Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 552 b 4to

Hávarðar saga Ísfirðings ; Ísland, 1650-1699

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-27v)
Hávarðar saga Ísfirðings
Titill í handriti

Saga af Hávarði hinum halta Ísfirðingi og syni hans Ólafi Bjarnyl

Upphaf

Það er upphaf þessarar sögu að Þorbjörn hét maður …

Niðurlag

… og þótti verið hafa hið mesta mikilmenni.

Baktitill

Og lúkum vér þar þessari sögu að sinni, með þessu efni.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
27 blöð (194 mm x 164 mm).
Tölusetning blaða

Handritið hefur verið blaðmerkt síðar með blýanti, 1-27.

Kveraskipan

Fjögur kver.

  • Kver I: bl. 1-8, 4 tvinn.
  • Kver II: bl. 9-16, 4 tvinn.
  • Kver III: bl. 17-24, 4 tvinn.
  • Kver IV: bl. 25-27, stakt blað og tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 160-167 mm x 130-135 mm.
  • Línufjöldi er 25-30.
  • Griporð víðast hvar.
  • Vísur í textanum merktar á spássíum með vísa.

Skrifarar og skrift

Með hendi Björns Jónssonar á Skarðsá. Skriftin er blendingsskrift undir áhrifum frá fljótaskrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Á bl. 5v er eyðufylling með annarri hendi, kansellískrift.
  • Stöku spássíutilvísanir.
  • Pennakrot aftan við söguna á bl. 27v.

Band

Band frá árunum 1772-1780 (198 mm x 167 mm x 8 mm). Pappaspjöld klædd handunnum pappír. Spjaldblöð úr prentaðri bók. Safnmark og titill sögunnar skrifað framan á kápu. Blár safnmarksmiði á kili.

Uppruni og ferill

Uppruni

Ferill

Líklega hefur Árni Magnússon fengið bókina að láni hjá Oddi Sigurðssyni lögmanni, en ekki skilað (sjá Einar Gunnar Pétursson 1998).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 7. október 1975.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞS skráði skv. reglum TEI P5 4. mars 2009 og síðar.
  • ÞS færði inn grunnupplýsingar 23. október 2001.
  • Kålund gekk frá handritinu til skráningar 9. september 1887(sjá Katalog I 1889:693 (nr. 1333) .

Viðgerðarsaga

Matthias Larsen Bloch batt á árunum 1772-1780.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar ljósmyndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Negatíf örfilma á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi. Askja 394.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn