Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 452 4to

Fljótsdæla saga ; Ísland, 1700-1725

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-140v)
Fljótsdæla saga
Titill í handriti

Hér byrjar söguna af þeim Helga og Grími Droplaugarsonum. Kap. 1.

Upphaf

Þorgerður hét kona, hún bjó í Fljótsdal austur á þeim bæ er heitir á Þorgerðarstöðum …

Niðurlag

… Þorvaldur átti son þann er Ingjaldur hét. Hans son var Þorvaldur er sagði sögu þessa einum vetri síðar en Þangbrandur prestur kom til Íslands.

Baktitill

Og lyktar hér svo að segja frá þeim Droplaugarsonum.

Athugasemd

  • Í lokin er eyðufylling eftir Droplaugarsona sögu.
  • Ekki er greint frá falli Helga Droplaugarsonar eins og gert er í niðurlagi útgáfu sögunnar í Íslenzkum fornritum XI (Jón Jóhannesson 1950; bls.180). Þar er niðurlagið eftirfarandi: Þorvaldr átti son, er Ingjaldr hét. Hans sonr hét Þorvaldr, er sagði sögu þessa. Vetri síðar en Þangbrandr prestr kom til Íslands fell Helgi Droplaugarson.
  • Uppskriftin er í 33 köflum.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
iii + 140 + iv blöð (201 mm x 163 mm).
Tölusetning blaða

  • Blaðsíðumerking 1-280.

Kveraskipan

Átján kver.

  • Kver I: blöð 1-8, 4 tvinn.
  • Kver II: blöð 9-16, 4 tvinn.
  • Kver III: blöð 17-24, 4 tvinn.
  • Kver IV: blöð 25-32, 4 tvinn.
  • Kver V: blöð 33-40, 4 tvinn.
  • Kver VI: blöð 41-48, 4 tvinn.
  • Kver VII: blöð 49-56, 4 tvinn.
  • Kver VIII: blöð 57-64, 4 tvinn.
  • Kver IX: blöð 65-72, 4 tvinn.
  • Kver X: blöð 73-80, 4 tvinn.
  • Kver XI: blöð 81-88, 4 tvinn.
  • Kver XII: blöð 89-96, 4 tvinn.
  • Kver XIII: blöð 97-104, 4 tvinn.
  • Kver XIV: blöð 105-112, 4 tvinn.
  • Kver XV: blöð 113-120, 4 tvinn.
  • Kver XVI: blöð 121-128, 4 tvinn.
  • Kver XVII: blöð 129-136, 4 tvinn.
  • Kver XVIII: blöð 137-140, 2 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 140 mm x 105 mm.
  • Leturflötur er afmarkaður með línum dregnum með þurroddi.
  • Línufjöldi er á bilinu 15-19.
  • Griporð eru víðast hvar (sjá t.d. blöð 1v-2r).
  • Kaflaskipting: I-XXXIII.

Skrifarar og skrift

Skreytingar

  • Fyrirsagnir og upphafslínur kafla eru oftast með stærra og settara letri en meginmálið (sjá t.d. blöð 1r og 40r).

  • Fylltur upphafsstafur er víða í upphafi kafla; þar er hann stærri og meira í hann lagt en aðra slíka (sjá t.d. blöð 1r og 7v).

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Leiðréttingar eru hér og þar, að hluta til með annarri hendi (sjá t.d. á blöðum 35v og 137r).

Band

Band (210 null x 175 null x 35 null) er frá 1700-1730.

  • Spjöld og kjölur eru klædd bókfelli.

Fylgigögn

  • Seðill (164 mm x 122 mm innan á fremra kápuspjaldi) með hendi Árna Magnússonar: saga af Droplaugarsonum ritud epter bok i 4to med hendi Sr Vigfuss Gudbrandzsonar ä Helgafelli. þetta exemplar hefur ritad Gisle Gudmundzson ä Raudalæk

Uppruni og ferill

Uppruni

  • Handritið er skrifaði á Íslandi eftir handriti í kvartó með hendi séra Vigfúsar Guðbrandssonar á Helgafelli (sbr. seðil). Það er tímasett til upphafs 18. aldar í  Katalog I , bls. 645.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 2. september 1975.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • VH skráði handritið 31. mars 2009,
  •  GI skráði 6. desember 2001.
  • Kålund gekk frá handritinu til skráningar 20. maí 1887. Katalog I; , bls. 645 (nr. 1224).

Viðgerðarsaga

Bundið í Kaupmannahöfn á árunum 1700-1730.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Titill: , Fljótsdæla hin meiri eller Den længere Droplaugarsona saga
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Umfang: 11
Lýsigögn
×

Lýsigögn