Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 552 p 4to

Kjalnesinga saga ; Ísland, 1600-1650

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-15v)
Kjalnesinga saga
Titill í handriti

Hér byrjar Kjalnesinga sögu

Athugasemd

Óheil.

1.1 (1r-6v)
Enginn titill
Upphaf

Helgi bjóla son Ketils flatnefs nam landið á Kjalarnesi …

Niðurlag

… tók eitt tré hátt í hönd sér, sneri síðan úr garði …

1.2 (7r-15v)
Enginn titill
Upphaf

… í brögðum. Son átti hann er Grímur hét …

Niðurlag

… frá Búa Andríðarsyni er komin mikil ætt.

Baktitill

Og lúkum vér hér Kjalnesinga sögu.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 15 + i blöð (192 mm x 164 mm).
Tölusetning blaða

Síðari tíma blaðmerking 1-15.

Kveraskipan

Tvö kver.

  • Kver I: bl. 1-7, stakt blað og 3 tvinn.
  • Kver II: bl. 8-15, 4 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 155-170 mm x 130 mm.
  • Línufjöldi er 25-30.
  • Griporð.
  • Sagan endar í totu á bl. 15v.

Ástand

  • Milli blaða 6 og 7 vantar eitt blað.
  • Handritið er nokkuð notkunarnúið og skítugt.

Skrifarar og skrift

Með óþekktri hendi, kansellískrift.

Skreytingar

Upphafsstafur pennaflúraður (bl. 1r ).

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Leiðréttingar skrifara á spássíum blaða 1r, 2v og 15r.

Band

Band frá september 1976 (200 mm x 188 mm x 10 mm). Pappaspjöld klædd fínofnum líndúk, grófari dúkur á kili og hornum. Saumað á móttök. Saurblöð tilheyra bandi.

Handritið liggur í öskju ásamt eldra bandi.

Eldra pappaband frá árunum 1772-1780. Safnmark og titill skrifað framan á kápu. Blár safnmarksmiði á kili.

Innsigli

Leifar af rauðu innsigli á bl. 2r.

Fylgigögn

Laus seðill frá Kaupmannahöfn með upplýsingum um forvörslu.

Uppruni og ferill

Uppruni

Ferill

Bókina hefur átt Oddur Sigurðsson lögmaður og hefur Árni Magnússon líklega fengið hana að láni og ekki skilað (E.G.P. 1998).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 14. apríl 1977.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞS skráði samkvæmt reglum TEI P531. mars 2009 og síðar.
  • ÞS færði inn grunnupplýsingar 30. október 2001.
  • Kålund gekk frá handritinu til skráningar 16. september 1887(sjá Katalog I 1889:697 (nr. 1347) .

Viðgerðarsaga

Birgitte Dall gerði við og batt í september 1976. Askja gerð í október 1976.

Matthías Larsen Bloch batt á árunum 1772-1780. Bandið liggur með handritinu í öskju.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar ljósmyndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn