Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 488 4to

Bjarnar saga Hítdælakappa ; Noregur, 1688-1689

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-59v)
Bjarnar saga Hítdælakappa
Upphaf

Nú skal segja nokkuð af þeim íslenskum mönnum …

Niðurlag

… og lýkur hér nú frásögu þessari.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
59 blöð (208 mm x 160-163 mm). Meiri hluti blaðs 26r er auður. Blöð 26v-27v eru auð.
Tölusetning blaða

  • Blaðmerking 1-59.

Kveraskipan

  • Kver I: blöð 1-11, 5 tvinn + 1 stakt blað.

    Kver I er þannig samsett að fremst er 1 stakt blað sem myndar fals utan um kverið, á falsið er fest 1 tvinn aftast í kverinu. Á milli staka blaðsins og tvinnsins eru saumuð saman 4 tvinn á hefðbundinn hátt.

  • Kver II: blöð 12-19, 4 tvinn.
  • Kver III: blöð 20-27, 4 tvinn.
  • Kver IV: blöð 28-35, 4 tvinn.
  • Kver V: blöð 36-43, 4 tvinn.
  • Kver VI: blöð 44-51, 4 tvinn.
  • Kver VII: blöð 52-59, 4 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 170 mm x 115-120 mm.
  • Línufjöldi er ca 19-25.
  • Leturflötur hefur verið afmarkaður með línum við innri og ytri spássíu sem dregnar hafa verið með þurroddi eða með því að brotið hefur verið upp á blöð.
  • Vísuorð eru sér um línu (sjá t.d. blöð 25v-25v).

Ástand

  • Blað 34 er litað bleki sem runnið hefur til þegar blaðið hefur blotnað. Textinn er þó vel læsilegur.
  • Texti sést sumstaðar í gegn (sjá blöð 24v-25r).

Skrifarar og skrift

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Blöð 1-11 eru innskotsblöð.
  • Nokkrar leiðréttingar með hendi Árna Magnússonar eftir AM 73 b fol (t.d. á blöðum 29v, 56r og víðar).
  • Nákvæmar spássíugreinar um innihaldið, m.a. staðfræðilegar upplýsingar, með annarri hönd (sjá t.d. blöð 1v, 3r og 12v og víðar).

Band

Band (218 null x 170 null x 13 null) er frá 1730-1780. Spjöld og kjölur eru klædd handunnum pappír. Blár safnmarksmiði er á kili.

Fylgigögn

Tveir seðlar.

  • Á seðli (202 mm x 160 mm) fremst í handritinu er athugasemd um Björn Hítdælakappa eftir komu hans til Íslands: Biarna saga Hitdælakappa þeße nærvarande, er ritud epter pappirs exemplar fra Þormodi Torfasyn [AM 551 d. 4to] misjafnt riett skrifudu þad sama pappirs exemplar var hfudlaust, og byriadest med þeim ordum: þann vetr for Biorn til hyrdar Eiriks J: hver ord hier standa fyrst ä fol: 12. hiä mier Arna Magnussyni er ein Olafs helga saga ä kalfskinni, fyllri enn almenniligar, þar inni talast um Birn Hitdælakappa, og ur þeßare Olafs sgu eru ordriett talad þau ii. bld sem hier fyrst standa, Jtem nockrar differentiæ sem hier eru in margine settar, allt til utkomu Biarnar, þvi lengra nær ecke þeße Relatio um Birn ij nefndre Olafs sögu. svo sem og sia er af þvi lausa blade sem lagt er innann bkina.
  • Seðill ritara Árna Magnússonar með efni úr Ólafs sögu helga: ur Olafs sgu helga. Þordur mællti haf þad fyrer satt sem þier synez. Nu fellr þetta tal þar nidr med þeim at sinni. Arngreir or Holmi for til skips ok fann son sinn vard þar mikill fagnaduar fundi ok baud hann Birni heim til sin for hann þangat. ok þotti medan lifdi mikil afreks madr ok hiellt Þordr Kolbeinsson litt sættar vard þeim mart til greina ok man þad allt umlida, þvi þad snertir ecki þessa sgu segir greinilega ll þeirra vidskipti, hvorsu karlmannliga, medan lifdu badir.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað í Noregi (Stangarlandi). Það er tímasett frá hausti 1688 til ársloka 1689 í umfjöllun Más Jónssonar um skrifarann Ásgeir Jónsson (sbr. Már Jónsson 2009: 282-297 ) en til um 1700 í  Katalog I , bls. 661, en virkt skriftartímabil skrifara var ca 1686-1707.

Það er afrit af pappírshandriti frá Þormóði Torfasyni (AM 551 d, 4to). Það handrit var höfuðlaust og því var upphafinu (úr Ólafs sögu helga, í eigu Árna Magnússonar sem hann fékk frá Bæ á Rauðasandi) bætt við á 11 blöðum fremst í handritinu (sbr. seðil). Þessar upplýsingar stemma við athugasemd í AM 435 a 4to, blað 162r, þar sem þetta handrit er nefnt meðal bóka sem keyptar voru af etatsráði Meier.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 30. apríl 1975.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH skráði handritið 29. apríl 2009; lagfærði í nóvember 2010.

GI skráði 23. janúar 2002.

Kålund gekk frá handritinu til skráningar 17. júní 1887. Katalog I; bls. 661-662 (nr. 1260).

Viðgerðarsaga

Bundið af Matthiasi Larsen Bloch á árunum 1730-1780.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Filma á Stofnun Árna Magnússonar, mynduð af Jóhönnu Ólafsdóttur 27. júlí 1988 (askja 314).

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn