Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 554 d 4to

Laxdæla saga ; Ísland, 1650-1699

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-34r)
Laxdæla saga
Titill í handriti

Laxdæla

Upphaf

Maður hét Ketill flatnefur …

Niðurlag

… Þorkell Gellisson var hið mesta göfugmenni og manna fróðastur. Og lýkur hér nú sögunni.

Athugasemd

Undir stendur, líklega með annarri hendi: Hér endast Laxdæla.

Eyða á eftir blaði 24. Textinn fyrir framan eyðu endar á Maður hét Þorsteinn svarti hann. Hefst aftur á bl. 25r Guðrún verða að búa í Tungu.

Handritið hefur ekki Bolla þátt.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 35 + i blöð (200-204 mm x 160-162 mm). Blað 34v upprunalega autt.
Tölusetning blaða

Síðari tíma blaðmerking með blýanti, 1-35.

Kveraskipan

Fjögur kver.

  • Kver I: bl. 1-8, 4 tvinn.
  • Kver II: bl. 9-16, 4 tvinn.
  • Kver III: bl. 17-24, 4 tvinn.
  • Kver IV: bl. 25-34, 5 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 175-180 mm x 145 mm.
  • Línufjöldi er 37-50.
  • Síðustu orð á síðu hanga víðast undir leturfleti.
  • Kaflatöl eru sums staðar á spássíum.

Ástand

  • Pappírinn er notkunarnúinn og skítugur. Gert hefur verið við blöð á jöðrum og upp við kjöl.
  • Blöð 25 og 34 eru sködduð. Texti hefur auk þess skerst dálítið, einkum við kjöl, á blöðum 8, 9 og 27r

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari/skrifarar, fljótaskrift. Skriftin er smá og þétt með breytilegum sérkennum og kann að vera með ýmsum höndum.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Blað 35 er innskotsblað. Á því eru yfirstrikuð brot úr Vatnsdæla sögu og Laxdæla sögu, og athugasemdir um þá síðarnefndu. Einnig orðsending til Ketils Jörundssonar prófasts, dagsett 3. júní 1664.
  • Á blaði 34 er pennakrot og bæn á íslensku og latínu (sjá enn fremur feril).
  • Ártalið Anno 1690 kemur fyrir á bl. 34r.
  • Spássíugreinar á bl. 13r, 18r.

Band

Band frá september 1976 (212 mm x 188 mm x 15 mm). Pappaspjöld klædd fínofnum líndúk, grófari dúkur á kili og hornum. Saumað á móttök. Saurblöð tilheyra bandi.

Handritið liggur í öskju ásamt gömlu bandi.

Pappaband frá c1772-1780. Safnmark og titill skrifað framan á kápu. Blár safnmarksmiði á kili.

Fylgigögn

  • Tveir fastir seðlar fremst með hendi Árna Magnússonar. Á fremri seðlinum (119 mm x 92 mm) eru upplýsingar um feril (fra Gisla Gdmundssyni [yfirstrikad: hygg eg þessa bök vered] og mun eg hana eiga meiga. feinged [yfirstrikad: var fra medal þeirra documenta er eg inn packadi] ä Alþingi 1703.) en á aftari seðlinum (204 mm x 159 mm) athugasemdir um textann (Laxdæla-saga. Er grei, er þö ei eins og þær almennilegu. Endast eins og Jons Arnorssonar. Jt. stendur þar i, ad gudrun mista ad tvimanadur inn i Dale. Hun er i fyrstu deriverud ur þvi fragmento i 4to, er eg ä). Versósíður beggja eru auðar.
  • Laus seðill frá Kaupmannahöfn með upplýsingum um forvörslu.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi. Það er tímasett til síðari hluta 17. aldar, en í  Katalog I , bls. 701, til 17. aldar.

Ferill

  • Árni Magnússon fékk handritið frá Gísla Guðmundssyni á Alþingi árið 1703.
  • Önnur nöfn í handritinu eru Halldór Ketilsson (bl. 25r), Guðmundur Sæmundsson (bl. 34v).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 14. apríl 1977.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞS skráði samkvæmt reglum TEI P57. apríl 2009 og síðar.
  • ÞS færði inn grunnupplýsingar 6. desember 2001.
  • Kålund gekk frá handritinu til skráningar 19. september 1887(sjá Katalog I 1889:701 (nr. 1363) .

    GV sló inn texta af seðlum Árna Magnússonar undir umsjón ÞS og með hliðsjón af gögnum frá MJ.

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Birgitte Dall í september 1976.

Askja gerð í október 1976.

Matthias Larsen Bloch batt á árunum 1772-1780. Bandið fylgir með handritinu í öskju.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Titill: , Laxdæla saga
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Umfang: 19
Höfundur: Már Jónsson
Titill: Árni Magnússon : ævisaga
Lýsigögn
×
Efni skjals
×
  1. Laxdæla saga

Lýsigögn