Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 567 XXI 4to

Sturlaugs saga starfsama ; Ísland, 1590-1610

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-6v)
Sturlaugs saga starfsama
Athugasemd

Brot.

1.1 (1r-1v)
Enginn titill
Upphaf

… hann væri í burtu og góssi hans öllu …

Niðurlag

… maðurinn enn sami hvað viltu er þú ert hér kominn …

1.2 (2r-3v)
Enginn titill
Upphaf

… þeir fóstbræður í höllina …

Niðurlag

… á skip út og höggur þegar s[tr]enginn …

1.3 (4r-4v)
Enginn titill
Upphaf

… með gullkambi hárið lá á …

Niðurlag

… spurði h[ver] …

1.4 (5r-5v)
Enginn titill
Upphaf

… gálga Sighvatur …

Niðurlag

… áður þú fær svikt mig þvíað kenna mun …

1.5 (6r-6v)
Enginn titill
Upphaf

… hitt illa … gen[g]ur til skógar …

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
6 blöð (150 +/- 1 mm x 115 +/- 1 mm).
Tölusetning blaða

  • Blaðmerkt 1-6, með rauðu bleki.
  • Blað 1 blaðmerkt 3 en á að koma fyrst.
  • Blað 3v merkt 60 á neðri spássíu.

Kveraskipan

  • Eitt kver: 6 blöð, 3 tvinn.
  • Bl. 1 og 4 eru tvinn; 2 og 3 (blaðmerkt 1-2); 5 og 6.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er 125-138 mm x 103-110 mm.
  • Línufjöldi er u.þ.b. 30.

Ástand

  • Skrifað á uppskafning af latnesku helgisiðariti, leifar við kjöl á bl. 2-3, þversum, og á bl. 5-6.
  • Blöðin eru skítug og máð, einkum bl. 6 sem er nánast ólæsilegt.
  • Af bl. 4 hefur aðeins u.þ.b. helmingur varðveist við kjöl.
  • Á bl. 2-3 hefur verið gatað fyrir línum upprunalega, götin eru þversum á neðri spássíu.
  • Á bl. 2-3 og 5-6 eru göt eftir saum, sem bendir til að blöðin hafi verið notuð í band.
  • Á bl. 5-6 hefur verið gert við stór göt.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari, léttiskrift með óæfðri hendi.

Band

  • Band frá mars 1959 (246 mm x 199 mm). Pappakápa með línkili. Blöðin eru laus í þremur plastvösum sem saumaðir eru á móttak.
  • Handritið liggur í öskju ásamt öðrum AM 567 4to-brotum.

Fylgigögn

  • Fastur seðill (143 mm x 75 mm) fremst með hendi Árna Magnússonar með titli sögunnar á rektóhlið: Úr Sturlaugs sögu starfsama.
  • Fastur seðill fremst með 19. aldar hendi, þar sem vísað er í útgáfu Carl Christian Rafns á Sturlaugs sögu ( Fornaldarsögur Norðurlanda 1829-1830 ).
  • Laus seðill frá Kaupmannahöfn um forvörslu AM 567 4to-brotanna liggur í öskju með brotunum.

Uppruni og ferill

Uppruni

  • Handritið var skrifað á Íslandi. Það er tímasett til ca 1600 ( Katalog (I) 1889:727 ).
  • Handritsbrotin í AM 567 I-XXVI 4to eru kölluð Fabulosæ Islandorum Historiæ á seðli með hendi Árna Magnússonar sem fylgir XXVI.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 26. mars 1992.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

ÞS endurskráði samkvæmt reglum TEI P5 25. maí 2009 og síðar.

ÞS skráði 15. nóvember 2002.

Kålund gekk frá handritinu til skráningar 22. október 1887 ( Katalog (I) 1889:721-729 (nr. 1415) .

GV sló inn texta af seðlum Árna Magnússonar undir umsjón ÞS og með hliðsjón af gögnum frá MJ.

Viðgerðarsaga

Viðgert í Kaupmannahöfn í mars 1959, sett í plastvasa sem saumaðir eru á móttak í pappakápu. Brotin AM 567 I-XXVI 4to eru saman í öskju, utan VI sem sér í spjöldum.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, keyptar af Arne Mann Nielsen í janúar 1978.

Notaskrá

Titill: Fornaldar sögur Norðrlanda III.
Ritstjóri / Útgefandi: Rafn, C. C.
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn