Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 567 III 4to

Drauma-Jóns saga ; Ísland, 1400-1425

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-1v)
Drauma-Jóns saga
Upphaf

… þú ert vanur …

Niðurlag

… Nú líða svá dag …

Athugasemd

Brot.

Efnisorð
2 (2r-2v)
Af dauða og kóngssyni
Upphaf

… meistara er honum gefi ókunna læring …

Niðurlag

… þótt þú sér ókallaður því að sá mun hinn f[y]rsti að eigi …

Athugasemd

Brot.

Notuð í lesbrigðaskrá neðanmáls í  Islendzk æventyri 1882 .

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
2 blöð (202 mm x 144 mm).
Tölusetning blaða

Blaðmerking með rauðu bleki, 1-2 (e.t.v. Kålunds).

Kveraskipan

Tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er 145 +/- 1 mm x 105 +/- 1 mm.
  • Línufjöldi er 29-31.

Ástand

  • Blöðin eru skítug og skriftin víða máð, einkum á 1r og 2v.
  • Göt á efri, neðri og ytri spássíu, e.t.v. verið saumuð við spjald og bendir til að blöðin hafi verið notuð sem klæðning utan um spjöld.
  • Pappírsviðgerð á tveimur stórum götum á báðum bl., sem voru notuð fyrir bendla.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari, textaskrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Leiðréttingar skrifara eða spássíukrot á báðum blöðum.
  • Bendistafur á 1v.
  • Efst á 1r hefur verið bætt við síðar: Drauma Jóns saga.
  • Efst á 2r hefur verið bætt við síðar: Sagan um Mors.

Band

Band frá mars 1959 (246 mm x 199 mm). Pappakápa með línkili, saumað á móttak. Í öskju ásamt öðrum AM 567 4to-brotum.

Fylgigögn

  • Fastur seðill (52 mm x 93 mm) fremst með hendi Árna Magnússonar: (ur DraumaJons sgu.) og síðari tíma viðbótum.
  • Laus seðill frá Kaupmannahöfn um forvörslu AM 567 4to-brotanna í öskju með brotunum.

Uppruni og ferill

Uppruni

  • Handritið er skrifað á Íslandi. Það er tímasett til upphafs 15. aldar ( Katalog I 1889:722 ).
  • Handritsbrotin í AM 567 I-XXVI 4to eru kölluð Fabulosæ Islandorum Historiæ á seðli með hendi Árna Magnússonar sem fylgir XXVI.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 26. mars 1992.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞS jók við samkvæmt TEIP5-reglum 27. apríl 2009 og síðar.
  • ÞS skráði 30. október 2002.
  • Kålund gekk frá handritinu til skráningar 18. október 1887 ( Katalog I 1889:721-729 (nr. 1415) ).

    GV sló inn texta af seðlum Árna Magnússonar undir umsjón ÞS og með hliðsjón af gögnum frá MJ.

Viðgerðarsaga

Viðgert í Kaupmannahöfn í mars 1959, saumað á móttök í pappakápu. Brotin AM 567 I-XXVI 4to eru saman í öskju, utan VI sem sér í spjöldum.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, keyptar af Arne Mann Nielsen í janúar 1978.

Notaskrá

Höfundur: Pálmi Pálsson
Titill: Nordisk Tidsskrift for Filologi, Anmeldelse af Hugo Gering, Islendzk æventyri
Umfang: Ny Række VII
Höfundur: Louis-Jensen, Jonna
Titill: "Enoks saga",
Umfang: s. 225-237
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn