Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 479 4to

Grettis saga ; Ísland, 1690-1710

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-98v)
Grettis saga
Titill í handriti

Sagan af Gretti Ásmundarsyni.

Upphaf

Ásmundur hét maður og var kallaður hærulangur …

Niðurlag

… hvör giftumaður Þorsteinn drómundur varð á sínum efstu dögum sem er hann hafðist á?

Baktitill

Og lúkum vér nú hér sögu Grettis Ásmundarsonar.

Athugasemd

Sagan er hér án Önundar þáttar tréfóts.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 98 + i blöð (163-175 mm x 102-125 mm).
Tölusetning blaða

  • Síðari tíma blaðmerking með blýanti, 1-98.

Kveraskipan

Sautján kver.

  • Kver I: blöð 1-6, 3 tvinn.
  • Kver II: blöð 7-12, 3 tvinn.
  • Kver III: blöð 12-18, 3 tvinn.
  • Kver IV: blöð 19-24, 3 tvinn.
  • Kver V: blöð 25-30, 3 tvinn.
  • Kver VI: blöð 31-36, 3 tvinn.
  • Kver VII: blöð 37-42, 3 tvinn.
  • Kver VIII: blöð 43-48, 3 tvinn.
  • Kver IX: blöð 49-52, 2 tvinn.
  • Kver X: blöð 53-56, 2 tvinn.
  • Kver XI: blöð 57-62, 2 tvinn + 2 stök blöð.
  • Kver XII: blöð 63-66, 2 tvinn.
  • Kver XIII: blöð 67-70, 2 tvinn.
  • Kver XIV: blöð 71-76, 3 tvinn.
  • Kver XV: blöð 77-84, 4 tvinn.
  • Kver XVI: blöð 85-90, 3 tvinn.
  • Kver XVII: blöð 91-98, 4 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 145-155 mm x 97-115 mm.
  • Línufjöldi er ca 18-30.
  • Griporð eru víða (sjá t.d. 7v-8r og 37v-38r).

Ástand

  • Blöð geta verið misstór í kverum. Reglan virðist vera að minnstu tvinnin eru innst og þau stærstu yst (sjá t.d. kver VIII, blöð 43-48).
  • Á einstaka stað hefur verið skorið af blöðum þannig að stafir næst brúnum hafa skaddast lítillega, sbr. blað 90 og 98r.

Skrifarar og skrift

Skreytingar

  • Fyrsta lína í kafla er yfirleitt með stærra og settara letri en texti meginmáls (sjá t.d. blað 1r (en þar á þetta einnig við um fyrirsögn sögunnar) og á blaði 56v gefur letrið til kynna skil í frásögninni þó ekki sé um númeraða kafla að ræða).

Band

Band (183 null x 149 null x 29 null) er frá september 1975. Spjöld eru klædd fínofnum striga, grófari strigi er á kili og hornum. Saumað á móttök. Saurblöð tilheyra þessu bandi.

Í eldra bandi voru spjöld og kjölur klædd bókfelli úr kirkjulegu latnesku handriti.

Fylgigögn

  • Laus miði með upplýsingum um forvörslu bands.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi og tímasett til um 1700 í  Katalog I , bls. 658.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 11. nóvember 1975.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH skráði handritið 16. apríl 2009; lagfærði í desember 2010 GI skráði 9. janúar 2002. Kålund gekk frá handritinu til skráningar 13. júní 1887. Katalog I; bls. 658 (nr. 1251).

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Birgitte Dall í september 1975. Nítjándu aldar band fylgir, en ekki eldra band sem er skinnblað úr latnesku helgisiðahandriti.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Negatíf örfilma á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, ljósmyndari Jóhanna Ólafsdóttir (askja 379).

Notaskrá

Höfundur: Fett, Harry
Titill: Saga book, Miniatures from Icelandic manuscripts
Umfang: 7
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×
  • Land
  • Ísland
  • Staður
  • Reykjavík
  • Stofnun
  • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
  • Vörsludeild
  • Handritasvið
  • Safn
  • Safn Árna Magnússonar
  • Safnmark
  • AM 479 4to
  • Fleiri myndir
  • LitaspjaldLitaspjald
  • XML
  • Opna XML færslu  
  • PDF í einni heild
  • UpplýsingarUpplýsingar
  • Athugasemdir
  • Gera athugasemdir við handrit  
Efni skjals
×
  1. Grettis saga

Lýsigögn