Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 567 I 4to

Adónías saga ; Ísland, 1475-1525

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-4r)
Adónías saga
Athugasemd

Þrjú brot.

Efnisorð
1.1 (1r-1v)
Enginn titill
Upphaf

… [L]oðvík konungur hefir skipað sínu liði …

Niðurlag

… horfðu fætur í loft upp …

1.2 (2r-2v)
Enginn titill
Upphaf

… (h)efði ekki aðhafst …

Niðurlag

… þessi tíðindi þeir …

1.3 (3r-4r)
Enginn titill
Upphaf

… skjótt dauðans embætti …

Niðurlag

… að vér séum allir til guðs sendir. Amen.

2 (4r-4v)
Viktors saga og Blávus
Titill í handriti

Hér hef[st] saga þeirra Blávus og [V]iktors

Upphaf

MARGA merkilega hluti heyrðu vér sagða af herra Hákon …

Niðurlag

… hvað hans naf[n] veri fram …

Athugasemd

Brot.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
4 blöð (170 mm x 130 mm).
Tölusetning blaða

Blaðmerking með rauðu bleki, 1-4 (e.t.v. Kålunds).

Kveraskipan

Stök blöð.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er 135 +/- 1 mm x 110 +/- 1 mm.
  • Línufjöldi er 32.

Ástand

  • Textinn er víða máður, einkum vegna þess að blöðin voru notuð í band.
  • Blöðin bera þess merki að hafa verið brotin saman, bæði þversum og langsum.
  • Á ytri og neðri spássíum eru skorur fyrir bendla.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari, textaskrift.

Skreytingar

  • Á blaði 1v er skreyttur upphafsstafur (Þ) með mannsandliti.

  • Leifar af lituðum upphafsstöfum.

  • Leifar af litaðri fyrirsögn á blaði 4r.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Á efri spássíu blaðs 4r stendur með annarri hendi: frá Blavis og Viktor.

Band

Band frá mars 1959 (246 mm x 199 mm). Pappakápa með línkili, límt á móttök. Í öskju ásamt öðrum AM 567 4to-brotum.

Fylgigögn

  • Tveir fastir seðlar fremst með hendi Árna Magnússonar, með titlum o.fl. á rektóhlið.
  • Seðill 1 (161 mm x 86 mm): Úr Adonías sögu.
  • Seðill 2 (166 mm x 101 mm): Aftan af Adonías sögu hálfur capituli, hinn síðasti. Hér hefur saga [yfirstrikað: sera] þeirra Blávus og Viktors. Marga merkilega hluti.
  • Laus seðill með teikningu af blöðunum, gerðri af Morten Grønbech fyrir afhendingu.
  • Laus seðill frá Kaupmannahöfn um forvörslu AM 567 4to-brotanna er í öskju með brotunum.

Uppruni og ferill

Uppruni

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 26. mars 1992.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞS lagfærði samkvæmt reglum TEI P527. apríl 2009 og síðar.
  • ÞS skráði 25. október 2002.
  • Kålund gekk frá handritinu til skráningar 20. september 1887(sjá Katalog I 1889:721-729 (nr. 1415) .

    GV sló inn texta af seðlum Árna Magnússonar undir umsjón ÞS og með hliðsjón af gögnum frá MJ.

Viðgerðarsaga

Viðgert í Kaupmannahöfn í mars 1959, límt á móttök í pappakápu. Brotin AM 567 I-XXVI 4to eru saman í öskju, utan VI sem sér í spjöldum.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, keyptar af Arne Mann Nielsen í janúar 1978.

Notaskrá

Höfundur: Jón Helgason
Titill: , Syv sagablade (AM 162 C fol, bl. 1-7)
Umfang: s. 1-97
Höfundur: Jón Þorkelsson
Titill: Arkiv för nordisk filologi, Íslenzk kappakvæði I
Umfang: 3
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Höfundur: Widding, Ole
Titill: Om Rævestreger. Et kapitel i Adonius saga,
Umfang: s. 331-334
Titill: Viktors saga ok Blávus, Riddarasögur
Ritstjóri / Útgefandi: Jónas Kristjánsson
Umfang: II
Titill: Viktors saga ok Blávus, Riddarasögur
Ritstjóri / Útgefandi: Jónas Kristjánsson
Umfang: II
Lýsigögn
×

Lýsigögn