Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 554 i 4to

Gunnars saga Keldugnúpsfífls ; Ísland, 1620-1670

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-16v)
Gunnars saga Keldugnúpsfífls
Titill í handriti

Sagan af Keldugnúps Gunnari.

Upphaf

Þorgrímur er maður nefndur, hann bjó á bæ þeim …

Niðurlag

… eður um tilburði á þeim dögum.

Baktitill

Lúkum vér svo sögu af Keldugnúps Gunnari.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír með vatnsmerkjum.
  • Aðalmerki: Lítið dárahöfuð með sjö bjöllum á kraga ( bl. 2, 5 ).
Blaðfjöldi
16 blöð (210 mm x 160 mm). Blað 16r autt að mestu og 16v upprunalega autt.
Tölusetning blaða

Handritið hefur verið blaðmerkt síðar með rauðu bleki 1-16.

Kveraskipan

Þrjú kver.

  • Kver I: bl. 1-6 (1+6, 2+5, 3+4), 3 tvinn.
  • Kver II: bl. 7-12 (7+12, 8+11, 9+10), 3 tvinn.
  • Kver III: bl. 13-16 (13+16, 14+15), stakt blað, tvinn, stakt blað.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 175-180 mm x 130-135 mm.
  • Línufjöldi er 21-22.
  • Kaflatal á spássíum.
  • Síðustu orð á síðu hanga víða undir leturfleti, pennaflúruð.

Ástand
  • Blöð óhrein með smá blettum.
  • Blöð óskorin og jaðar er dekkri en blöðin sjálf.
  • Það eru dökkir blettir á neðri brúnum flestra blaðanna (sjá t.d. 9v-10r).
Skrifarar og skrift

Með hendi Ketils Jörundssonar í Hvammi, síðléttiskrift.

Skreytingar

Upphafstafir eru dregnir ögn hærri en texti meginmáls.

Stafir fyrirsagna eru dregnir hærri en texti meginmáls.

Skreyting við eða umhverfis orð í stöðu griporðs.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Leiðréttingar og lesbrigði með hendi skrifarans.
  • Pennakrot á blaði 16v sem var upprunalega autt.

Band

Band frá árunum 1772-1780 (214 mm x 167 mm x 6 mm). Pappaspjöld og kjölur klædd handunnum pappír. Spjaldblöð úr prentaðri bók. Titlar og safnmark skrifað framan á kápu. Blár safnmarksmiði á kili. Saumað með hamptaumum.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi. Það er tímasett til 17. aldar í  Katalog I, bls. 703, en virkt skriftartímabil Ketils var ca 1620-1670.

Tilheyrði áður sama handriti og AM 554 h beta 4to.

Ferill

Árni Magnússon hefur fengið handritið úr bók Guðmundar Þorleifssonar í Brokey árið 1703 (sjá seðil í AM 554 h beta 4to).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 21. október 1975.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • MJG uppfærði vatnsmerki með gögnum frá BS, 26. febrúar 2024.
  • ÞS skráði samkvæmt reglum TEI P520. apríl 2009 og síðar.
  • ÞS færði inn grunnupplýsingar 31. október 2001.
  • Kålund gekk frá handritinu til skráningar 22. september 1887(sjá Katalog I 1889:703 (nr. 1369) .

Viðgerðarsaga

Matthías Larsen Bloch batt í pappa á árunum 1772-1780.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn