Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 554 c 4to

Ölkofra þáttur ; Íslandi

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-6r (1-11))
Ölkofra þáttur
Titill í handriti

Ölkofra þáttur

Upphaf

Þórhallur hét maður, hann bjó í Bláskógum

Niðurlag

meðan þeir lifðu

Baktitill

og lýkur hér nú Ölkofra þætti.

Athugasemd

Síðar hefur verið strikað undir orðið þáttur og skrifað fyrir framan Þáttur af.

2 (6r-8v (11-16))
Rollants rímur
Titill í handriti

Rollants rímur

Upphaf

Mörg hafa dæmin mætir fyr

Niðurlag

að Rollant svíkja í tryggðum

Athugasemd

Vantar aftan af. Endar í 2. rímu.

Bl. 6v autt efst til að merkja eyðu í texta forrits.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
8 blöð (210 mm x 164 mm).
Tölusetning blaða

Handritið hefur verið blaðsíðumerkt síðar 1-16.

Kveraskipan

Eitt kver, 4 tvinn.

Umbrot

  • Einn dálkur.
  • Leturflötur er ca 170-177 mm x 125-130 mm.
  • Línufjöldi er 27-30.

Ástand

  • Aftasta síðan slitin og skítug.
  • Vantar aftan af handritinu.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari, fljótaskrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Lesbrigði milli lína í fyrri efnishlutanum með hendi skrifara Árna Magnússonar og sumt með hendi hans sjálfs. Tekin úr eintaki með hendi Jóns Erlendssonar í Villingaholti í eigu Ulrich Chr. Gyldenlöve (sjá seðil).

Band

Pappaband frá árunum 1772-1780 (211 mm x 168 mm x 5 mm). Safnmark og titlar skrifað framan á kápu. Blár safnmarksmiði á kili.

Fylgigögn

Fastur seðill (195 mm x 161 mm) með hendi Árna Magnússonar. Seðillinn er tvinn og þjónar sem saurblöð fremst og aftast: Þessi Ölkofra þáttur er confereraður við hönd síra Jóns í Villingaholti í bók í folio tilheyrandi hans høj excellence herra Ulrich Chr. Guldenlewe. Sýnist annars að vera gauðrangur.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi. Það er tímasett til síðari helmings 17. aldar í  Katalog I , bls. 700.

Samkvæmt AM 477 fol. átti að vera annað eintak af Ölkofra þætti í handritinu með hendi Ásgeirs Jónssonar.

Ferill

Handritið hefur verið í Gunnarsholti fyrir 1685 (bl. 1r).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 11. nóvember 1975.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Viðgerðarsaga

Bundið af Matthias Larsen Bloch c1772-1780.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Titill: Hrafns saga Sveinbjarnarsonar. B-redaktionen,
Ritstjóri / Útgefandi: Hasle, Annette
Umfang: 25
Höfundur: Jón Þorkelsson
Titill: Íslensk kappakvæði II., Arkiv för nordisk filologi
Umfang: 4
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn