekk frá handritinu til skráningar 3. nóvember 1887 ( Katalog I 1889:733-734 (nr. 1423) ).

GV sló inn texta af seðlum Árna Magnússonar undir umsjón ÞS og með hliðsjón af gögnum frá MJ.

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Birgitte Dall í desember 1977. Eldra band fylgir.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Svart-hvítar ljósmyndi á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, sem Jóhanna Ólafsdóttir tók í desember 1992.
  • Negatíf örfilma frá sama tíma (askja 379).

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn