Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 552 h 4to

Þorsteins þáttur uxafóts ; Ísland, 1675-1699

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-7r)
Þorsteins þáttur uxafóts
Titill í handriti

Þáttur af Þorsteini uxafót Íslending

Upphaf

Þorkell hét maður …

Niðurlag

… og féll á Orminum langa með öðrum köppum Ólafs konungs og lúkum vér svo þessum þætti.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 7 + i blöð (203-205 mm x 160-162 mm). Auð blöð: neðri hluti blaðs 7r og 7v upprunalega autt.
Tölusetning blaða

  • Handritið hefur verið blaðmerkt síðar með rauðu bleki, 1-7.
  • Talan 87 stendur efst í hægra horni blaðs 1r.

Kveraskipan

  • Stakt blað og 3 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 172 mm x 145 mm.
  • Línufjöldi er 32-36.

Ástand

  • Nokkrir dökkir blettir eru á sumum blöðum en texti sést í gegn.

Skrifarar og skrift

Með hendi séra Ólafs Gíslasonar á Hofi í Vopnafirði, fljótaskrift.

Skreytingar

Upphafsstafur er feitletraður, svo og fyrirsögn.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Á bl. 7v hefur eigandanafni verið bætt við: Þessa sögubók á sr. Ólafur Gíslason.

Band

  • Band frá árunum 1772-1780 (210 mm x 168 mm x 5 mm). Pappaspjöld klædd handunnum pappír. Safnmark og titill sögunnar skrifað framan á kápu. Blár safnmarksmiði á kili. Spjaldblöð úr prentaðri bók.

Fylgigögn

  • Fastur seðill (203 mm x 163 mm) fremst með hendi Árna Magnússonar með titli þáttarins og upplýsingum um uppruna: Þorsteins saga uxafóts. Úr bókum sem ég fékk af síra Ólafi Gíslasyni á Hofi í Vopnafirði.
  • Seðillinn er hluti af tvinni sem þjónar sem saurblöð fremst og aftast.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á íslandi. Það er tímasett til loka 17. aldar, en til síðari hluta aldarinnar í  Katalog I , bls. 695. Handritið var áður hluti af stærri bók.

Ferill

Árni Magnússon tók úr bók sem hann fékk hjá skrifara, Ólafi Gíslasyni (sjá saurblað).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 11. nóvember 1977.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞS skráði samkvæmt reglum TEI P524. mars 2009 og síðar.
  • ÞS færði inn grunnupplýsingar 23. október 2001.
  • Kålund gekk frá handritinu til skráningar 15. september 1887(sjá Katalog I 1889:695 (nr. 1339) .

    GV sló inn texta af seðlum Árna Magnússonar undir umsjón ÞS og með hliðsjón af gögnum frá MJ.

Viðgerðarsaga

Matthías Larsen Bloch batt á árunum 1772-1780.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar ljósmyndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Negatíf örfilma á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi. Askja 394.

Notaskrá

Höfundur: Loth, Agnete
Titill: Sønderdelte arnamagnæanske papirhåndskrifter,
Umfang: s. 113-142
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn