Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 561 4to

Sögur og rímur ; Ísland, 1400

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-16v)
Reykdæla saga
Upphaf

… (bæ)num. sveinninn skal gneggja þar á höfðanum …

Niðurlag

… eigi þótti hann öllum jafnaðarmaður vera.

Skrifaraklausa

Höfum vér nú hér lok þessarar frásagnar, og þakki nú hver sem vert þykir.

Athugasemd

Óheil.

1.1 (9r)
Ríma
Athugasemd

Einungis upphaf.

Efnisorð
1.2 (16r)
Ríma
Athugasemd

Einungis brot.

Efnisorð
2 (16v-32r)
Þorskfirðinga saga
Titill í handriti

Hér hefst saga Gull-Þóris

Upphaf

Hallsteinn son Þórólfs Mostraskeggja …

Niðurlag

… Vöflu-Gunnar og Óttarr skyldu utan fara og vera brott lengi …

Notaskrá

ÍFXIIIs. 175-227.

Athugasemd

Niðurlag er skafið burt.

2.1 (23v-24r)
Úlfhams rímur
Athugasemd

Einungis 5. ríma.

Efnisorð
3 (32v-41v)
Ljósvetninga saga
Niðurlag

… kom á Möðruvöllu og gekk til …

Athugasemd

Óheil.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
i + 41 + i blað (ca 213 mm x 155 mm, en blöðin eru misstór).
Tölusetning blaða

  • Handritið hefur verið blaðmerkt síðar með rauðu bleki 1-41.

Kveraskipan

Níu kver.

  • Kver I: bl. 1-8, 4 tvinn.
  • Kver II: bl. 9, stakt blað.
  • Kver III: bl. 10, stakt blað.
  • Kver IV: bl. 11-14, 2 tvinn.
  • Kver V: bl. 15, stakt blað.
  • Kver VI: bl. 16-23, 4 tvinn.
  • Kver VII: bl. 24-31, 4 tvinn.
  • Kver VIII: bl. 32-37, 3 tvinn.
  • Kver IX: bl. 38-41, 2 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 140-150 mm x 110-115 mm.
  • Línufjöldi er 26-29.
  • Upphafsstafir kafla og fyrirsagnir ná stundum út fyrir leturflöt.

Ástand

  • Vantar framan og aftan af handritinu og á eftir bl. 15 (1 blað), 34 og 37.
  • Upprunaleg skrift skafin burt af bl. 9v, 16r, 23v, 24r, 31v, 32r og 37v.
  • Handritið er víða máð og illlæsilegt. Sjá til dæmis bl. 1r-2r, 14r, 24v, 31r, 34r.
  • Vatnsskemmdir eru allvíða.
  • Göt eru á bl. 11, 33, 41.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari, textaskrift.

Skreytingar

Rauðir upphafsstafir.

Rauðritaðar fyrirsagnir.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Brot úr rímum með 17. aldar hendi á bl. 9r,16r og 23v-24r og eyðufylling með sömu hendi á bl. 37v.
  • Bl. 2r: Nafn eiganda frá 17. öld (sjá feril).
  • Bl. 5v og 16v: Klausur frá um 1500 sem innihalda mannanöfn (sjá feril).
  • Ýmsar illlæsilegar spássíugreinar, að mestu frá 17. öld.
  • Fyrirsagnir o.þ.h. á spássíum með hendi Árna Magnússonar.

Band

  • Band frá febrúar 1967 (220 mm x 183 mm x 45 mm). Pappaspjöld klædd fínofnum líndúk. Leður á kili og hornum. Saumað á móttök. Saurblöð tilheyra bandi. Handritið liggur í öskju.
  • Bl. 15 er í plastvasa sem saumaður er á móttak.

Fylgigögn

Þrír seðlar fremst:

  • Fastur seðill (101 mm x 108 mm) fremst með efnisskrá handritsins með hendiÁrna Magnússonar (): Vémundar saga og Víga skútu, vantar upphafið. Gullþóris saga, vantar í. Ljósvetninga saga, vantar endann.
  • Tveir fastir seðlar (208 mm x 156 mm) sem mynda tvinn með uppskrift rímu af bl. 9r, með hendi Árna Magnússonar (), og uppskrift texta af bl. 8v, frá fyrri hluta 19. aldar, e.t.v. með hendi Þorsteins Helgasonar ( Katalog I 1889:712 ).
  • Stafrétt uppskrift af útsköfnu blöðunum, sem var gerð með aðstoð kemískra efna í lok 19. aldar, fylgir í sérstöku hólfi í öskjunni sem handritið liggur í.
  • Laus seðill frá Kaupmannahöfn með upplýsingum um forvörslu.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi. Það er tímasett til um 1400 ( Katalog I 1889:712 ).

Ferill

Þorlákur Skúlason biskup hefur átt handritið, skv. því sem dóttir hans, Elín Þorláksdóttir, sagði Árna Magnússyni árið 1702 (sbr. AM 435 a 4to). Á spássíum koma fyrir nöfnin Guðrún og Gísli Guðmundsson, frá um 1500 (5v og 16v), og nafn eiganda, Ólafs Ólafssonar, frá 17. öld (2r).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 30. mars 1976.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞS skráði samkvæmt TEI P5 9. júní 2009 og síðar.
  • DKÞ færði inn grunnupplýsingar 23. desember 2003.
  • Kålund gekk frá handritinu til skráningar 4. október 1887 (sjá  Katalog I 1888:712-713 (nr. 1392). ).

    GV sló inn texta af seðlum Árna Magnússonar undir umsjón ÞS og með hliðsjón af gögnum frá MJ.

Viðgerðarsaga

Lagfært og bundið af Birgitte Dall í febrúar 1967.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Svart-hvítar ljósmyndir af bl. 16v-32r (Þorskfirðinga sögu) á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi.

Notaskrá

Höfundur: Hansen, Anne Mette
Titill: , Om AM 687 D 4to : en dokumentationsrapport
Umfang: s. 219-233
Titill: , Úlfhams saga
Ritstjóri / Útgefandi: Aðalheiður Guðmundsdóttir
Umfang: 53
Höfundur: Aðalheiður Guðmundsdóttir, Glauser, Jürg, Svanhildur Óskarsdóttir
Titill: Gripla, Málstofa Andmælaræður við doktorsvörn Aðalheiðar Guðmundsdóttur 21.6.2002
Umfang: 13
Titill: , Harðar saga. Bárðar saga. Þorskfirðinga saga. Flóamanna saga. [...et al.]
Ritstjóri / Útgefandi: Bjarni Vilhjálmsson, Þórhallur Vilmundarson
Umfang: 13
Höfundur: Björn Sigfússon
Titill: , Um Ljósvetninga sögu
Umfang: 3
Titill: , Ljósvetninga saga með þáttum. Reykdæla saga ok Víga-Skútu. Hreiðars þáttr
Ritstjóri / Útgefandi: Björn Sigfússon
Umfang: 10
Höfundur: Seip, Didrik Arup
Titill: Nordisk kultur, Palæografi. B. Norge og Island
Umfang: 28:B
Höfundur: Guðvarður Már Gunnlaugsson
Titill: AM 561 4to og Ljósvetninga saga, Gripla
Umfang: 18
Höfundur: Hreinn Benediktsson
Titill: Linguistic studies, historical and comparative
Titill: Harðar saga
Ritstjóri / Útgefandi: Bjarni Vilhjálmsson, Þórhallur Vilmundarson
Umfang: XIII
Titill: Íslenzkar Fornsögur, Gluma og Ljósvetninga saga
Ritstjóri / Útgefandi: Guðmundur Þorláksson
Umfang: I
Titill: Íslenzkar Fornsögur, Reykdæla og Valla-Ljóts saga
Ritstjóri / Útgefandi: Guðmundur Þorláksson
Umfang: II
Höfundur: Oresnik, Janes
Titill: An Old Icelandic dialect feature: iæ for æ, Gripla
Umfang: 5
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Höfundur: Kålund, Kristian
Titill: Om lakunerne i Gull-Þóris saga, Arkiv för nordisk filologi
Umfang: 1
Titill: Gull-Þóris saga eller Þorskfirðinga saga,
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Umfang: 26
Titill: , Jóns saga Hólabyskups ens helga
Ritstjóri / Útgefandi: Foote, Peter
Umfang: 14
Titill: , Gammelnorsk homiliebok etter AM 619 QV
Ritstjóri / Útgefandi: Knudsen, Trygve
Umfang: I
Lýsigögn
×

Lýsigögn